„Pabbi neitaði aldrei giggi“ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2015 10:15 „Við Pálmi Hjartarson töluðum fyrst um þessa tónleika fyrir sex árum í heita pottinum í Breiðholtslaug. Nú er komið að þeim,“ segir Tryggvi sem heldur á syninum, Bjarti Rukundo. Vísir/Vilhelm „Við Pálmi Sigurhjartarson töluðum fyrst um þessa tónleika fyrir sex árum, í heita pottinum í Breiðholtslaug. Nú er komið að þeim,“ segir Trausti Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, um tónleika sem haldnir verða í Salnum í kvöld og annað kvöld til að minnast 90 ára afmælis föður hans, Jóns Sigurðssonar, banka- og tónlistarmanns. Jón var afkastamikill laga- og textasmiður. Margt af því sem hann samdi hitti þráðbeint í mark hjá þjóðinni, náði feikna vinsældum þegar það kom út á 6. og 7. áratugnum og hefur lifað. Hann gerði texta við öll sín lög en einnig orti hann við lög annarra eftir pöntunum. Ljóðið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði fyrst vinsælt í kringum 1960 með KK sextetti, er eitt þeirra. Það kann hvert mannsbarn á Íslandi í dag og hefur verið nefnt „hinn nýi þjóðsöngur“. Trausti var í tíu ár með föður sínum í hljómsveit sem lék á böllum úti um alla borg. „Við vorum oft í Hreyfilshúsinu á laugardögum og á Hótel Borg á sunnudögum. Svo fór pabbi í bankann morguninn eftir, alveg sama hversu mikið var að gera í spilamennskunni. Pabbi neitaði aldrei giggi. Ég spurði mömmu einhvern tíma af hverju hann spilaði svona mikið, hann þyrfti þess ekki peninganna vegna, en auðvitað var það hans líf og yndi. Þá sagði hún mér frá þeim dögum, sem ég mundi ekkert eftir, þegar þau áttu varla fyrir salti í grautinn og spilamennskan bjargaði buddunni. Eftir það sagði pabbi aldrei nei.“ Flytjendur á tónleikunum í Salnum segir Trausti ekkert minna en frábæra. „Við erum með Heru Björk Þórhallsdóttur og Þór Breiðfjörð, Jogvan Hansen kemur sérstaklega frá Færeyjum til að syngja. Pálmi Sigurhjartar er tónlistarstjóri og við hinn flygilinn er Ástvaldur Traustason. Við erum með trommuleikara Íslands, Ásgeir Óskarsson, Jón Rafnsson eðalkontrabassaleikara og Harald Gunnlaugsson, gríðargóðan gítarleikara. Einnig koma fram tvær ungar söngkonur, Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og Þórunn Soffía Snæhólm, svo syngur Hjördís Geirs með Heru dóttur sinni Ég bíð við bláan sæ og Gunni og Felix taka tvö lög, Komdu niður og Úti í Hamborg.“ Spurður hvort hann ætli ekkert að spila sjálfur svarar Trausti: „Nei, en ég fæ að syngja eitt lag.“ Tónlist Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
„Við Pálmi Sigurhjartarson töluðum fyrst um þessa tónleika fyrir sex árum, í heita pottinum í Breiðholtslaug. Nú er komið að þeim,“ segir Trausti Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, um tónleika sem haldnir verða í Salnum í kvöld og annað kvöld til að minnast 90 ára afmælis föður hans, Jóns Sigurðssonar, banka- og tónlistarmanns. Jón var afkastamikill laga- og textasmiður. Margt af því sem hann samdi hitti þráðbeint í mark hjá þjóðinni, náði feikna vinsældum þegar það kom út á 6. og 7. áratugnum og hefur lifað. Hann gerði texta við öll sín lög en einnig orti hann við lög annarra eftir pöntunum. Ljóðið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði fyrst vinsælt í kringum 1960 með KK sextetti, er eitt þeirra. Það kann hvert mannsbarn á Íslandi í dag og hefur verið nefnt „hinn nýi þjóðsöngur“. Trausti var í tíu ár með föður sínum í hljómsveit sem lék á böllum úti um alla borg. „Við vorum oft í Hreyfilshúsinu á laugardögum og á Hótel Borg á sunnudögum. Svo fór pabbi í bankann morguninn eftir, alveg sama hversu mikið var að gera í spilamennskunni. Pabbi neitaði aldrei giggi. Ég spurði mömmu einhvern tíma af hverju hann spilaði svona mikið, hann þyrfti þess ekki peninganna vegna, en auðvitað var það hans líf og yndi. Þá sagði hún mér frá þeim dögum, sem ég mundi ekkert eftir, þegar þau áttu varla fyrir salti í grautinn og spilamennskan bjargaði buddunni. Eftir það sagði pabbi aldrei nei.“ Flytjendur á tónleikunum í Salnum segir Trausti ekkert minna en frábæra. „Við erum með Heru Björk Þórhallsdóttur og Þór Breiðfjörð, Jogvan Hansen kemur sérstaklega frá Færeyjum til að syngja. Pálmi Sigurhjartar er tónlistarstjóri og við hinn flygilinn er Ástvaldur Traustason. Við erum með trommuleikara Íslands, Ásgeir Óskarsson, Jón Rafnsson eðalkontrabassaleikara og Harald Gunnlaugsson, gríðargóðan gítarleikara. Einnig koma fram tvær ungar söngkonur, Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og Þórunn Soffía Snæhólm, svo syngur Hjördís Geirs með Heru dóttur sinni Ég bíð við bláan sæ og Gunni og Felix taka tvö lög, Komdu niður og Úti í Hamborg.“ Spurður hvort hann ætli ekkert að spila sjálfur svarar Trausti: „Nei, en ég fæ að syngja eitt lag.“
Tónlist Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira