Umfjöllun og viðtöl: FSu - ÍR 81-91 | ÍR vann þrátt fyrir meiðsli Mitchell Bjarmi Skarphéðinsson skrifar 18. október 2015 23:00 Vísir/Vilhelm ÍR sótti góðan sigur á Selfoss þegar þeir unnu FSu í 2. umferð Domino's-deildar karla í kvöld. FSu byrjaði leikinn betur en gestirnir vöknuðu til lífsins og komu sér þægilega inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks. Jontahan Mitchell var sterkur í liði gestana og nýtti sér vel veikleika FSu inn í teignum góða. Mikið var flautað í Iðu í kvöld og leikurinn komst ekki í mikið flæði og staðan í hálfleik 36-37 fyrir ÍR. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir gestina og náðu þeir fljótlega að koma sér 7 stigum yfir. FSu kom sterkt til baka og jafnaði leikinn og var það að miklu leyti Chris Caird að þakka sem var áberandi í þriðja leikhluta. FSu leiddu leikinn fyrir lokahlutann, 65-63. Jafnt var framan af 4.leikhluta en ÍR var þó skrefinu á undan. Jonathan Mitchell fór meiddur af velli þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum en það virtist þétta raðir ÍR-inga sem siglu heim góðum sigri 81-91 undir styrkri stjórn frá Sveinbirni Claasen sem var frábær í seinni hálfleik.Olsen: Spiluðum ekki sem lið „Við spiluðum ekki sem lið í kvöld og það vantaði hjartað í þetta hjá okkur,“ sagði vonsvikinn Erik Olson, þjálfari FSu, eftir tap hans manna fyrir ÍR í Iðu í kvöld. FSu virtist aldrei komast almennilega í gang í leiknum og voru stirðir í sóknarleik sínum. Þá fór vörn liðsins að leka illa í fjórða leikhluta. „Við byrjðum á því að spila góða vörn og náðum að halda aftur af þeim. En þegar það lá mest við að stöðva þá virtumst við algjörlega missa ákafann í varnarleik okkar.“ Nýliðar FSu hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en Olson hefur ekki áhyggjur af því. „Við vissum að við þyrftum að læra á hverja aðra og nýjar aðstæður. Við erum þó vonsviknir þar sem að okkur fannst að við áttum góðan möguleika á að vinna báða þessa leiki.“FSu-ÍR 81-91 (15-18, 21-19, 29-26, 16-28)FSu: Cristopher Caird 24/7 fráköst, Christopher Anderson 20/9 fráköst, Maciej Klimaszewski 10/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 10/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 8/6 stoðsendingar, Birkir Víðisson 4, Gunnar Ingi Harðarson 3/7 fráköst, Arnþór Tryggvason 2.ÍR: Jonathan Mitchell 23/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20, Sveinbjörn Claessen 17/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14, Kristján Pétur Andrésson 7/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 2.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
ÍR sótti góðan sigur á Selfoss þegar þeir unnu FSu í 2. umferð Domino's-deildar karla í kvöld. FSu byrjaði leikinn betur en gestirnir vöknuðu til lífsins og komu sér þægilega inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks. Jontahan Mitchell var sterkur í liði gestana og nýtti sér vel veikleika FSu inn í teignum góða. Mikið var flautað í Iðu í kvöld og leikurinn komst ekki í mikið flæði og staðan í hálfleik 36-37 fyrir ÍR. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir gestina og náðu þeir fljótlega að koma sér 7 stigum yfir. FSu kom sterkt til baka og jafnaði leikinn og var það að miklu leyti Chris Caird að þakka sem var áberandi í þriðja leikhluta. FSu leiddu leikinn fyrir lokahlutann, 65-63. Jafnt var framan af 4.leikhluta en ÍR var þó skrefinu á undan. Jonathan Mitchell fór meiddur af velli þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum en það virtist þétta raðir ÍR-inga sem siglu heim góðum sigri 81-91 undir styrkri stjórn frá Sveinbirni Claasen sem var frábær í seinni hálfleik.Olsen: Spiluðum ekki sem lið „Við spiluðum ekki sem lið í kvöld og það vantaði hjartað í þetta hjá okkur,“ sagði vonsvikinn Erik Olson, þjálfari FSu, eftir tap hans manna fyrir ÍR í Iðu í kvöld. FSu virtist aldrei komast almennilega í gang í leiknum og voru stirðir í sóknarleik sínum. Þá fór vörn liðsins að leka illa í fjórða leikhluta. „Við byrjðum á því að spila góða vörn og náðum að halda aftur af þeim. En þegar það lá mest við að stöðva þá virtumst við algjörlega missa ákafann í varnarleik okkar.“ Nýliðar FSu hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en Olson hefur ekki áhyggjur af því. „Við vissum að við þyrftum að læra á hverja aðra og nýjar aðstæður. Við erum þó vonsviknir þar sem að okkur fannst að við áttum góðan möguleika á að vinna báða þessa leiki.“FSu-ÍR 81-91 (15-18, 21-19, 29-26, 16-28)FSu: Cristopher Caird 24/7 fráköst, Christopher Anderson 20/9 fráköst, Maciej Klimaszewski 10/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 10/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 8/6 stoðsendingar, Birkir Víðisson 4, Gunnar Ingi Harðarson 3/7 fráköst, Arnþór Tryggvason 2.ÍR: Jonathan Mitchell 23/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20, Sveinbjörn Claessen 17/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14, Kristján Pétur Andrésson 7/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 2.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira