Bætum stjórnmálin – breytum stjórnarskránni Árni Páll Árnason skrifar 13. október 2015 07:00 Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sérstöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu.Þjóðaratkvæði breytir stjórnmálunum Harkalegustu átök á vettvangi stjórnmálanna hafa snúist um rétt þjóðarinnar til að ráða til lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að Evrópusambandinu og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. Ef við hefðum í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt þjóðarinnar til að kalla umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu væri umgjörð stjórnmálabaráttunnar að þessu leyti betri og myndi skila okkur meiri árangri. Núverandi staða veldur því að við komumst ekki aftur á bak eða áfram og náum hvorki að þróa almennilega fullnægjandi gjaldtöku af auðlindum, né að skapa þeim sem starfa í auðlindagreinum fyrirsjáanleg starfsskilyrði. Og þjóðin er í einstakri stöðu meðal lýðræðisþjóða að eiga ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslur undir geðþótta eins manns, forseta Íslands.Komið að breytingum Eftir áratugaþrætur um þessi tvö sjálfsögðu mál er nú komið að ögurstundu. Allir flokkar hafa einhvern tíma lofað þjóðinni ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðin tjáði skýrt vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá í október 2012. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum næsta sumar, ef stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir að virða skýran þjóðarvilja og standa við gefin fyrirheit. Stjórnmálin hafa hingað til endurspeglað umgjörðina sem um þau er gerð. Á Íslandi hafa ákvæði stjórnarskrárinnar ýtt undir meirihlutaræði og frekjustjórnmál og lamað rétt minnihlutans til málefnalegrar þátttöku í ákvörðunum. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna vísað málum í þjóðaratkvæði. Hér er ræðustóll Alþingis hins vegar eina vörn minnihlutans gegn yfirgangi meirihlutans sem leitt hefur til harkalegra stjórnmálaumhverfis og linnulausrar baráttu um dagskrárvald Alþingis með málþófi og klækjabrögðum.Endurheimtum tiltrú á Alþingi Afleiðingin getur bara verið ein: Minnkandi tiltrú á Alþingi Íslendinga. Sú tiltrú verður ekki endurreist með ræðum fullum af heitstrengingum um að nú bíði betri tíð, heldur með því að breyta í grundvallaratriðum valdajafnvægi á Alþingi og byggja þannig grunn fyrir farsæl stjórnmál þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Minnihlutinn þarf að fá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem nauðsynlegan neyðarhemil og láta þá á móti frá sér réttinn til málþófs og tafaleikja. Við munum öll hagnast á þeirri breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sérstöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu.Þjóðaratkvæði breytir stjórnmálunum Harkalegustu átök á vettvangi stjórnmálanna hafa snúist um rétt þjóðarinnar til að ráða til lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að Evrópusambandinu og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. Ef við hefðum í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt þjóðarinnar til að kalla umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu væri umgjörð stjórnmálabaráttunnar að þessu leyti betri og myndi skila okkur meiri árangri. Núverandi staða veldur því að við komumst ekki aftur á bak eða áfram og náum hvorki að þróa almennilega fullnægjandi gjaldtöku af auðlindum, né að skapa þeim sem starfa í auðlindagreinum fyrirsjáanleg starfsskilyrði. Og þjóðin er í einstakri stöðu meðal lýðræðisþjóða að eiga ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslur undir geðþótta eins manns, forseta Íslands.Komið að breytingum Eftir áratugaþrætur um þessi tvö sjálfsögðu mál er nú komið að ögurstundu. Allir flokkar hafa einhvern tíma lofað þjóðinni ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðin tjáði skýrt vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá í október 2012. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum næsta sumar, ef stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir að virða skýran þjóðarvilja og standa við gefin fyrirheit. Stjórnmálin hafa hingað til endurspeglað umgjörðina sem um þau er gerð. Á Íslandi hafa ákvæði stjórnarskrárinnar ýtt undir meirihlutaræði og frekjustjórnmál og lamað rétt minnihlutans til málefnalegrar þátttöku í ákvörðunum. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna vísað málum í þjóðaratkvæði. Hér er ræðustóll Alþingis hins vegar eina vörn minnihlutans gegn yfirgangi meirihlutans sem leitt hefur til harkalegra stjórnmálaumhverfis og linnulausrar baráttu um dagskrárvald Alþingis með málþófi og klækjabrögðum.Endurheimtum tiltrú á Alþingi Afleiðingin getur bara verið ein: Minnkandi tiltrú á Alþingi Íslendinga. Sú tiltrú verður ekki endurreist með ræðum fullum af heitstrengingum um að nú bíði betri tíð, heldur með því að breyta í grundvallaratriðum valdajafnvægi á Alþingi og byggja þannig grunn fyrir farsæl stjórnmál þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Minnihlutinn þarf að fá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem nauðsynlegan neyðarhemil og láta þá á móti frá sér réttinn til málþófs og tafaleikja. Við munum öll hagnast á þeirri breytingu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun