Íslendingar áfram með æði fyrir iPhonesímum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2015 08:00 Rose Gold liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum. nordicphotos/getty Nýjasta útgáfa iPhone síma, iPhone 6S, kom til landsins þann 9. október og hefur fyrsta söluvika hans hefur gengið gríðarlega vel að sögn farsímaseljenda hér á landi sem Fréttablaðið ræddi við. Forsalan gekk einnig mjög vel hjá fyrirtækjum sem stunduðu hana. Nokkrir Íslendingar voru svo spenntir að næla sér í nýjasta símann að fimmtán símar sem iSíminn bauð til sölu tveimur vikum fyrir almenna sölu, gegn 25 þúsund króna aukagjaldi, seldust upp á tveimur dögum. Fyrstu upplögin seldust hratt upp hjá mörgum, meðal annars hjá Macland og Nova. „Salan hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur vægast sagt. Ég skynja að um 20 prósenta aukning sé á sölu í fyrstu vikunni milli ára,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore. Fyrsta upplagið hafi svo til selst upp. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, tekur undir með Sigurði að salan á 6S hafi gengið gríðarlega vel hjá þeim. „Þegar nýjungar koma frá Apple er eftirspurn alltaf mikil, það er raunverulega alltaf umframeftirspurn fyrstu dagana,“ segir Liv. Hún segir að salan hafi verið mjög góð hjá Nova, hins vegar sé hún ekki alveg jafn mikil og á iPhone 6. „Þegar iPhone 5 og 6 komu á markað var mikil breyting á tækjunum en aðeins minni breyting frá 5 í 5S og 6 í 6s,“ segir Liv. Sigurður Stefán Flygenring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs Macland, segir að upphafssalan hafi verið rosalega fín miðað við að um sé að ræða S-tæki. „Það hefur oft verið minni áhugi á S-tækjum en hinum, en það er mikill áhugi á 6S,“ segir Sigurður Stefán. Svo virðist sem meiri eftirspurn sé eftir stærri símum. Símarnir í 64 GB stærð hafa verið langvinsælastir hjá Macland og iStore. Einnig hefur verið meiri áhugi á 6S plus en á 6 plus í upphafssölu. „Ég finn mikinn mun á plus sölunni í byrjun. Þegar 6 plus kom fyrir ári síðan fannst fólki það of stórt. Fólk treysti sér ekki alveg í plúsinn og fór þetta eina skref á milli í iPhone 6 en svo var mikið um það að fólk seldi sexurnar sínar til að fara yfir í 6 plus og seinni hlutann af þessu iPhone 6 ári þá voru jafnvel fleiri að kaupa 6 plus en 6,“ segir Sigurður. Íslendingar virðast enn sækja mikið í nýjungar. Nýjasti liturinn, bleikur Rose gold, nýtur mikilla vinsælda. Liv segir bleika símann þann langvinsælasta hjá Nova. Sigurður tekur undir með Liv. „Við áttum ekki nóg af Rose gold litnum, annars hefði ég verið búinn að selja helmingi meira, við erum núna með langan biðlista eftir honum,“ segir Sigurður. Space gray nýtur einnig áframhaldandi vinsælda. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir Space gray 64 GB áfram vera hvað vinsælastan hjá Vodafone. Sigurður Stefán segir Space gray einnig áfram vinsælastan hjá Macland. Tækni Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
Nýjasta útgáfa iPhone síma, iPhone 6S, kom til landsins þann 9. október og hefur fyrsta söluvika hans hefur gengið gríðarlega vel að sögn farsímaseljenda hér á landi sem Fréttablaðið ræddi við. Forsalan gekk einnig mjög vel hjá fyrirtækjum sem stunduðu hana. Nokkrir Íslendingar voru svo spenntir að næla sér í nýjasta símann að fimmtán símar sem iSíminn bauð til sölu tveimur vikum fyrir almenna sölu, gegn 25 þúsund króna aukagjaldi, seldust upp á tveimur dögum. Fyrstu upplögin seldust hratt upp hjá mörgum, meðal annars hjá Macland og Nova. „Salan hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur vægast sagt. Ég skynja að um 20 prósenta aukning sé á sölu í fyrstu vikunni milli ára,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore. Fyrsta upplagið hafi svo til selst upp. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, tekur undir með Sigurði að salan á 6S hafi gengið gríðarlega vel hjá þeim. „Þegar nýjungar koma frá Apple er eftirspurn alltaf mikil, það er raunverulega alltaf umframeftirspurn fyrstu dagana,“ segir Liv. Hún segir að salan hafi verið mjög góð hjá Nova, hins vegar sé hún ekki alveg jafn mikil og á iPhone 6. „Þegar iPhone 5 og 6 komu á markað var mikil breyting á tækjunum en aðeins minni breyting frá 5 í 5S og 6 í 6s,“ segir Liv. Sigurður Stefán Flygenring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs Macland, segir að upphafssalan hafi verið rosalega fín miðað við að um sé að ræða S-tæki. „Það hefur oft verið minni áhugi á S-tækjum en hinum, en það er mikill áhugi á 6S,“ segir Sigurður Stefán. Svo virðist sem meiri eftirspurn sé eftir stærri símum. Símarnir í 64 GB stærð hafa verið langvinsælastir hjá Macland og iStore. Einnig hefur verið meiri áhugi á 6S plus en á 6 plus í upphafssölu. „Ég finn mikinn mun á plus sölunni í byrjun. Þegar 6 plus kom fyrir ári síðan fannst fólki það of stórt. Fólk treysti sér ekki alveg í plúsinn og fór þetta eina skref á milli í iPhone 6 en svo var mikið um það að fólk seldi sexurnar sínar til að fara yfir í 6 plus og seinni hlutann af þessu iPhone 6 ári þá voru jafnvel fleiri að kaupa 6 plus en 6,“ segir Sigurður. Íslendingar virðast enn sækja mikið í nýjungar. Nýjasti liturinn, bleikur Rose gold, nýtur mikilla vinsælda. Liv segir bleika símann þann langvinsælasta hjá Nova. Sigurður tekur undir með Liv. „Við áttum ekki nóg af Rose gold litnum, annars hefði ég verið búinn að selja helmingi meira, við erum núna með langan biðlista eftir honum,“ segir Sigurður. Space gray nýtur einnig áframhaldandi vinsælda. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir Space gray 64 GB áfram vera hvað vinsælastan hjá Vodafone. Sigurður Stefán segir Space gray einnig áfram vinsælastan hjá Macland.
Tækni Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira