Ekki vænlegt til árangurs að taka teikniblokkina með ofan í laugina Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. október 2015 10:00 Hér má sjá Rán með nokkrar af teikningunum sem verða til sýnis. Vísir/Stefán Í dag opnar teiknarinn Rán Flygenring sýningu í Spark design space þar sem hún sýnir afrakstur liðins sumars, um 150 teikningar sem hún vann á ferð um landið. Viðfangsefni margra teikninganna er sund- og baðmenning á Íslandi. „Þetta eru skissur og smásögur héðan og þaðan. Svona stemningsmyndir með fókus á bað- og sundmenningu,“ segir Rán. Við tilefnið verður einnig sýnd stutt heimildarmynd eftir kvikmyndagerðarmanninn Sebastian Ziegler um tilurð verkefnisins. „Verkefnið svona sprettur upp úr því að ég fer mikið í sund,“ segir hún og hlær. „Sundið er svo íslenskt og mikið af efni sem er hægt að vinna með. Hvernig maður á að gera þetta allt saman. Þetta er hreyfing, það þarf að þrífa sig og svo er sundlaugin líka einhvers konar staður til að hittast og spjalla.“ Teikningarnar vann Rán flestar á bakka sund- og náttúrulauga enda ekki sérlega vænlegt til árangurs að hætta sér ofan í með teikniblokkina. „Það er svona eins og þegar maður missir brauðsneið þá dettur hún alltaf á hliðina þar sem áleggið er. Þegar maður fer ofan í með teiknibók þá endar það bara á einn veg,“ segir hún og hlær.Sýningin verður opnuð í Spark design space á Klapparstíg í dag klukkan 17.00. Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag opnar teiknarinn Rán Flygenring sýningu í Spark design space þar sem hún sýnir afrakstur liðins sumars, um 150 teikningar sem hún vann á ferð um landið. Viðfangsefni margra teikninganna er sund- og baðmenning á Íslandi. „Þetta eru skissur og smásögur héðan og þaðan. Svona stemningsmyndir með fókus á bað- og sundmenningu,“ segir Rán. Við tilefnið verður einnig sýnd stutt heimildarmynd eftir kvikmyndagerðarmanninn Sebastian Ziegler um tilurð verkefnisins. „Verkefnið svona sprettur upp úr því að ég fer mikið í sund,“ segir hún og hlær. „Sundið er svo íslenskt og mikið af efni sem er hægt að vinna með. Hvernig maður á að gera þetta allt saman. Þetta er hreyfing, það þarf að þrífa sig og svo er sundlaugin líka einhvers konar staður til að hittast og spjalla.“ Teikningarnar vann Rán flestar á bakka sund- og náttúrulauga enda ekki sérlega vænlegt til árangurs að hætta sér ofan í með teikniblokkina. „Það er svona eins og þegar maður missir brauðsneið þá dettur hún alltaf á hliðina þar sem áleggið er. Þegar maður fer ofan í með teiknibók þá endar það bara á einn veg,“ segir hún og hlær.Sýningin verður opnuð í Spark design space á Klapparstíg í dag klukkan 17.00.
Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira