UFC 192: Hvað gerir Gustafsson gegn nýja meistaranum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. október 2015 22:00 Cormier og Gustafsson í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 192 fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætir léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier Svíanum Alexander Gustafsson í spennandi viðureign. Daniel Cormier er nýkrýndur léttþungavigtarmeistari UFC eftir að hann sigraði Anthony Johnson í maí. Þeir Johnson og Cormier mættust um beltið eftir að léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones var sviptur titlinum. Í fyrstu titilvörn Cormier mætir hann Alexander Gustafsson. Sú ákvörðun að gefa Alexander Gustafsson titilbardaga var harðlega gagnrýnd þar sem Gustafsson tapaði sínum síðasta bardaga gegn fyrrnefndum Johnson. Þrátt fyrir gagnrýnina gæti Gustafsson verið með réttu vopnin í vopnabúrinu til að taka nýja beltið hans Cormier. Gustafsson er með gott box en einnig með framúrskarandi felluvörn sem mun skipta miklu máli í kvöld. Það mun mæða mikið á felluvörn Gustafsson enda er Cormier einn allra besti glímumaður sem stigið hefur fæti í UFC búrið. Cormier komst tvisvar á Ólympíuleikana í frjálsri glímu og náði fjórða sætinu í annað skiptið.Sjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Gustafsson tókst að stöðva fellur Jon Jones á sínum tíma er þeir börðust um titilinn og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson kom gríðarlega á óvart gegn Jones og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson tapaði fyrir Jones en tekst honum að gera betur gegn nýja meistaranum Cormier? Það verða fimm bardagar á dagskrá í kvöld. Bardagi Johny Hendricks og Tyron Woodley átti að fara fram í kvöld en var aflýst í gær eins og kom fram á vef MMA Frétta. Í stað Hendricks og Woodley var bardagi Ali Bagautinov og Joseph Benavidez færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins. Bein útsending frá UFC 192 hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Alexander GustafssonLéttþungavigt: Rashad Evans gegn Ryan BaderÞungavigt: Shawn Jordan gegn Ruslan MagomedovFluguvigt: Joseph Benavidez gegn Ali BagautinovBantamvigt kvenna: Jessica Eye gegn Julianna Peña MMA Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
UFC 192 fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætir léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier Svíanum Alexander Gustafsson í spennandi viðureign. Daniel Cormier er nýkrýndur léttþungavigtarmeistari UFC eftir að hann sigraði Anthony Johnson í maí. Þeir Johnson og Cormier mættust um beltið eftir að léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones var sviptur titlinum. Í fyrstu titilvörn Cormier mætir hann Alexander Gustafsson. Sú ákvörðun að gefa Alexander Gustafsson titilbardaga var harðlega gagnrýnd þar sem Gustafsson tapaði sínum síðasta bardaga gegn fyrrnefndum Johnson. Þrátt fyrir gagnrýnina gæti Gustafsson verið með réttu vopnin í vopnabúrinu til að taka nýja beltið hans Cormier. Gustafsson er með gott box en einnig með framúrskarandi felluvörn sem mun skipta miklu máli í kvöld. Það mun mæða mikið á felluvörn Gustafsson enda er Cormier einn allra besti glímumaður sem stigið hefur fæti í UFC búrið. Cormier komst tvisvar á Ólympíuleikana í frjálsri glímu og náði fjórða sætinu í annað skiptið.Sjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Gustafsson tókst að stöðva fellur Jon Jones á sínum tíma er þeir börðust um titilinn og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson kom gríðarlega á óvart gegn Jones og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson tapaði fyrir Jones en tekst honum að gera betur gegn nýja meistaranum Cormier? Það verða fimm bardagar á dagskrá í kvöld. Bardagi Johny Hendricks og Tyron Woodley átti að fara fram í kvöld en var aflýst í gær eins og kom fram á vef MMA Frétta. Í stað Hendricks og Woodley var bardagi Ali Bagautinov og Joseph Benavidez færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins. Bein útsending frá UFC 192 hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Alexander GustafssonLéttþungavigt: Rashad Evans gegn Ryan BaderÞungavigt: Shawn Jordan gegn Ruslan MagomedovFluguvigt: Joseph Benavidez gegn Ali BagautinovBantamvigt kvenna: Jessica Eye gegn Julianna Peña
MMA Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira