Loðin svör um hælisleitendur Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Evrópa stendur frammi fyrir mesta fjölda flóttafólks frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Daglega berast okkur fréttir af fjölda fólks á vergangi og yfirfullum flóttamannabúðum í löndunum sunnar í álfunni. Andspænis þessum vanda hafa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, rætt um að skipta niður á sig flóttafólki til að jafna byrðarnar. Í ljósi alls þessa skaut skökku við þegar fregnir bárust af því að Útlendingastofnun væri að vísa hælisleitendum frá Sýrlandi aftur til meginlandsins. Þess vegna spurði ég Ólöfu Norðdal innanríkisráðherra þann 17. september sl. á Alþingi hvort hún teldi ekki rétt að hætta við núverandi aðstæður að senda fólk úr landi með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Minnti ég einnig á að Dyflinnarreglugerðin felur aðeins í sér heimild til að senda hælisleitendur til baka til fyrri viðkomustaðar en alls enga skyldu, eins og stundum er þó látið í veðri vaka. Tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar á að vera að allir hælisleitendur fái meðferð síns máls í einu landi – en ekki að vera skálkaskjól afskekktra landa álfunnar til að firra sig allri ábyrgð. Ekki var ráðherra sammála mér í þessu efni en sagði þó skýrt að Íslendingar sendu ekki hælisleitendur til baka til Grikklands, Ungverjalands og Ítalíu vegna aðstæðna í þeim löndum. Sú yfirlýsing var ágæt eins langt og hún náði. Í síðustu viku bárust hins vegar af því fréttir að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð Útlendingastofnunar, undirstofnunar ráðherrans, um að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekkert hafi verið að marka orð ráðherrans á Alþingi þann 17. september? Má ætla að ef þessi umræða hefði ekki átt sér stað í þinginu væri Útlendingastofnun nú, í kyrrþey, að senda fólk unnvörpum í óviðunandi aðstæður á Ítalíu? Og jafnframt, finnst nokkrum vera heil brú í því að íslensk stjórnvöld sendi hælisleitendur til lands sem þegar er yfirfullt af flóttamönnum en séu á sama tíma að leita leiða til að létta á þeim vanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Evrópa stendur frammi fyrir mesta fjölda flóttafólks frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Daglega berast okkur fréttir af fjölda fólks á vergangi og yfirfullum flóttamannabúðum í löndunum sunnar í álfunni. Andspænis þessum vanda hafa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, rætt um að skipta niður á sig flóttafólki til að jafna byrðarnar. Í ljósi alls þessa skaut skökku við þegar fregnir bárust af því að Útlendingastofnun væri að vísa hælisleitendum frá Sýrlandi aftur til meginlandsins. Þess vegna spurði ég Ólöfu Norðdal innanríkisráðherra þann 17. september sl. á Alþingi hvort hún teldi ekki rétt að hætta við núverandi aðstæður að senda fólk úr landi með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Minnti ég einnig á að Dyflinnarreglugerðin felur aðeins í sér heimild til að senda hælisleitendur til baka til fyrri viðkomustaðar en alls enga skyldu, eins og stundum er þó látið í veðri vaka. Tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar á að vera að allir hælisleitendur fái meðferð síns máls í einu landi – en ekki að vera skálkaskjól afskekktra landa álfunnar til að firra sig allri ábyrgð. Ekki var ráðherra sammála mér í þessu efni en sagði þó skýrt að Íslendingar sendu ekki hælisleitendur til baka til Grikklands, Ungverjalands og Ítalíu vegna aðstæðna í þeim löndum. Sú yfirlýsing var ágæt eins langt og hún náði. Í síðustu viku bárust hins vegar af því fréttir að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð Útlendingastofnunar, undirstofnunar ráðherrans, um að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekkert hafi verið að marka orð ráðherrans á Alþingi þann 17. september? Má ætla að ef þessi umræða hefði ekki átt sér stað í þinginu væri Útlendingastofnun nú, í kyrrþey, að senda fólk unnvörpum í óviðunandi aðstæður á Ítalíu? Og jafnframt, finnst nokkrum vera heil brú í því að íslensk stjórnvöld sendi hælisleitendur til lands sem þegar er yfirfullt af flóttamönnum en séu á sama tíma að leita leiða til að létta á þeim vanda?
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun