Opið bréf til félags- og húsnæðismálaráðherra Ellen Calmon skrifar 19. október 2015 07:00 Við hjá Öryrkjabandalagi Íslands höfum ítrekað lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu einstaklinga sem búa við skertar greiðslur almannatrygginga vegna fyrri búsetu erlendis. Þessir einstaklingar fá aðeins hlutfall af lífeyri almannatrygginga og oftast engar greiðslur erlendis frá. Því þurfa þeir að reiða sig á heildartekjur sem eru langt undir öllum tekjuviðmiðum, þar með talið framfærsluviðmiðum skv. lögum um félagslega aðstoð. Á árinu 2012 voru 33 örorkulífeyrisþegar með heildartekjur undir 80.000 kr. Við teljum að á þessu vandamáli þurfi að taka með heildstæðum hætti, en hér er lögð til lausn á brýnasta vanda þessa hóps. Um er að ræða aðgerð sem hægt er að framkvæma strax þrátt fyrir að enn sé unnið að endurskoðun almannatrygginga. Við teljum þörf á tafarlausu inngripi stjórnvalda. Ætlað að tryggja skilgreinda lágmarksframfærsluLög nr. 99/2007 um félagslega aðstoð hafa meðal annars það hlutverk að tryggja að heildartekjur lífeyrisþega séu ekki undir ákveðnum skilgreindum framfærsluviðmiðum, en fyrir árið 2015 eru þessi viðmið kr. 193.962 án heimilisuppbótar og kr. 225.070 með heimilisuppbót. Sérstök framfærsluuppbót er greidd til lífeyrisþega með heildartekjur undir ofangreindum framfærsluviðmiðum til þess að heildartekjur þeirra nái þessum viðmiðum. Í svari þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn um lágmarksframfærslu segir að með lögfestingu ákvæðis um sérstaka uppbót til framfærslu væri öllum lífeyrisþegum tryggð samkvæmt lögum ákveðin lágmarksfjárhæð til framfærslu á mánuði. Skv. frétt á heimasíðu TR, dags. 13.9.2012, var það gert sökum þess að það var „mat manna að bótaflokkar almannatryggingakerfisins nægðu ekki til framfærslu lífeyrisþega?…“. Framkvæmd ákvæðisins hefur þó verið með þeim hætti að sérstök uppbót til framfærslu lífeyrisþega hefur verið skert á grundvelli fyrri búsetu erlendis með sama hætti og aðrir bótaflokkar, þvert gegn tilgangi þess. Búsetuskerðing sérstakrar framfærsluuppbótar byggir einungis á reglugerðarákvæði. Peningarnir eru tilVið samanburð á fjárlögum ársins 2014, þar sem áætlaðar voru 2.687,6 milljónir króna fyrir liðinn „sérstök uppbót lífeyrisþega“, og svo útgjöldum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) vegna liðarins, má sjá að TR nýtti einungis 2.196 milljónir króna. Því var fjárlagaliðurinn ekki að fullu nýttur þrátt fyrir augljósa þörf þeirra sem málið varðar. Eftir stóðu 491,6 milljónir sem hefði klárlega mátt nýta í þeirra þágu. Leið til lausnarÞað er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja öllum viðunandi lífskjör. Leiðin til lausnar er í sjálfu sér mjög einföld. Hún felur í sér að lögunum verði aftur beitt í samræmi við tilgang þeirra og að umrætt reglugerðarákvæði (3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009) verði fellt úr gildi. Umrædd lausn leysir vanda einstaklinga sem búa við afar bág kjör vegna lágra tekna. Ráðherra er hér með hvattur til þess að taka af skarið í þessu máli og bæta úr þessu fyrir aðra umræðu fjárlaga 2016. Nú stendur ÖBÍ fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Tryggjum öllum jafnan rétt og skrifum undir á www.obi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Öryrkjabandalagi Íslands höfum ítrekað lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu einstaklinga sem búa við skertar greiðslur almannatrygginga vegna fyrri búsetu erlendis. Þessir einstaklingar fá aðeins hlutfall af lífeyri almannatrygginga og oftast engar greiðslur erlendis frá. Því þurfa þeir að reiða sig á heildartekjur sem eru langt undir öllum tekjuviðmiðum, þar með talið framfærsluviðmiðum skv. lögum um félagslega aðstoð. Á árinu 2012 voru 33 örorkulífeyrisþegar með heildartekjur undir 80.000 kr. Við teljum að á þessu vandamáli þurfi að taka með heildstæðum hætti, en hér er lögð til lausn á brýnasta vanda þessa hóps. Um er að ræða aðgerð sem hægt er að framkvæma strax þrátt fyrir að enn sé unnið að endurskoðun almannatrygginga. Við teljum þörf á tafarlausu inngripi stjórnvalda. Ætlað að tryggja skilgreinda lágmarksframfærsluLög nr. 99/2007 um félagslega aðstoð hafa meðal annars það hlutverk að tryggja að heildartekjur lífeyrisþega séu ekki undir ákveðnum skilgreindum framfærsluviðmiðum, en fyrir árið 2015 eru þessi viðmið kr. 193.962 án heimilisuppbótar og kr. 225.070 með heimilisuppbót. Sérstök framfærsluuppbót er greidd til lífeyrisþega með heildartekjur undir ofangreindum framfærsluviðmiðum til þess að heildartekjur þeirra nái þessum viðmiðum. Í svari þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn um lágmarksframfærslu segir að með lögfestingu ákvæðis um sérstaka uppbót til framfærslu væri öllum lífeyrisþegum tryggð samkvæmt lögum ákveðin lágmarksfjárhæð til framfærslu á mánuði. Skv. frétt á heimasíðu TR, dags. 13.9.2012, var það gert sökum þess að það var „mat manna að bótaflokkar almannatryggingakerfisins nægðu ekki til framfærslu lífeyrisþega?…“. Framkvæmd ákvæðisins hefur þó verið með þeim hætti að sérstök uppbót til framfærslu lífeyrisþega hefur verið skert á grundvelli fyrri búsetu erlendis með sama hætti og aðrir bótaflokkar, þvert gegn tilgangi þess. Búsetuskerðing sérstakrar framfærsluuppbótar byggir einungis á reglugerðarákvæði. Peningarnir eru tilVið samanburð á fjárlögum ársins 2014, þar sem áætlaðar voru 2.687,6 milljónir króna fyrir liðinn „sérstök uppbót lífeyrisþega“, og svo útgjöldum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) vegna liðarins, má sjá að TR nýtti einungis 2.196 milljónir króna. Því var fjárlagaliðurinn ekki að fullu nýttur þrátt fyrir augljósa þörf þeirra sem málið varðar. Eftir stóðu 491,6 milljónir sem hefði klárlega mátt nýta í þeirra þágu. Leið til lausnarÞað er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja öllum viðunandi lífskjör. Leiðin til lausnar er í sjálfu sér mjög einföld. Hún felur í sér að lögunum verði aftur beitt í samræmi við tilgang þeirra og að umrætt reglugerðarákvæði (3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009) verði fellt úr gildi. Umrædd lausn leysir vanda einstaklinga sem búa við afar bág kjör vegna lágra tekna. Ráðherra er hér með hvattur til þess að taka af skarið í þessu máli og bæta úr þessu fyrir aðra umræðu fjárlaga 2016. Nú stendur ÖBÍ fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Tryggjum öllum jafnan rétt og skrifum undir á www.obi.is.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar