Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2015 12:12 Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Stefán Sjúkraliðar telja sig nauðbeygða til að fara í verkfall þar sem kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút. Þetta segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands en atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hefst á morgun. Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt en deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í júní. Bæði Sjúkraliðafélag Íslands og SFR hafa ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls félaganna. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt og geta því ekki boðað til verkfalls. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir allt tilbúið fyrir atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls. „Atkvæðagreiðslan mun hefjast hjá okkur á morgun,“ segir Kristín. Hún segir að allir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan nær til 1100 félagsmanna. Gert er ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hefjist 15. október. Um tímabundin verkföll er að ræða en allsherjarverkfall skellur svo á 16. nóvember ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Kristín segir almennan vilja meðal sjúkraliða að fara í verkfall. Kjaradeilan sé í algjörum hnút og félagsmenn sjái því ekki neina aðra leið en að nýta sér verkfallsvopnið. „Við erum bara gjörsamlega nauðbeygð. Það er enginn sem vill eða óskar þess að fara í verkföll,“ segir Kristín. Félagsmenn geti hins vegar ekki sætt sig við að laun þeirra hækki minna en annarra sem starfi innan heilbrigðiskerfisins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Sjúkraliðar telja sig nauðbeygða til að fara í verkfall þar sem kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút. Þetta segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands en atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hefst á morgun. Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt en deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í júní. Bæði Sjúkraliðafélag Íslands og SFR hafa ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls félaganna. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt og geta því ekki boðað til verkfalls. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir allt tilbúið fyrir atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls. „Atkvæðagreiðslan mun hefjast hjá okkur á morgun,“ segir Kristín. Hún segir að allir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan nær til 1100 félagsmanna. Gert er ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hefjist 15. október. Um tímabundin verkföll er að ræða en allsherjarverkfall skellur svo á 16. nóvember ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Kristín segir almennan vilja meðal sjúkraliða að fara í verkfall. Kjaradeilan sé í algjörum hnút og félagsmenn sjái því ekki neina aðra leið en að nýta sér verkfallsvopnið. „Við erum bara gjörsamlega nauðbeygð. Það er enginn sem vill eða óskar þess að fara í verkföll,“ segir Kristín. Félagsmenn geti hins vegar ekki sætt sig við að laun þeirra hækki minna en annarra sem starfi innan heilbrigðiskerfisins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00
Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59
Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02
Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08