Seðlabankinn hefur skilað til fjármálaráðherra stöðugleikamati vegna undanþágubeiðni þrotabúa gömlu viðskiptabankanna, Landsbanka Íslands, Kaupþings og Glitnis og verður það kynnt á morgun.
Stöðugleikamatið var til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var í dag. Fer það nú til athugunar og undirbúnings innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins áður en að það verður kynnt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á morgun. Reikna má með að stöðugleikamatið verði kynnt á blaðamannafundi á morgun.
Matið fylgdi samráðsbréfi sem Seðlabankinn sendi í fjármála- og efnahagsráðuneytið þar sem óskað er eftir samráði við ráðherra vegna veitingar vilyrða fyrir undanþágum til slitabúa Landsbanka Íslands, Kaupþings og Glitnis, vegna gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga í tengslum við nauðasamninga og endanleg slit búanna.
Stöðugleikamat Seðlabankans verður kynnt á morgun

Tengdar fréttir

Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri.

Gagnrýna afslátt af leið stöðugleikaskatts
InDefence-hópurinn vill gera breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stöðugleikaskatt og -skilyrði. Stöðugleikaskilyrði eigi að vera jafngild 39 prósenta stöðugleikaskatti. Um 400 milljarða króna tekjumunur er sagður vera á leiðunum.

Kröfuhafar samþykkja að greiða ríkinu 330 milljarða
Kröfuhafar Kaupþings og Glitnis hafa samþykkt að greiða stöðugleikaframlag sem ráðgert er að muni að lágmarki nema um 330 milljörðum króna.

Segir að frumvarp um stöðugleikaskatt verði ekki samþykkt óbreytt
Slitastjórn Byrs gagnrýnir frumvörp um stöðugleikaskatt og uppgjör fjármálafyrirtækja harðlega.