Hvað gerir myndlistarmaður og hvers vegna á hann að fá greitt fyrir vinnu sína? Magnús Guðmundsson skrifar 29. október 2015 11:30 Berglind Helgadóttir, verkefnisstjóri Dags myndlistar á vegum SÍM. Visir/Anton Brink Næstkomandi laugardag stendur SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, fyrir Degi myndlistar sem hefur á undanförnum árum skapað sér veigameiri þátt í listviðburðardagatali landsmanna. Berglind Helgadóttir er verkefnisstjóri Dags myndlistar og hún segir að verkefnið hafi verið fært í fastari skorður árið 2015 og umfangið jafnframt aukið. „Markmiðið með Degi myndlistar er að kynna starf myndlistarmannsins fyrir almenningi og kynna jafnframt hversu fjölbreyttur heimur myndlistarinnar er í raun og veru. Við erum með opnar vinnustofur og skólakynningar þar sem listamenn kynna fyrir krökkunum hvað það er sem myndlistarmenn eru að fást við í sínu starfi. Þeir segja frá sínu námi, ferlinum og sýna þeim verk. Í ár eru svo bókasöfnin að taka þátt í fyrsta skipti með því að vekja athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti enda er þar að finna mikinn fróðleik.“ Berglind segir að það sé mikið um að listamenn taki þátt í verkefninu. „Það verða opnar vinnustofur á vegum SÍM á nokkrum stöðum í borginni og svo eru líka myndlistarmenn sem eru með sínar vinnustofur utan SÍM með opið fyrir almenningi. Það er hægt að nálgast upplýsingar um það hvar þessar vinnustofur eru inni á vefnum Dagur myndlistar og það er allt mjög aðgengilegt. Það hefur verið vaxandi straumur hjá okkur á síðustu árum en auðvitað er eftirsóttara að kíkja á suma en aðra. Þetta er einstakt tækifæri til þess að geta labbað inn á svona margar vinnustofur og kynna sér nýja og spennandi listamenn. Í kjölfarið á Degi myndlistar verður farið í herferð á vegum SÍM sem kallast Við borgum myndlistarmönnum. Þar er verið að kynna þá staðreynd að myndlistarmenn fá oft ekki greitt fyrir vinnu sína. Ástæðan er oftar en ekki sú að það er enginn skilningur á því hvað felst í þessu starfi. Að auki hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til myndlistarinnar á síðustu árum og það bitnar sérstaklega illa á þeim sem eru ekki að búa til auðseljanleg verk. Bragarbót á þessu hefst með því að veita þekkingu og auka skilning á starfi myndlistarmanna og það er það sem við erum að gera. Og, þar sem fundur Norðurlandaráðs stendur sem hæst þessa dagana, og menn keppast við að stilla sér upp fyrir framan fallegar myndir í sjónvarpsviðtölum, þá vil ég nota tækifærið og skora á þetta góða fólk að bæta nú myndlistarverðlaunum inn í Norrænu verðlaunin. Það er löngu tímabært.“ Myndlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Næstkomandi laugardag stendur SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, fyrir Degi myndlistar sem hefur á undanförnum árum skapað sér veigameiri þátt í listviðburðardagatali landsmanna. Berglind Helgadóttir er verkefnisstjóri Dags myndlistar og hún segir að verkefnið hafi verið fært í fastari skorður árið 2015 og umfangið jafnframt aukið. „Markmiðið með Degi myndlistar er að kynna starf myndlistarmannsins fyrir almenningi og kynna jafnframt hversu fjölbreyttur heimur myndlistarinnar er í raun og veru. Við erum með opnar vinnustofur og skólakynningar þar sem listamenn kynna fyrir krökkunum hvað það er sem myndlistarmenn eru að fást við í sínu starfi. Þeir segja frá sínu námi, ferlinum og sýna þeim verk. Í ár eru svo bókasöfnin að taka þátt í fyrsta skipti með því að vekja athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti enda er þar að finna mikinn fróðleik.“ Berglind segir að það sé mikið um að listamenn taki þátt í verkefninu. „Það verða opnar vinnustofur á vegum SÍM á nokkrum stöðum í borginni og svo eru líka myndlistarmenn sem eru með sínar vinnustofur utan SÍM með opið fyrir almenningi. Það er hægt að nálgast upplýsingar um það hvar þessar vinnustofur eru inni á vefnum Dagur myndlistar og það er allt mjög aðgengilegt. Það hefur verið vaxandi straumur hjá okkur á síðustu árum en auðvitað er eftirsóttara að kíkja á suma en aðra. Þetta er einstakt tækifæri til þess að geta labbað inn á svona margar vinnustofur og kynna sér nýja og spennandi listamenn. Í kjölfarið á Degi myndlistar verður farið í herferð á vegum SÍM sem kallast Við borgum myndlistarmönnum. Þar er verið að kynna þá staðreynd að myndlistarmenn fá oft ekki greitt fyrir vinnu sína. Ástæðan er oftar en ekki sú að það er enginn skilningur á því hvað felst í þessu starfi. Að auki hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til myndlistarinnar á síðustu árum og það bitnar sérstaklega illa á þeim sem eru ekki að búa til auðseljanleg verk. Bragarbót á þessu hefst með því að veita þekkingu og auka skilning á starfi myndlistarmanna og það er það sem við erum að gera. Og, þar sem fundur Norðurlandaráðs stendur sem hæst þessa dagana, og menn keppast við að stilla sér upp fyrir framan fallegar myndir í sjónvarpsviðtölum, þá vil ég nota tækifærið og skora á þetta góða fólk að bæta nú myndlistarverðlaunum inn í Norrænu verðlaunin. Það er löngu tímabært.“
Myndlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira