Veikindi lögreglumanna: „Menn eru bara að gefast upp á skeytingarleysi stjórnvalda“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. október 2015 13:07 Mótmæli lögreglumanna við stjórnarráðið í liðinni viku. Vísir/Pjetur Ástæðu þess að fjöldi lögreglumanna var reiðubúinn að fara á svig við lög og taka þátt í samstöðuveikindum í gær má rekja til áratugalangs skeytingarleysis stjórnvalda gagnvart stéttinni. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna. Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika í gær. Samstöðupestin náði til flestra umdæma en hafði þó mest áhrif á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem loka þurfti lögreglustöðvum. Þessar skærur lögreglumanna vöktu hörð viðbrögð innanríkisráðherra, sem sagði aðgerðirnar vera óviðunandi. Áður hafði fjármálaráðuneytið sagt þær vera ólöglegar.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Svikin loforð og skeytingarleysi Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ástæðu aðgerðanna ekki eingöngu snúast um kjaramál en deila lögreglumanna og ríkisins er í hnút. Hann segir lögreglumenn hafa verið verkfallslausa stétt síðan 1986 og að á þeim tæplega þrjátíu árum hafi stéttin staðið í stappi við ríkið um kjör. „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru,“ segir Snorri. „Í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum.“Sjá einnig: Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið Opinberar tölur sýni að íslenska lögreglan er fáliðuð á sama tíma og álagið eykst. „Lögregla á í erfiðleikum með að ná almennilega utan um glæpaflóruna, ef maður getur notað það orð, sem er í landinu. Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingar- og virðingarleysi stjórnvalda í þeirra garð.“ Að sögn Jóhanns Karls Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjóns var kvöldvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fullmönnuð í gær og hið sama má segja um vaktina í dag. Ekki var hægt að taka á móti öllum kærum í gær og því hvetur Jóhann Karl fólk til að mæta með kærur til lögreglunnar á mánudaginn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Ástæðu þess að fjöldi lögreglumanna var reiðubúinn að fara á svig við lög og taka þátt í samstöðuveikindum í gær má rekja til áratugalangs skeytingarleysis stjórnvalda gagnvart stéttinni. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna. Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika í gær. Samstöðupestin náði til flestra umdæma en hafði þó mest áhrif á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem loka þurfti lögreglustöðvum. Þessar skærur lögreglumanna vöktu hörð viðbrögð innanríkisráðherra, sem sagði aðgerðirnar vera óviðunandi. Áður hafði fjármálaráðuneytið sagt þær vera ólöglegar.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Svikin loforð og skeytingarleysi Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ástæðu aðgerðanna ekki eingöngu snúast um kjaramál en deila lögreglumanna og ríkisins er í hnút. Hann segir lögreglumenn hafa verið verkfallslausa stétt síðan 1986 og að á þeim tæplega þrjátíu árum hafi stéttin staðið í stappi við ríkið um kjör. „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru,“ segir Snorri. „Í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum.“Sjá einnig: Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið Opinberar tölur sýni að íslenska lögreglan er fáliðuð á sama tíma og álagið eykst. „Lögregla á í erfiðleikum með að ná almennilega utan um glæpaflóruna, ef maður getur notað það orð, sem er í landinu. Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingar- og virðingarleysi stjórnvalda í þeirra garð.“ Að sögn Jóhanns Karls Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjóns var kvöldvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fullmönnuð í gær og hið sama má segja um vaktina í dag. Ekki var hægt að taka á móti öllum kærum í gær og því hvetur Jóhann Karl fólk til að mæta með kærur til lögreglunnar á mánudaginn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30
Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32
Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26