Slitnaði upp úr viðræðum SALEK-hópsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2015 12:10 Lögreglumenn eru ein þeirra stétta sem nú berjast fyrir bættum kjörum. vísir/pjetur SALEK-hópurinn svokallaði fundaði í gær um stöðuna á vinnumarkaði en upp úr viðræðunum slitnaði í gærkvöldi. Hópurinn er samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga en í honum sitja ríkissáttasemjari og fulltrúar samtaka á vinnumarkaði, bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfinga. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins stóðu vonir „til þess að samkomulag næðist sem stuðlaði að varanlegri aukningu kaupmáttar launafólks og kæmi í veg fyrir að verðbólga fari úr böndum í kjölfar mikilla launahækkana á almennum og opinberum vinnumarkaði á árinu.“ Í tilkynningu SA segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum þar sem heildarsamtök opinberra starfsmanna hafi ekki treyst sér til „að vinna áfram saman á þeim grundvelli sem var til umræðu. Hætta er því á að umsamdar kauphækkanir muni á endanum einungis skila mikilli verðbólgu, lækkun gengis krónunnar, hærri verðtryggðum skuldum og hærri vöxtum sem eru nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndunum.“ Haft er eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að það valdi miklum vonbrigðum að slitnað hafi upp úr viðræðunum. „Það má öllum vera ljóst að grafalvarleg staða blasir við í efnahagsmálum ef ekki tekst að koma böndum á þær miklu launahækkanir sem hafa verið á vinnumarkaðnum undanfarna mánuði, eins og skýrt kemur fram í niðurstöðu hagfræðinga allra samtakanna sem tekið hafa þátt í vinnu SALEK-hópsins. Haldi stéttarfélög opinberra starfsmanna áfram að halda á lofti kröfum um sérstakar launahækkanir umfram það sem samið hefur verið um á almennum markaði munu allir tapa . Það er sameiginleg ábyrgð allra samningsaðila að ná skynsamlegri niðurstöðu til að forða efnahagslegu stórslysi sem að óbreyttu stefnir í.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hækkun á móti skertum lífeyri Samræming lífeyrisréttinda blandast í áætlanir um upptöku nýs vinnumarkaðslíkans að norrænni fyrirmynd. 3. október 2015 09:00 Lífeyrir og kjaraþróun koma í veg fyrir sátt Fulltrúar í svonefndum SALEK-hópi eru sammála um ágæti þess að taka hér upp samningafyrirkomulag að norrænni fyrirmynd. Til að feta sig inn í þá mynd þurfi að stöðva það höfrungahlaup sem í gangi sé á vinnumarkaði. 1. október 2015 07:00 Fundur í dag hjá ríki og BSRB Draga kann til tíðinda í deilu þriggja stærstu félaga BRSB við ríkið á fundi í dag. Undirritun fyrirliggjandi samnings við SGS og Flóans var frestað. Nái BSRB-félögin ekki samningi hefjast verkföll í næstu viku. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
SALEK-hópurinn svokallaði fundaði í gær um stöðuna á vinnumarkaði en upp úr viðræðunum slitnaði í gærkvöldi. Hópurinn er samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga en í honum sitja ríkissáttasemjari og fulltrúar samtaka á vinnumarkaði, bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfinga. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins stóðu vonir „til þess að samkomulag næðist sem stuðlaði að varanlegri aukningu kaupmáttar launafólks og kæmi í veg fyrir að verðbólga fari úr böndum í kjölfar mikilla launahækkana á almennum og opinberum vinnumarkaði á árinu.“ Í tilkynningu SA segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum þar sem heildarsamtök opinberra starfsmanna hafi ekki treyst sér til „að vinna áfram saman á þeim grundvelli sem var til umræðu. Hætta er því á að umsamdar kauphækkanir muni á endanum einungis skila mikilli verðbólgu, lækkun gengis krónunnar, hærri verðtryggðum skuldum og hærri vöxtum sem eru nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndunum.“ Haft er eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að það valdi miklum vonbrigðum að slitnað hafi upp úr viðræðunum. „Það má öllum vera ljóst að grafalvarleg staða blasir við í efnahagsmálum ef ekki tekst að koma böndum á þær miklu launahækkanir sem hafa verið á vinnumarkaðnum undanfarna mánuði, eins og skýrt kemur fram í niðurstöðu hagfræðinga allra samtakanna sem tekið hafa þátt í vinnu SALEK-hópsins. Haldi stéttarfélög opinberra starfsmanna áfram að halda á lofti kröfum um sérstakar launahækkanir umfram það sem samið hefur verið um á almennum markaði munu allir tapa . Það er sameiginleg ábyrgð allra samningsaðila að ná skynsamlegri niðurstöðu til að forða efnahagslegu stórslysi sem að óbreyttu stefnir í.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hækkun á móti skertum lífeyri Samræming lífeyrisréttinda blandast í áætlanir um upptöku nýs vinnumarkaðslíkans að norrænni fyrirmynd. 3. október 2015 09:00 Lífeyrir og kjaraþróun koma í veg fyrir sátt Fulltrúar í svonefndum SALEK-hópi eru sammála um ágæti þess að taka hér upp samningafyrirkomulag að norrænni fyrirmynd. Til að feta sig inn í þá mynd þurfi að stöðva það höfrungahlaup sem í gangi sé á vinnumarkaði. 1. október 2015 07:00 Fundur í dag hjá ríki og BSRB Draga kann til tíðinda í deilu þriggja stærstu félaga BRSB við ríkið á fundi í dag. Undirritun fyrirliggjandi samnings við SGS og Flóans var frestað. Nái BSRB-félögin ekki samningi hefjast verkföll í næstu viku. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Hækkun á móti skertum lífeyri Samræming lífeyrisréttinda blandast í áætlanir um upptöku nýs vinnumarkaðslíkans að norrænni fyrirmynd. 3. október 2015 09:00
Lífeyrir og kjaraþróun koma í veg fyrir sátt Fulltrúar í svonefndum SALEK-hópi eru sammála um ágæti þess að taka hér upp samningafyrirkomulag að norrænni fyrirmynd. Til að feta sig inn í þá mynd þurfi að stöðva það höfrungahlaup sem í gangi sé á vinnumarkaði. 1. október 2015 07:00
Fundur í dag hjá ríki og BSRB Draga kann til tíðinda í deilu þriggja stærstu félaga BRSB við ríkið á fundi í dag. Undirritun fyrirliggjandi samnings við SGS og Flóans var frestað. Nái BSRB-félögin ekki samningi hefjast verkföll í næstu viku. 6. október 2015 07:00