Innlent

Reykjavíkurborg þjónustar 90 hælisleitendur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dagur B. Eggertsson, Ólöf Nordal og Kristín Völundardóttir við undirritun samningsins.
Dagur B. Eggertsson, Ólöf Nordal og Kristín Völundardóttir við undirritun samningsins.
Reykjavíkurborg hefur gert nýjan samning við Útlendingastofnun um þjónustu við hælisleitendur. Í fyrsta skipti mun Reykjavíkurborg þjónusta fjölskyldur úr hópi hælisleitenda.

Samkvæmt samningnum tekur Reykjavíkurborg að sér að veita allt að 90 hælisleitendum þjónustu og búsetuúrræði í senn. Borgin skuldbindur sig ennfremur til að taka bæði við einstaklingum og allt að fimm fjölskyldum en hingað til hefur borgin aðeins tekið á móti einstaklingum.

Velferðasvið borgarinnar um sjá um þjónustu við hælisleitendur en öll börn sem dvelja á vegum Reykjavíkurborgar fá þjónustu í leik- og grunnskólum. Enn fremur hefur Reykjavíkurborg boðist til að taka á móti hópi flóttamanna og bíður borgin eftir svari frá velferðarráðuneytinu varðandi það hvenær af því getur orðið.

Samningurinn var undirritaður í dag af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Kristínu Völundardóttur framkvæmdastjóra Útlendingastofnunar.


Tengdar fréttir

Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla

Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi.

Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn

Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka.

Börn hælisleitenda fá ekki skólavist

Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×