Þingmenn vilja að lögreglan hljóti verkfallsrétt á ný Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2015 15:19 Lögreglumenn mótmæla við Stjórnarráðið fyrr í þessum mánuði, en þeir eru afar ósáttir við kjör sín og hvernig miðar í kjaraviðræðum. visir/pjetur Frumvarp hefur verið lagt fram um breytingar á lögum um lögreglulög í þá veru að lögregluþjónar geti farið í verkfall. Það eru þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hörður Ríkharðsson og Helgi Hrafn Gunnarsson sem eru flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarpið gengur út á að lögreglumenn hljóti verkfallsrétt á nýjan leik og í greinargerð kemur fram að slíkt fruvart var fyrst flutt á 144. löggjafarþingi (372. mál) af Eyrúnu Eyþórsdóttur og tveimur þingmönnum öðrum úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Þingmennirnir vilja meina að lögregluþjónar hafi dregist aftur úr í kjörum og það vilja þeir rekja til þeirrar staðreyndar að þeir njóti ekki verkfallsréttar, sem og samanburðarstéttir.Hér má sjá frumvarpið og greinargerðina í heild sinni. „Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar sem sendi út umsagnarbeiðnir vegna þess. Umsagnir bárust frá Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Félagi yfirlögregluþjóna, Landssambandi lögreglumanna, Lögreglufélagi Eyjafjarðar, Lögreglufélagi Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Tollvarðafélagi Íslands. Allar umsagnirnar, átta talsins, voru jákvæðar í garð málsins. Í ljósi þess og að jafnbrýnt er nú og þegar frumvarpið var flutt í fyrsta sinn að lögreglumenn endurheimti rétt sinn til að sækja kjarabætur með verkfalli ef nauðsynlegt reynist er það nú endurflutt óbreytt og með upphaflegri greinargerð sem hér fer á eftir,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn með lögum 1986 með breytingum á þágildandi lögreglulögum. Fram til þess tíma höfðu lögreglumenn rétt til verkfalls líkt og aðrar stéttir innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, reyndar með þeim fyrirvara að skylt var að halda uppi nauðsynlegri öryggisgæslu á meðan á verkfalli stóð. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Frumvarp hefur verið lagt fram um breytingar á lögum um lögreglulög í þá veru að lögregluþjónar geti farið í verkfall. Það eru þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hörður Ríkharðsson og Helgi Hrafn Gunnarsson sem eru flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarpið gengur út á að lögreglumenn hljóti verkfallsrétt á nýjan leik og í greinargerð kemur fram að slíkt fruvart var fyrst flutt á 144. löggjafarþingi (372. mál) af Eyrúnu Eyþórsdóttur og tveimur þingmönnum öðrum úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Þingmennirnir vilja meina að lögregluþjónar hafi dregist aftur úr í kjörum og það vilja þeir rekja til þeirrar staðreyndar að þeir njóti ekki verkfallsréttar, sem og samanburðarstéttir.Hér má sjá frumvarpið og greinargerðina í heild sinni. „Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar sem sendi út umsagnarbeiðnir vegna þess. Umsagnir bárust frá Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Félagi yfirlögregluþjóna, Landssambandi lögreglumanna, Lögreglufélagi Eyjafjarðar, Lögreglufélagi Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Tollvarðafélagi Íslands. Allar umsagnirnar, átta talsins, voru jákvæðar í garð málsins. Í ljósi þess og að jafnbrýnt er nú og þegar frumvarpið var flutt í fyrsta sinn að lögreglumenn endurheimti rétt sinn til að sækja kjarabætur með verkfalli ef nauðsynlegt reynist er það nú endurflutt óbreytt og með upphaflegri greinargerð sem hér fer á eftir,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn með lögum 1986 með breytingum á þágildandi lögreglulögum. Fram til þess tíma höfðu lögreglumenn rétt til verkfalls líkt og aðrar stéttir innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, reyndar með þeim fyrirvara að skylt var að halda uppi nauðsynlegri öryggisgæslu á meðan á verkfalli stóð.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59
„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45