Túristar farnir að bjóða í verk gömlu meistaranna Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2015 10:53 Jóhann Hansen og verk eftir Ásgrím Jónsson (1876-1968) - Þingvallabærinn frá 1906. Verðmat 2.500.000 - 3.000.000. Gallerí Fold efnir til annars listaverkauppboðs haustsins næsta mánudag. Að sögn Jóhanns Ágústs Hansen hjá Fold eru nú óvenjumargar myndir eftir Karólínu Lárusdóttur sem verða boðnar upp, vatnslitaverk og olíuverk. „Þá eru verk eftir Eirík Smith á uppboðinu, Hafstein Austmann og nokkur eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Hring Jóhannesson. Einnig má nefna málverk eftir Hallgrím Helgason, Gunnellu, Þuríði Sigurðardóttur og Huldu Vilhjálmsdóttur, módelmynd eftir Sigurbjörn Jónsson og gott úrval af verkum eftir Tolla.“ Það verk sem metið er verðmætast að þessu sinni er eftir Ásgrím Jónsson og er það metið á 2,5 til 3 milljónir. Jóhann Ágúst segir að athygli hafi vakið, á síðasta uppboði, að dýrasta verkið keyptu erlendir ferðamenn. „Parið hafði sótt sýningu á Kjarvalsstöðum fyrr um daginn og hrifist af gamla meistaranum. Starfsfólk safnsins benti þeim á að hugsanlega væru einhver verk til sölu í Gallerí Fold. Rétt áður en uppboðið hófst duttu þau inn og fengu að skoða verkin sem átti að fara að bjóða upp og féllu fyrir stóru Kjarvalsverki. Þau sátu svo allt uppboðið og buðu í verkið með hjálp starfsmanns Gallerís Foldar og hrepptu hnossið.“Óvenjumargar myndir eftir Karólínu Lárusdóttur sem verða boðnar upp.En, aftur að því úrvali sem finna má á uppboðinu nú. Ein mynd eftir Dieter Roth, þrykk, verður boðin upp en það telst alltaf til tíðinda. Þá eru nokkrar myndir eftir Kristján Davíðsson, frá ýmsum tímum ferilsins og verk eftir Braga Ásgeirsson og Georg Guðna. Þá er geometra eftir Valtý Pétursson er einnig meðal uppboðsverka. „Af verkum gömlu meistaranna kennir ýmissa grasa,“ segir Jóhann. „Alls verða fimm verk eftir Kjarval boðin upp, landslagsverk en einnig fullveldisplatti frá 1918. Þrjú verk eftir Gunnlaug Blöndal, hafnarmynd frá Reykjavík, módelmynd og portrett. Tvær olíumyndir verða boðnar upp eftir Jón Stefánsson, sjálfsmynd og Esjumynd. Ennfremur verk eftir Þórarin B. Þorláksson, málað í Hvammssveit. Elsta verkið á uppboðinu er verkið Frá Hvammi í Hvammssveit eftir Þórarinn B. Þorláksson frá 1904.“ Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Gallerí Fold efnir til annars listaverkauppboðs haustsins næsta mánudag. Að sögn Jóhanns Ágústs Hansen hjá Fold eru nú óvenjumargar myndir eftir Karólínu Lárusdóttur sem verða boðnar upp, vatnslitaverk og olíuverk. „Þá eru verk eftir Eirík Smith á uppboðinu, Hafstein Austmann og nokkur eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Hring Jóhannesson. Einnig má nefna málverk eftir Hallgrím Helgason, Gunnellu, Þuríði Sigurðardóttur og Huldu Vilhjálmsdóttur, módelmynd eftir Sigurbjörn Jónsson og gott úrval af verkum eftir Tolla.“ Það verk sem metið er verðmætast að þessu sinni er eftir Ásgrím Jónsson og er það metið á 2,5 til 3 milljónir. Jóhann Ágúst segir að athygli hafi vakið, á síðasta uppboði, að dýrasta verkið keyptu erlendir ferðamenn. „Parið hafði sótt sýningu á Kjarvalsstöðum fyrr um daginn og hrifist af gamla meistaranum. Starfsfólk safnsins benti þeim á að hugsanlega væru einhver verk til sölu í Gallerí Fold. Rétt áður en uppboðið hófst duttu þau inn og fengu að skoða verkin sem átti að fara að bjóða upp og féllu fyrir stóru Kjarvalsverki. Þau sátu svo allt uppboðið og buðu í verkið með hjálp starfsmanns Gallerís Foldar og hrepptu hnossið.“Óvenjumargar myndir eftir Karólínu Lárusdóttur sem verða boðnar upp.En, aftur að því úrvali sem finna má á uppboðinu nú. Ein mynd eftir Dieter Roth, þrykk, verður boðin upp en það telst alltaf til tíðinda. Þá eru nokkrar myndir eftir Kristján Davíðsson, frá ýmsum tímum ferilsins og verk eftir Braga Ásgeirsson og Georg Guðna. Þá er geometra eftir Valtý Pétursson er einnig meðal uppboðsverka. „Af verkum gömlu meistaranna kennir ýmissa grasa,“ segir Jóhann. „Alls verða fimm verk eftir Kjarval boðin upp, landslagsverk en einnig fullveldisplatti frá 1918. Þrjú verk eftir Gunnlaug Blöndal, hafnarmynd frá Reykjavík, módelmynd og portrett. Tvær olíumyndir verða boðnar upp eftir Jón Stefánsson, sjálfsmynd og Esjumynd. Ennfremur verk eftir Þórarin B. Þorláksson, málað í Hvammssveit. Elsta verkið á uppboðinu er verkið Frá Hvammi í Hvammssveit eftir Þórarinn B. Þorláksson frá 1904.“
Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira