Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 79-68 | Annar sigur Stólanna Ísak Óli Traustason skrifar 18. október 2015 22:30 Vísir/Vilhelm Tindastóll hafði betur gegn Stjörnunni á heimavelli sínum í kvöld og hefur því unnið báða leiki sína til þessa á leiktíðinni, þrátt fyrir að Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill sé ekki enn kominn með leikheimild. Stólarnir byrjuðu leikinn af krafti og voru með fjórtán stiga forystu í hálfleik, 41-27. Stjörnumenn náðu aldrei að ógna forystu heimamanna í síðari hálfleik að verulegu leyti. Darrel Lewis hélt uppteknum hætti eftir frábæran leik gegn ÍR á fimmtudaginn og var stigahæstur hjá Tindastóli með 23 stig. Justin Shouse og Al'lonzo Coleman skoruðu 22 stig hvor fyrir Stjörnuna en sá síðarnefndi var einnig með þrettán fráköst. Síkið var þéttsetið og stemmningin góð að vanda þegar fyrsti heimaleikur tímabilsins fór fram á Sauðárkróki. Darrel Lewis skoraði fyrstu stig heimamanna sem að leiddu allan leikinn í kvöld og unnu að lokum nokkuð sannfærandi sigur. Hálfleikstölur voru 42-27 fyrir Tindastól og gekk gestunum erfiðlega að skora. Pieti þjálfari Stólanna skipti mikið og voru átta leikmenn liðsins komnir á blað í hálfleik. Hinn síungi Darrel Lewis var kominn með 16 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar í fyrri hálfleik og heldur uppteknum hætti eftir stórleik gegn ÍR í fyrstu umferðinni. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir Stólanna og komu þeir muninum mest upp í tuttugu stig en Stjörnumenn, sem að eltu allan leikinn, náðu að minnka muninn niður í sex stig. Stólarnir svöruðu fyrir sig með þremur þriggja stiga körfum í röð - tveimur frá Helga Frey Margeirssyni og einni frá Arnþóri Guðmundssyni. Munurinn var skyndilega kominn upp í fimmtán stig og þá var ekki aftur snúið. Bestur í liði Tindastóls var Darrel Lewis með 23 stig en Tindastóll fékk framlag frá mörgum leikmönnum og komust tíu leikmenn liðsins á blað í kvöld. Bestir hjá Stjörnunni voru Al’lonzo Coleman með 22 stig og 13 fráköst og Justin Shouse með 22 stig og 9 fráköst. Aðrir lykilmenn áttu ekki nógu góðan dag og voru þessir tveir að draga vagninn fyrir Stjörnuna. Góður liðssigur Stólanna því staðreynd en þeir gáfu 22 stoðsendingar á móti 8 hjá Stjörnunni. Tindastóll hafa því sigrað báða leiki sína í upphafi móts á meðan að Stjörnumenn náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Íslandsmeisturum KR í fyrstu umferðinni.Hrafn: Komum eins og skíthælar í þennan leik Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir leikinn og gagnrýndi sína menn fyrir frammistöðuna í kvöld. „Þetta var erfiður leikur eins og við mátti búast,“ sagði Hrafn við Vísi. „Það er ákveðinn tregi sem kemur upp hjá manni því gerðum það nákvæmlega sama eftir sigurinn í bikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili. Ég sagði eftir leikinn á föstudag að sigurinn á KR hefði ekki verið neinn draumasigur. Við vorum ekkert að sigra heiminn með því að vinna fyrsta heimaleik okkar á tímabilinu.“ „Aftur gerum við þetta og við komum inn í þennan leik eins og skíthælar. Við vitum vel að þeir voru án bandaríska leikmannsins síns en við mætum til leiks eins og aumingjar.“ „Ég er ekki viss um að ég geti sagt að þetta sé einhver lexía sem við getum lært af því þetta hefur ítrekað endurtekið sig og það fer í taugarnar á mér.“ Hrafn var ósáttur við sóknarleik sinna manna. „Þetta er liðsíþrótt og maður fer ekki langt á því að gefa aðeins átta stoðsendingar allan leikinn. Tindastóll lætur boltann vinna vel fyrir sig og þeim tókst það vel.“Poikola: Við erum að taka framförum Pieti Poikola, þjálfari Tindastóls, var ánægður með frammistöðu sinna manna og fyrsta leik sinn í Síkinu. „Það eru forréttindi að spila hér og andrúmsloftið í þessu húsi er magnað. Stuðningsmennirnir eru frábærir,“ sagði finnski þjálfarinn. „Við erum að taka framförum og leikmenn eru duglegir. En þetta tekur allt sinn tíma og aðalatriðið er að vera þolinmóðir og halda áfram að vera duglegir.“ Poikola sagði að það hefði litlu munað að bandaríski leikmaðurinn Jerome Hill hefði fengið leikheimild fyrir leikinn. „Það munaði 40 mínútum að hann gæti spilað í dag en hann hefur náð tveimur æfingum. Það skiptir ekki máli og mér væri sama þótt hann gæti ekki spilað næsta leik því við erum með flottan hóp af íslenskum leikmönnum.“Tindastóll-Stjarnan 79-68 (20-14, 21-13, 15-18, 23-23)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 23/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 11/5 fráköst, Darrell Flake 10/8 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 8/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 6/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Viðar Ágústsson 1.Stjarnan: Justin Shouse 22/9 fráköst, Al'lonzo Coleman 22/13 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10, Ágúst Angantýsson 8, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Tindastóll hafði betur gegn Stjörnunni á heimavelli sínum í kvöld og hefur því unnið báða leiki sína til þessa á leiktíðinni, þrátt fyrir að Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill sé ekki enn kominn með leikheimild. Stólarnir byrjuðu leikinn af krafti og voru með fjórtán stiga forystu í hálfleik, 41-27. Stjörnumenn náðu aldrei að ógna forystu heimamanna í síðari hálfleik að verulegu leyti. Darrel Lewis hélt uppteknum hætti eftir frábæran leik gegn ÍR á fimmtudaginn og var stigahæstur hjá Tindastóli með 23 stig. Justin Shouse og Al'lonzo Coleman skoruðu 22 stig hvor fyrir Stjörnuna en sá síðarnefndi var einnig með þrettán fráköst. Síkið var þéttsetið og stemmningin góð að vanda þegar fyrsti heimaleikur tímabilsins fór fram á Sauðárkróki. Darrel Lewis skoraði fyrstu stig heimamanna sem að leiddu allan leikinn í kvöld og unnu að lokum nokkuð sannfærandi sigur. Hálfleikstölur voru 42-27 fyrir Tindastól og gekk gestunum erfiðlega að skora. Pieti þjálfari Stólanna skipti mikið og voru átta leikmenn liðsins komnir á blað í hálfleik. Hinn síungi Darrel Lewis var kominn með 16 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar í fyrri hálfleik og heldur uppteknum hætti eftir stórleik gegn ÍR í fyrstu umferðinni. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir Stólanna og komu þeir muninum mest upp í tuttugu stig en Stjörnumenn, sem að eltu allan leikinn, náðu að minnka muninn niður í sex stig. Stólarnir svöruðu fyrir sig með þremur þriggja stiga körfum í röð - tveimur frá Helga Frey Margeirssyni og einni frá Arnþóri Guðmundssyni. Munurinn var skyndilega kominn upp í fimmtán stig og þá var ekki aftur snúið. Bestur í liði Tindastóls var Darrel Lewis með 23 stig en Tindastóll fékk framlag frá mörgum leikmönnum og komust tíu leikmenn liðsins á blað í kvöld. Bestir hjá Stjörnunni voru Al’lonzo Coleman með 22 stig og 13 fráköst og Justin Shouse með 22 stig og 9 fráköst. Aðrir lykilmenn áttu ekki nógu góðan dag og voru þessir tveir að draga vagninn fyrir Stjörnuna. Góður liðssigur Stólanna því staðreynd en þeir gáfu 22 stoðsendingar á móti 8 hjá Stjörnunni. Tindastóll hafa því sigrað báða leiki sína í upphafi móts á meðan að Stjörnumenn náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Íslandsmeisturum KR í fyrstu umferðinni.Hrafn: Komum eins og skíthælar í þennan leik Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir leikinn og gagnrýndi sína menn fyrir frammistöðuna í kvöld. „Þetta var erfiður leikur eins og við mátti búast,“ sagði Hrafn við Vísi. „Það er ákveðinn tregi sem kemur upp hjá manni því gerðum það nákvæmlega sama eftir sigurinn í bikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili. Ég sagði eftir leikinn á föstudag að sigurinn á KR hefði ekki verið neinn draumasigur. Við vorum ekkert að sigra heiminn með því að vinna fyrsta heimaleik okkar á tímabilinu.“ „Aftur gerum við þetta og við komum inn í þennan leik eins og skíthælar. Við vitum vel að þeir voru án bandaríska leikmannsins síns en við mætum til leiks eins og aumingjar.“ „Ég er ekki viss um að ég geti sagt að þetta sé einhver lexía sem við getum lært af því þetta hefur ítrekað endurtekið sig og það fer í taugarnar á mér.“ Hrafn var ósáttur við sóknarleik sinna manna. „Þetta er liðsíþrótt og maður fer ekki langt á því að gefa aðeins átta stoðsendingar allan leikinn. Tindastóll lætur boltann vinna vel fyrir sig og þeim tókst það vel.“Poikola: Við erum að taka framförum Pieti Poikola, þjálfari Tindastóls, var ánægður með frammistöðu sinna manna og fyrsta leik sinn í Síkinu. „Það eru forréttindi að spila hér og andrúmsloftið í þessu húsi er magnað. Stuðningsmennirnir eru frábærir,“ sagði finnski þjálfarinn. „Við erum að taka framförum og leikmenn eru duglegir. En þetta tekur allt sinn tíma og aðalatriðið er að vera þolinmóðir og halda áfram að vera duglegir.“ Poikola sagði að það hefði litlu munað að bandaríski leikmaðurinn Jerome Hill hefði fengið leikheimild fyrir leikinn. „Það munaði 40 mínútum að hann gæti spilað í dag en hann hefur náð tveimur æfingum. Það skiptir ekki máli og mér væri sama þótt hann gæti ekki spilað næsta leik því við erum með flottan hóp af íslenskum leikmönnum.“Tindastóll-Stjarnan 79-68 (20-14, 21-13, 15-18, 23-23)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 23/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 11/5 fráköst, Darrell Flake 10/8 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 8/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 6/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Viðar Ágústsson 1.Stjarnan: Justin Shouse 22/9 fráköst, Al'lonzo Coleman 22/13 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10, Ágúst Angantýsson 8, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn