Tabú sem allir þyrftu að þekkja Þóra Jónsdóttir skrifar 29. október 2015 07:00 Samfélag manna virkar að langmestu leyti vel og er langflestum okkar gott. Það er frábært og við ættum að muna oftar eftir að þakka fyrir það. Það gerist ekki endilega af sjálfu sér, því það er verkefni okkar allra að vanda okkur í lífinu og koma ávallt vel fram við aðra, sérstaklega við börn. Við þurfum að vera meðvituð og breyta rétt, sama hvernig á stendur í lífi okkar, þó mikilvægast af öllu sé að halda í gleðina og njóta þess að vera til. Það er gott að vera meðvituð um að það lifa ekki allir jafngóðu lífi. Þar sem við sitjum við netvafrið í okkar daglega lífi, mismeðvituð um það sem við lesum eða sjáum, gætum við hnotið um ýmislegt sem getur virkað mjög óþægilegt fyrir okkur, er jafnvel annaðhvort óviðeigandi eða ólöglegt. Það gæti jafnvel verið efni þar sem ofbeldi kemur við sögu. Eða efni þar sem hvatt er til ofbeldis eða að verið sé að breiða út hatur. Þetta gæti enn fremur verið efni sem viðkemur slæmri meðferð á börnum. Um getur verið að ræða kynferðisofbeldi gegn barni. Slíkt efni er gróft brot á mannréttindum viðkomandi barns. Verði fólk vart við slíkt efni á neti er um að gera að hjálpa til við að stuðla að því að svoleiðis efni verði tekið af netinu – og jafnvel að barninu verði komið til hjálpar ef tekst að rekja myndefnið til þess sem sætir meðferðinni. Það er vandmeðfarið að uppfræða almenning um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Sumir segja að við það að upplýsa um það, leggist einhverjir í leit að því sérstaklega, sem er ólöglegt. Það er samt mikilvægt að upplýsa rétta aðila um efni á netinu sem varðar á einhvern hátt ofbeldi gegn barni eða börnum. Okkur ber öllum að tilkynna um slíkt efni, hvaðan svo sem efnið er upprunnið og hvort sem um er að ræða stór eða lítil börn, erlend eða íslensk. Hvert barn skiptir máli og á rétt á vernd gegn ofbeldi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem eru yngri en 18 ára teljast börn á grundvelli Barnasáttmálans.Ábendingarhnappur Á vefsíðu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að finna ábendingarhnapp sem hægt er að nota til að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Ábendingarlínan er samstarfsverkefni Barnaheilla og Ríkislögreglustjóra og hún er hluti af SAFT-verkefninu um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Ábendingarlínan er hluti af stóru alþjóðlegu neti ábendingarlína sem vinna saman að því að uppræta efni sem hefur að geyma kynferðisofbeldi gegn börnum á neti. Barnaheill hvetja almenning á Íslandi til að vera vakandi fyrir ofbeldi eða hatursefni á netinu og tilkynna um slíkt efni í gegnum Ábendingarlínuna. Hjálpumst að við að útrýma ofbeldi gegn börnum á netinu. Verum meðvituð og bregðumst við. Hvert okkar skiptir máli fyrir vernd barna á þessum mikilvæga miðli í lífi nútímafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Samfélag manna virkar að langmestu leyti vel og er langflestum okkar gott. Það er frábært og við ættum að muna oftar eftir að þakka fyrir það. Það gerist ekki endilega af sjálfu sér, því það er verkefni okkar allra að vanda okkur í lífinu og koma ávallt vel fram við aðra, sérstaklega við börn. Við þurfum að vera meðvituð og breyta rétt, sama hvernig á stendur í lífi okkar, þó mikilvægast af öllu sé að halda í gleðina og njóta þess að vera til. Það er gott að vera meðvituð um að það lifa ekki allir jafngóðu lífi. Þar sem við sitjum við netvafrið í okkar daglega lífi, mismeðvituð um það sem við lesum eða sjáum, gætum við hnotið um ýmislegt sem getur virkað mjög óþægilegt fyrir okkur, er jafnvel annaðhvort óviðeigandi eða ólöglegt. Það gæti jafnvel verið efni þar sem ofbeldi kemur við sögu. Eða efni þar sem hvatt er til ofbeldis eða að verið sé að breiða út hatur. Þetta gæti enn fremur verið efni sem viðkemur slæmri meðferð á börnum. Um getur verið að ræða kynferðisofbeldi gegn barni. Slíkt efni er gróft brot á mannréttindum viðkomandi barns. Verði fólk vart við slíkt efni á neti er um að gera að hjálpa til við að stuðla að því að svoleiðis efni verði tekið af netinu – og jafnvel að barninu verði komið til hjálpar ef tekst að rekja myndefnið til þess sem sætir meðferðinni. Það er vandmeðfarið að uppfræða almenning um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Sumir segja að við það að upplýsa um það, leggist einhverjir í leit að því sérstaklega, sem er ólöglegt. Það er samt mikilvægt að upplýsa rétta aðila um efni á netinu sem varðar á einhvern hátt ofbeldi gegn barni eða börnum. Okkur ber öllum að tilkynna um slíkt efni, hvaðan svo sem efnið er upprunnið og hvort sem um er að ræða stór eða lítil börn, erlend eða íslensk. Hvert barn skiptir máli og á rétt á vernd gegn ofbeldi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem eru yngri en 18 ára teljast börn á grundvelli Barnasáttmálans.Ábendingarhnappur Á vefsíðu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að finna ábendingarhnapp sem hægt er að nota til að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Ábendingarlínan er samstarfsverkefni Barnaheilla og Ríkislögreglustjóra og hún er hluti af SAFT-verkefninu um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Ábendingarlínan er hluti af stóru alþjóðlegu neti ábendingarlína sem vinna saman að því að uppræta efni sem hefur að geyma kynferðisofbeldi gegn börnum á neti. Barnaheill hvetja almenning á Íslandi til að vera vakandi fyrir ofbeldi eða hatursefni á netinu og tilkynna um slíkt efni í gegnum Ábendingarlínuna. Hjálpumst að við að útrýma ofbeldi gegn börnum á netinu. Verum meðvituð og bregðumst við. Hvert okkar skiptir máli fyrir vernd barna á þessum mikilvæga miðli í lífi nútímafólks.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun