Frá þessu er greint á Twitter-síðu Stjörnumanna, en Grétar hefur spilað með uppeldisfélagi sínu KR síðan 2008.
Grétar hefur á sínum ferli leikið með Víkingi, Val og KR, en hann varðtvívegis orðið Íslandsmeistari með KR, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni bikarmeistari með Val.
Grétar, sem er fæddur árið 1982, kom lítið við sögu hjá KR í ár eftir að vera byrjunarliðsmaður nánast frá því hann gekk í raðir liðsins fyrir sjö árum.
Stjarnan hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar eftir annars dapurt tímabil. Grétar verður í samkeppni um miðvarðarstöðuna við Brynjar Gauta Guðjónsson og Daníel Laxdal.
Stjarnan hefur fengið liðsstyrk. Grétar Sigfinnur er kominn í blátt! #Reynslan #InnMedBoltann #Fotboltinet pic.twitter.com/x86Oj3hAxK
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 15, 2015