Bókin er hennar fyrsta verk en í tilkynningu segir að Ragnheiður sæki innblástur í norrænar sögur og evrópskar sagnir og ævintýri.
Arftakinn fjallar um Sögu sem sér hluti sem enginn annar sér. Hún er þó fyrir löngu búin að læra að þegja yfir þeim. Eftir að húshjálpin í kjallaranum hverfur sporlaust og í hennar stað birtist skuggalegur óvættur fær Saga loks skýringu á því hvers vegna hún er öðruvísi en aðrir. En það er skýring sem erfitt er að horfast í augu við og um leið upphafið að ótrúlegu ævintýri.
