Litríkt og skemmtilegt hjá dj. flugvél og geimskip Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. október 2015 10:00 Vísir/Vilhelm Í íbúðinni sem er opin og björt kennir svo sannnarlega ýmissa grasa en þar má meðal annars reka augun í tvo ketti, verðlaunafisk, fjölda listaverka og skemmtilega skrautmuni sem koma hvaðanæva. Einnig er talsverður fjöldi af fjölbreyttum pottaplöntum í íbúðinni sem skapa skemmtilega safarístemningu og Steinunn hefur skrifað niður nokkra af sínum uppáhaldshlutum á lítinn miða sem hún fer yfir á meðan hún röltir um íbúðina og tekur til við að segja frá sínum uppáhaldshlutum og uppáhaldsstað. Á miðju stofugólfinu er stór hringlaga rauð motta. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn. Hér er hægt að gera jógaæfingar á morgnana og ýmislegt,“ segir hún og bætir við að mottan sé einnig vinsæl í partíum. „Ég held mig stundum á mottunni.“ „Á útgáfutónleikunum mínum bað ég alla um að mæta með heimagerða fiska. Einn gaurinn kom með þennan fisk og hann fékk verðlaun. Mér fannst hans svo geðveikt flottur. Þetta er pomeranian-fiskur og ég elska pomeranian-hunda,“ segir Steinunn og tekur skýrt fram að fiskurinn sé hennar allra mesti uppáhaldshlutur. Barinn er smíðaður af listamanninum Helga Þórssyni og stendur í stofunni. „Stundum erum við með reykvél hjá honum og þá kemur eins og vitaljós úr toppnum á honum.“Brúnn handsmíðaður hundur geymir vítamín húsráðenda en hann keypti Steinunn í Kolaportinu. „Hann er svo skemmtilegur á svipinn og geymir alltaf vítamínin. Konan sem seldi mér hann stakk upp á að það væri hægt að geyma síróp eða vítamín í honum.“„Ég fékk gítarinn í jólagjöf frá Þráni vini mínum og ég tek hann alltaf með mér hvert sem ég fer af því að ef það er einhvers staðar ekki gaman að vera eða einhver er ekki í góðu skapi þá er fólk komið í gott skap eftir svona tvær mínútur þegar maður spilar á hann,“ segir Steinunn á meðan hún spilar nokkra vel valda tóna. Hús og heimili Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Í íbúðinni sem er opin og björt kennir svo sannnarlega ýmissa grasa en þar má meðal annars reka augun í tvo ketti, verðlaunafisk, fjölda listaverka og skemmtilega skrautmuni sem koma hvaðanæva. Einnig er talsverður fjöldi af fjölbreyttum pottaplöntum í íbúðinni sem skapa skemmtilega safarístemningu og Steinunn hefur skrifað niður nokkra af sínum uppáhaldshlutum á lítinn miða sem hún fer yfir á meðan hún röltir um íbúðina og tekur til við að segja frá sínum uppáhaldshlutum og uppáhaldsstað. Á miðju stofugólfinu er stór hringlaga rauð motta. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn. Hér er hægt að gera jógaæfingar á morgnana og ýmislegt,“ segir hún og bætir við að mottan sé einnig vinsæl í partíum. „Ég held mig stundum á mottunni.“ „Á útgáfutónleikunum mínum bað ég alla um að mæta með heimagerða fiska. Einn gaurinn kom með þennan fisk og hann fékk verðlaun. Mér fannst hans svo geðveikt flottur. Þetta er pomeranian-fiskur og ég elska pomeranian-hunda,“ segir Steinunn og tekur skýrt fram að fiskurinn sé hennar allra mesti uppáhaldshlutur. Barinn er smíðaður af listamanninum Helga Þórssyni og stendur í stofunni. „Stundum erum við með reykvél hjá honum og þá kemur eins og vitaljós úr toppnum á honum.“Brúnn handsmíðaður hundur geymir vítamín húsráðenda en hann keypti Steinunn í Kolaportinu. „Hann er svo skemmtilegur á svipinn og geymir alltaf vítamínin. Konan sem seldi mér hann stakk upp á að það væri hægt að geyma síróp eða vítamín í honum.“„Ég fékk gítarinn í jólagjöf frá Þráni vini mínum og ég tek hann alltaf með mér hvert sem ég fer af því að ef það er einhvers staðar ekki gaman að vera eða einhver er ekki í góðu skapi þá er fólk komið í gott skap eftir svona tvær mínútur þegar maður spilar á hann,“ segir Steinunn á meðan hún spilar nokkra vel valda tóna.
Hús og heimili Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira