Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. október 2015 11:36 Illugi Gunnarsson. „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu,“ svaraði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann var spurður hver greiddi fyrir veiðiferð hans í Vatnsdalsá í fyrrasumar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, spurði Illuga í óundirbúnum fyrirspurnatíma, á hvaða vegum ráðherra var í Kína fyrr í ár, hver greiddi veiðileyfi hans í Vatnsárdal í fyrra og hver séu tengsl ráðherra við Orku Energy.Stundin fjallaði um veiðiferð Illuga í apríl síðastliðnum. Þar var rætt við Pétur Pétursson, leigutaka Vatnsdalsár, sem sagðist í samtali við Stundina ekki muna betur en Illugi hefði sjálfur greitt fyrir veiðileyfið. „Það er ljúft og skylt og svara þessu,“ sagði Illugi. Hann sagði tildrög ferðarinnar í Kína vera þau að á undanförnum misserum og árum hefur fjöldi kínverskra ráðamanna sem starfa á því sviði, sem fellur undir ráðuneytið, verið hér á landi í vinnuheimsóknum. „Síðan barst boð til ráðuneytisins frá kínverskum stjórnvöldum um það að þessar vinnuheimsóknir yrðu endurgoldnar. Skipuð var sendinefnd. Í henna, ásamt mér sem ráðherra, áttu sæti embættismenn úr ráðuneytinu, þrír rektorar háskóla, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, ásamt forstöðumanni Rannís. Fundað var með fjölda ráðherra og vararáðherra, forstöðumönnum vísindastofnana og háskólastofnana annarra sem endurspegla samsetningu þessarar sendinefndar.“ Hann sagði það vera rétt að fulltrúar frá Orku Energy hefðu verið í Peking á sama tíma. „Eins líka fulltrúar frá fyrirtækinu Marel. Síðan er það svo virðulegi forseti að fleiri spurningar hafa komið sem mér gefst þá kannski tækifæri að ræða síðar, til dæmis eins og varðandi veiðiferð í Vatnsdalsá og kostnað við hennar og vil ég þá segja við hæstvirtan þingmann að ég hef kvittun fyrir minni greiðslu.“Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.VísirÁsta hafði áður spurt Illuga um stöðu hans gagnvart frumvarpi sem hún hefur lagt fram um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Hún sagði frumvarpið hafa verið lagt fram í ýmsum myndum undanfarin þrjátíu ár og eigi sér fyrirmynd í norskum, dönskum og sænskum lögum. „Þar sem er verið að binda skyldu ráðherra til að segja satt og rétt frá og veita upplýsingar til Alþingis,“ sagði Ásta sem bætti við að erfitt væri fyrir þing að taka upplýstar ákvarðanir ef ekki væri hægt að treysta á að ráðherra veitti rétt og sönn svör. „Þess vegna langar mig að spyrja hver er afstaða hans til sannleiks og upplýsinga skyldu ráðherra.“ Illugi sagði þessari spurningu auðsvarað. „Ég lít svo á að þessi regla sé í gildi hér og hafi alla tíð verið að á ráðherrum hvíli sú skylda að segja þinginu satt og rétt frá í öllu því sem til þeirra er bent. Þannig einmitt að sá tilgangur sem háttvirtur þingmaður nefnir hér að þegar kemur til úrlausnarefna hér á þinginu að þær upplýsingar sem að þingmenn fá frá framkvæmdarvaldinu, að menn geti gengið að því að þær séu traustar og réttar. Nákvæmlega hvernig um þetta er búið í lögum síðan er ábyggilega til umhugsunar og skoðunar en ég hef litið svo á að sú regla sé til staðar nú þegar.“ Alþingi Tengdar fréttir Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00 Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu,“ svaraði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann var spurður hver greiddi fyrir veiðiferð hans í Vatnsdalsá í fyrrasumar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, spurði Illuga í óundirbúnum fyrirspurnatíma, á hvaða vegum ráðherra var í Kína fyrr í ár, hver greiddi veiðileyfi hans í Vatnsárdal í fyrra og hver séu tengsl ráðherra við Orku Energy.Stundin fjallaði um veiðiferð Illuga í apríl síðastliðnum. Þar var rætt við Pétur Pétursson, leigutaka Vatnsdalsár, sem sagðist í samtali við Stundina ekki muna betur en Illugi hefði sjálfur greitt fyrir veiðileyfið. „Það er ljúft og skylt og svara þessu,“ sagði Illugi. Hann sagði tildrög ferðarinnar í Kína vera þau að á undanförnum misserum og árum hefur fjöldi kínverskra ráðamanna sem starfa á því sviði, sem fellur undir ráðuneytið, verið hér á landi í vinnuheimsóknum. „Síðan barst boð til ráðuneytisins frá kínverskum stjórnvöldum um það að þessar vinnuheimsóknir yrðu endurgoldnar. Skipuð var sendinefnd. Í henna, ásamt mér sem ráðherra, áttu sæti embættismenn úr ráðuneytinu, þrír rektorar háskóla, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, ásamt forstöðumanni Rannís. Fundað var með fjölda ráðherra og vararáðherra, forstöðumönnum vísindastofnana og háskólastofnana annarra sem endurspegla samsetningu þessarar sendinefndar.“ Hann sagði það vera rétt að fulltrúar frá Orku Energy hefðu verið í Peking á sama tíma. „Eins líka fulltrúar frá fyrirtækinu Marel. Síðan er það svo virðulegi forseti að fleiri spurningar hafa komið sem mér gefst þá kannski tækifæri að ræða síðar, til dæmis eins og varðandi veiðiferð í Vatnsdalsá og kostnað við hennar og vil ég þá segja við hæstvirtan þingmann að ég hef kvittun fyrir minni greiðslu.“Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.VísirÁsta hafði áður spurt Illuga um stöðu hans gagnvart frumvarpi sem hún hefur lagt fram um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Hún sagði frumvarpið hafa verið lagt fram í ýmsum myndum undanfarin þrjátíu ár og eigi sér fyrirmynd í norskum, dönskum og sænskum lögum. „Þar sem er verið að binda skyldu ráðherra til að segja satt og rétt frá og veita upplýsingar til Alþingis,“ sagði Ásta sem bætti við að erfitt væri fyrir þing að taka upplýstar ákvarðanir ef ekki væri hægt að treysta á að ráðherra veitti rétt og sönn svör. „Þess vegna langar mig að spyrja hver er afstaða hans til sannleiks og upplýsinga skyldu ráðherra.“ Illugi sagði þessari spurningu auðsvarað. „Ég lít svo á að þessi regla sé í gildi hér og hafi alla tíð verið að á ráðherrum hvíli sú skylda að segja þinginu satt og rétt frá í öllu því sem til þeirra er bent. Þannig einmitt að sá tilgangur sem háttvirtur þingmaður nefnir hér að þegar kemur til úrlausnarefna hér á þinginu að þær upplýsingar sem að þingmenn fá frá framkvæmdarvaldinu, að menn geti gengið að því að þær séu traustar og réttar. Nákvæmlega hvernig um þetta er búið í lögum síðan er ábyggilega til umhugsunar og skoðunar en ég hef litið svo á að sú regla sé til staðar nú þegar.“
Alþingi Tengdar fréttir Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00 Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00
Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09