Framherjinn Þorsteinn Már Ragnarsson er búinn að skrifa undir hjá sínu gamla félagi, Víkingi frá Ólafsvík.
Þorsteinn er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Víking en hann kemur til félagsins frá KR.
Hann hefur leikið í Vesturbænum undanfarin fjögur ár en lék með Víkingi fimm ár þar á undan.
Þorsteinn er 25 ára gamall og skoraði 43 mörk í 123 leikjum fyrir Víking á sínum tíma.
Hann skoraði fimm mörk í nítján leikjum með KR í sumar en samtals skoraði hann 14 mörk í 67 leikjum með Vesturbæjarfélaginu í efstu deild.
Þorsteinn Már kominn aftur heim

Fleiri fréttir

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
