Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við hinn 25 árs gamla Marquise Simmons, kraftframherja frá Bandaríkjunum, um að leika með liðinu í Dominos-deildinni í vetur.
Simmons lék með Aris Leeuwarden í hollensku DBL-deildinni á síðasta tímabili þar sem hann var með 16,3 stig og 8 fráköst í leik. Hann lék um tíma með St. Bonaventure-skólanum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Njarðvík þurfti að finna nýjan Kana eftir að í ljós kom að Stefan Bonneau hefði slitið hásin en málið vakti töluverða athygli.
Var talið að hann hefði jafnvel komið meiddur til landsins en þrátt fyrir það vilja Njarðvíkingar halda honum hér á landi í vetur á meðan bataferlinu stendur yfir.
Frétt Stöðvar 2 í kvöld um málið má sjá hér fyrir ofan.
Njarðvík fær Kana úr hollensku deildinni
Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn



Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti



„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“
Íslenski boltinn

United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn