Leysum bráðavandann Skúli Helgason skrifar 6. október 2015 07:00 Framúrskarandi tónlistarlíf á Íslandi byggir ekki síst á öflugu starfi tónlistarskólanna. Því er mikið áhyggjuefni að rekstur nokkurra rótgróinna tónlistarskóla í borginni er afar tvísýnn og hefur nú einn skóli þegar sagt upp öllum sínum starfsmönnum. Í mínum huga er eina raunhæfa lausnin sú að ríki og Reykjavíkurborg með atbeina Sambands íslenskra sveitarfélaga taki höndum saman um að leysa bráðavanda tónlistarskólanna og setjist svo niður með þeim og móti sjálfbært skipulag tónlistarnáms til framtíðar. Slíkt samkomulag um bráðavandann var í burðarliðnum í vor og fól í sér tillögu í tólf liðum þar sem Reykjavíkurborg var tilbúin að leggja fram 90 milljónir, 30 milljónir áttu að koma úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með lagabreytingu sem Alþingi samþykkti 30. júní sl. og svo átti ríkið að leggja fram 60 milljónir. Fulltrúar mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra áttu aðild að þeirri vinnu sem fæddi af sér samkomulagsdrögin. Borgaryfirvöld unnu minnisblað um málið um miðjan júní sem átti að leggja fyrir ríkisstjórn í sumar. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki staðið við sinn hluta, án þess að skýringar hafi verið gefnar og málið er því í uppnámi. Stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ályktað að gerður verði nýr samningur milli ríkis og sveitarfélaga á sama grunni og lagður var 2011 þar sem ríkið fjármagnaði framhaldsnám í hljóðfæraleik og mið- og framhaldsnám í söng. Reykjavíkurborg er tilbúin að leggja fram sinn hluta strax ef ríkið kemur á móti og það má engan tíma missa ef ekki á illa að fara fyrir þeim tónlistarskólum sem verst standa. Nú er mikilvægt að leggja til hliðar í bili áralanga deilu um ábyrgðarskil ríkis og sveitarfélaga enda er sú deila nú til meðferðar í dómskerfinu. Ríkið verður hins vegar að taka þátt í því með sveitarfélögunum að leysa bráðavandann svo tryggja megi áframhaldandi öflugt tónlistarnám í borginni til framtíðar. Stjórnvöld verða að sýna ábyrgð gagnvart þeim nemendum, foreldrum og kennurum sem treysta á farsæla lausn málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Framúrskarandi tónlistarlíf á Íslandi byggir ekki síst á öflugu starfi tónlistarskólanna. Því er mikið áhyggjuefni að rekstur nokkurra rótgróinna tónlistarskóla í borginni er afar tvísýnn og hefur nú einn skóli þegar sagt upp öllum sínum starfsmönnum. Í mínum huga er eina raunhæfa lausnin sú að ríki og Reykjavíkurborg með atbeina Sambands íslenskra sveitarfélaga taki höndum saman um að leysa bráðavanda tónlistarskólanna og setjist svo niður með þeim og móti sjálfbært skipulag tónlistarnáms til framtíðar. Slíkt samkomulag um bráðavandann var í burðarliðnum í vor og fól í sér tillögu í tólf liðum þar sem Reykjavíkurborg var tilbúin að leggja fram 90 milljónir, 30 milljónir áttu að koma úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með lagabreytingu sem Alþingi samþykkti 30. júní sl. og svo átti ríkið að leggja fram 60 milljónir. Fulltrúar mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra áttu aðild að þeirri vinnu sem fæddi af sér samkomulagsdrögin. Borgaryfirvöld unnu minnisblað um málið um miðjan júní sem átti að leggja fyrir ríkisstjórn í sumar. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki staðið við sinn hluta, án þess að skýringar hafi verið gefnar og málið er því í uppnámi. Stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ályktað að gerður verði nýr samningur milli ríkis og sveitarfélaga á sama grunni og lagður var 2011 þar sem ríkið fjármagnaði framhaldsnám í hljóðfæraleik og mið- og framhaldsnám í söng. Reykjavíkurborg er tilbúin að leggja fram sinn hluta strax ef ríkið kemur á móti og það má engan tíma missa ef ekki á illa að fara fyrir þeim tónlistarskólum sem verst standa. Nú er mikilvægt að leggja til hliðar í bili áralanga deilu um ábyrgðarskil ríkis og sveitarfélaga enda er sú deila nú til meðferðar í dómskerfinu. Ríkið verður hins vegar að taka þátt í því með sveitarfélögunum að leysa bráðavandann svo tryggja megi áframhaldandi öflugt tónlistarnám í borginni til framtíðar. Stjórnvöld verða að sýna ábyrgð gagnvart þeim nemendum, foreldrum og kennurum sem treysta á farsæla lausn málsins.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun