Brjálað að gera hjá sýslumanni: Opnunartími styttur og unnið myrkrana á milli sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. október 2015 13:00 Tæplega 900 þinglýsingarskjöl komu á borð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í gær. Opnunartími hefur verið styttur tímabundið. vísir/vilhelm Unnið er að því að koma öll í samt horf nú að loknu verkfalli félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Þrefalt fleiri mál eru á borði sýslumanns en á sama tíma í fyrra og var því afráðið að stytta opnunartíma um nokkrar klukkustundir. Þá eru deildir Landspítalans yfirfullar og unnið er að því að vinna niður biðlistana. SFR stéttarfélag, sjúkraliðar og lögreglumenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið aðfaranótt þriðjudags, eftir tveggja vikna samfellda samningalotu í skugga verkfalla. Með því var komist hjá allsherjarverkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær.Þrefalt fleiri þinglýsingar Lokað var hjá embætti sýslumanns frá 15. október vegna verkfallsins. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið hafa verið vel undirbúið, en að stytta þurfi opnunartíma svo hægt verði að vinna úr öllum erindum. Þá hafi starfsfólk unnið myrkanna á milli svo málin komist í eðlilegan farveg. „Ef við tökum þinglýsingarnar þá eru skjöl sem bárust í gær 895 talsins. Það var bara opið til tólf á hádegi. Þetta er náttúrulega gríðarlegur fjöldi, við fáum að meðaltali 250-300 skjöl á dag þannig að þetta er meira en þrefaldur skammtur," segir Þórólfur.Vegabréfaafgreiðsla yfirfull Hann segir að mikið hafi verið að gera í vegabréfaafgreiðslunni, en það megi meðal annars rekja til nýrra reglna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem kveða á um að framlengd vegabréf falli úr gildi eftir tæpan mánuð. „Það voru 346 umsóknir á landinu öllu um ný vegabréf í gær. Þá er fólk að mæta og láta taka myndir af sér og allt sem því tilheyrir. Ég gæti trúað það hafi verið svona 250-300 á höfuðborgarsvæðinu." Þórólfur segir að vel gangi að vinna listana niður og vonast til að opnunartími haldist óbreyttur á morgun. „Vonandi tekst að koma þessu á réttan kjöl á örfáum dögum," segir hann.Einungis brýnum aðgerðum sinnt Þá var hundrað og tuttugu skurðaðgerðum frestað á Landspítalanum fyrstu tíu daga verkfallsins. Einungis bráðum og brýnum aðgerðum var sinnt og eru biðlistar allt að helmingi lengri en á sama tíma í fyrra. Tæplega fjórtán hundruða manns hafa nú beðið lengur en í þrjá mánuði eftir skurðaðgerð á augasteini. Unnið er að því að biðlistana þá niður. Deildir spítalans voru yfirfullar fyrir verkfall en í skýrslu Landspítalans segir að ekki sé hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga. Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Unnið er að því að koma öll í samt horf nú að loknu verkfalli félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Þrefalt fleiri mál eru á borði sýslumanns en á sama tíma í fyrra og var því afráðið að stytta opnunartíma um nokkrar klukkustundir. Þá eru deildir Landspítalans yfirfullar og unnið er að því að vinna niður biðlistana. SFR stéttarfélag, sjúkraliðar og lögreglumenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið aðfaranótt þriðjudags, eftir tveggja vikna samfellda samningalotu í skugga verkfalla. Með því var komist hjá allsherjarverkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær.Þrefalt fleiri þinglýsingar Lokað var hjá embætti sýslumanns frá 15. október vegna verkfallsins. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið hafa verið vel undirbúið, en að stytta þurfi opnunartíma svo hægt verði að vinna úr öllum erindum. Þá hafi starfsfólk unnið myrkanna á milli svo málin komist í eðlilegan farveg. „Ef við tökum þinglýsingarnar þá eru skjöl sem bárust í gær 895 talsins. Það var bara opið til tólf á hádegi. Þetta er náttúrulega gríðarlegur fjöldi, við fáum að meðaltali 250-300 skjöl á dag þannig að þetta er meira en þrefaldur skammtur," segir Þórólfur.Vegabréfaafgreiðsla yfirfull Hann segir að mikið hafi verið að gera í vegabréfaafgreiðslunni, en það megi meðal annars rekja til nýrra reglna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem kveða á um að framlengd vegabréf falli úr gildi eftir tæpan mánuð. „Það voru 346 umsóknir á landinu öllu um ný vegabréf í gær. Þá er fólk að mæta og láta taka myndir af sér og allt sem því tilheyrir. Ég gæti trúað það hafi verið svona 250-300 á höfuðborgarsvæðinu." Þórólfur segir að vel gangi að vinna listana niður og vonast til að opnunartími haldist óbreyttur á morgun. „Vonandi tekst að koma þessu á réttan kjöl á örfáum dögum," segir hann.Einungis brýnum aðgerðum sinnt Þá var hundrað og tuttugu skurðaðgerðum frestað á Landspítalanum fyrstu tíu daga verkfallsins. Einungis bráðum og brýnum aðgerðum var sinnt og eru biðlistar allt að helmingi lengri en á sama tíma í fyrra. Tæplega fjórtán hundruða manns hafa nú beðið lengur en í þrjá mánuði eftir skurðaðgerð á augasteini. Unnið er að því að biðlistana þá niður. Deildir spítalans voru yfirfullar fyrir verkfall en í skýrslu Landspítalans segir að ekki sé hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga.
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira