Arnar Helgi Lárusson úr Njarðvík setti annað Íslandsmet á HM fatlaðra í frjálsíþróttum í dag.
Arnar Helgi keppti í 400 metra hjólastólaspretti í dag og koma í mark á 1:05,77 mínútum en komst ekki upp úr riðli. Hann hafnaði í 14. sæti af 18 keppendum.
Þetta er engu að síður nýtt Íslandsmet, en Arnar Helgi setti einnig Íslandsmet í 200 metra spretti.
Tvö Íslandsmet á fyrsta heimsmeistaramótinu sem hann tekur þátt í. Ekki amalegur árangur.
Arnar Helgi hefur nú lokið keppni á HM.
