Lagarfljótsormurinn með stjörnustæla Eirik Sördal skrifar 26. október 2015 14:00 Hindurvitni er nýr íslenskur fræðslu- og skemmtiþáttur um hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. Í síðasta þætti leiddi Þorvaldur Davíð Kristjánsson áhorfendur Stöðvar 2 í allan sannleika um fjölbreytni íslenskra skrímsla og kynjaskepna. Einnig var leitað álits Arngríms Vídalín, þjóð- og skrímslafræðings, og Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, líffræðings, á hinum svokölluðu duldýrum. Í þættinum er meðal annars fjallað um tilurð Lagarflótsormsins og sagt frá störfum sannleiksnefndar sem Fljótsdalshérað setti á laggirnar til að úrskurða um tilvist þekktasta skrímslis Íslands. Hróður hans hefur borist út fyrir landsteinana því minnst var á orminn í X-Files þáttaröðinni á tíunda áratugnum. Frægð hans jókst þó til muna þegar myndband Hjartar Kjerúlfs, bónda, sprengdi internetið fyrir nokkrum árum. Er Lagarfljótsormurinn orðinn of góður með sig? Eða eru önnur íslensk skrímsli, líkt og Nykurinn, Þorgeirsboli og Skeljaskrímslið kannski öfundsjúk vegna hinnar nýfengnu heimsfrægðar ormsins? Hér fyrir ofan má sjá brot úr þættinum þar sem íslensku skrímslin eru meðal annars túlkuð með brúðum sem Þorvaldur Gunnarsson hannaði og leikstýrði. Raddir skrímslanna eru Fanney Birna Jónsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Ómar Örn Bjarnþórsson og Tryggvi Ólafsson. Hrund Atladóttir gerði grafík.Hindurvitni er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudögum klukkan 20.35. Í þætti kvöldsins mun Þorvaldur skoða sérstöðu íslenskra álfa með nýstárlegum hætti. Þættirnir verða alls sex talsins. Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30 Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Hindurvitni er nýr íslenskur fræðslu- og skemmtiþáttur um hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. Í síðasta þætti leiddi Þorvaldur Davíð Kristjánsson áhorfendur Stöðvar 2 í allan sannleika um fjölbreytni íslenskra skrímsla og kynjaskepna. Einnig var leitað álits Arngríms Vídalín, þjóð- og skrímslafræðings, og Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, líffræðings, á hinum svokölluðu duldýrum. Í þættinum er meðal annars fjallað um tilurð Lagarflótsormsins og sagt frá störfum sannleiksnefndar sem Fljótsdalshérað setti á laggirnar til að úrskurða um tilvist þekktasta skrímslis Íslands. Hróður hans hefur borist út fyrir landsteinana því minnst var á orminn í X-Files þáttaröðinni á tíunda áratugnum. Frægð hans jókst þó til muna þegar myndband Hjartar Kjerúlfs, bónda, sprengdi internetið fyrir nokkrum árum. Er Lagarfljótsormurinn orðinn of góður með sig? Eða eru önnur íslensk skrímsli, líkt og Nykurinn, Þorgeirsboli og Skeljaskrímslið kannski öfundsjúk vegna hinnar nýfengnu heimsfrægðar ormsins? Hér fyrir ofan má sjá brot úr þættinum þar sem íslensku skrímslin eru meðal annars túlkuð með brúðum sem Þorvaldur Gunnarsson hannaði og leikstýrði. Raddir skrímslanna eru Fanney Birna Jónsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Ómar Örn Bjarnþórsson og Tryggvi Ólafsson. Hrund Atladóttir gerði grafík.Hindurvitni er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudögum klukkan 20.35. Í þætti kvöldsins mun Þorvaldur skoða sérstöðu íslenskra álfa með nýstárlegum hætti. Þættirnir verða alls sex talsins.
Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30 Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30
Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00