Tabú sem allir þyrftu að þekkja Þóra Jónsdóttir skrifar 29. október 2015 07:00 Samfélag manna virkar að langmestu leyti vel og er langflestum okkar gott. Það er frábært og við ættum að muna oftar eftir að þakka fyrir það. Það gerist ekki endilega af sjálfu sér, því það er verkefni okkar allra að vanda okkur í lífinu og koma ávallt vel fram við aðra, sérstaklega við börn. Við þurfum að vera meðvituð og breyta rétt, sama hvernig á stendur í lífi okkar, þó mikilvægast af öllu sé að halda í gleðina og njóta þess að vera til. Það er gott að vera meðvituð um að það lifa ekki allir jafngóðu lífi. Þar sem við sitjum við netvafrið í okkar daglega lífi, mismeðvituð um það sem við lesum eða sjáum, gætum við hnotið um ýmislegt sem getur virkað mjög óþægilegt fyrir okkur, er jafnvel annaðhvort óviðeigandi eða ólöglegt. Það gæti jafnvel verið efni þar sem ofbeldi kemur við sögu. Eða efni þar sem hvatt er til ofbeldis eða að verið sé að breiða út hatur. Þetta gæti enn fremur verið efni sem viðkemur slæmri meðferð á börnum. Um getur verið að ræða kynferðisofbeldi gegn barni. Slíkt efni er gróft brot á mannréttindum viðkomandi barns. Verði fólk vart við slíkt efni á neti er um að gera að hjálpa til við að stuðla að því að svoleiðis efni verði tekið af netinu – og jafnvel að barninu verði komið til hjálpar ef tekst að rekja myndefnið til þess sem sætir meðferðinni. Það er vandmeðfarið að uppfræða almenning um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Sumir segja að við það að upplýsa um það, leggist einhverjir í leit að því sérstaklega, sem er ólöglegt. Það er samt mikilvægt að upplýsa rétta aðila um efni á netinu sem varðar á einhvern hátt ofbeldi gegn barni eða börnum. Okkur ber öllum að tilkynna um slíkt efni, hvaðan svo sem efnið er upprunnið og hvort sem um er að ræða stór eða lítil börn, erlend eða íslensk. Hvert barn skiptir máli og á rétt á vernd gegn ofbeldi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem eru yngri en 18 ára teljast börn á grundvelli Barnasáttmálans.Ábendingarhnappur Á vefsíðu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að finna ábendingarhnapp sem hægt er að nota til að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Ábendingarlínan er samstarfsverkefni Barnaheilla og Ríkislögreglustjóra og hún er hluti af SAFT-verkefninu um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Ábendingarlínan er hluti af stóru alþjóðlegu neti ábendingarlína sem vinna saman að því að uppræta efni sem hefur að geyma kynferðisofbeldi gegn börnum á neti. Barnaheill hvetja almenning á Íslandi til að vera vakandi fyrir ofbeldi eða hatursefni á netinu og tilkynna um slíkt efni í gegnum Ábendingarlínuna. Hjálpumst að við að útrýma ofbeldi gegn börnum á netinu. Verum meðvituð og bregðumst við. Hvert okkar skiptir máli fyrir vernd barna á þessum mikilvæga miðli í lífi nútímafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Skoðun Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag manna virkar að langmestu leyti vel og er langflestum okkar gott. Það er frábært og við ættum að muna oftar eftir að þakka fyrir það. Það gerist ekki endilega af sjálfu sér, því það er verkefni okkar allra að vanda okkur í lífinu og koma ávallt vel fram við aðra, sérstaklega við börn. Við þurfum að vera meðvituð og breyta rétt, sama hvernig á stendur í lífi okkar, þó mikilvægast af öllu sé að halda í gleðina og njóta þess að vera til. Það er gott að vera meðvituð um að það lifa ekki allir jafngóðu lífi. Þar sem við sitjum við netvafrið í okkar daglega lífi, mismeðvituð um það sem við lesum eða sjáum, gætum við hnotið um ýmislegt sem getur virkað mjög óþægilegt fyrir okkur, er jafnvel annaðhvort óviðeigandi eða ólöglegt. Það gæti jafnvel verið efni þar sem ofbeldi kemur við sögu. Eða efni þar sem hvatt er til ofbeldis eða að verið sé að breiða út hatur. Þetta gæti enn fremur verið efni sem viðkemur slæmri meðferð á börnum. Um getur verið að ræða kynferðisofbeldi gegn barni. Slíkt efni er gróft brot á mannréttindum viðkomandi barns. Verði fólk vart við slíkt efni á neti er um að gera að hjálpa til við að stuðla að því að svoleiðis efni verði tekið af netinu – og jafnvel að barninu verði komið til hjálpar ef tekst að rekja myndefnið til þess sem sætir meðferðinni. Það er vandmeðfarið að uppfræða almenning um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Sumir segja að við það að upplýsa um það, leggist einhverjir í leit að því sérstaklega, sem er ólöglegt. Það er samt mikilvægt að upplýsa rétta aðila um efni á netinu sem varðar á einhvern hátt ofbeldi gegn barni eða börnum. Okkur ber öllum að tilkynna um slíkt efni, hvaðan svo sem efnið er upprunnið og hvort sem um er að ræða stór eða lítil börn, erlend eða íslensk. Hvert barn skiptir máli og á rétt á vernd gegn ofbeldi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem eru yngri en 18 ára teljast börn á grundvelli Barnasáttmálans.Ábendingarhnappur Á vefsíðu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að finna ábendingarhnapp sem hægt er að nota til að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Ábendingarlínan er samstarfsverkefni Barnaheilla og Ríkislögreglustjóra og hún er hluti af SAFT-verkefninu um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Ábendingarlínan er hluti af stóru alþjóðlegu neti ábendingarlína sem vinna saman að því að uppræta efni sem hefur að geyma kynferðisofbeldi gegn börnum á neti. Barnaheill hvetja almenning á Íslandi til að vera vakandi fyrir ofbeldi eða hatursefni á netinu og tilkynna um slíkt efni í gegnum Ábendingarlínuna. Hjálpumst að við að útrýma ofbeldi gegn börnum á netinu. Verum meðvituð og bregðumst við. Hvert okkar skiptir máli fyrir vernd barna á þessum mikilvæga miðli í lífi nútímafólks.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun