Aukin harka hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2015 19:59 Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Vísir/Anton Aukin harka er hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins. Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Félögin þrjú hafa staðið saman í kjaraviðræðum við ríkið og í lok júní var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara. Síðan þá hefur lítið þokast í samkomulagsátt og er deilan í algjörum hnút. Félögin eru því farin að undirbúa verkfallsaðgerðir. Eftir helgina hefst atkvæðagreiðsla sjúkraliða um boðun verkfalls. „Við stefnum á verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir það eina úrræðið sem sjúkraliðar hafi til þess að knýja á um að gerður verði við sjúkraliða sambærilegur kjarasamningur og hefur verið gerður við aðra. Kristín telur allar líkur á að félagsmenn samþykki að hefja verkfallsaðgerðir sínar um miðjan október. Um miðjan nóvember hefst svo allsherjarverkfall ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfallið nær til ellefu hundruð sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. „Það er bara þannig að það er búið að semja hérna við suma. Það hefur aftur á móti dómur gengið varðandi aðra og að bjóða okkur svo eitthvað mun lægra myndi gera það að verkum að það myndi dragast verulega í sundur með þessum fagstéttum sem starfa saman,“ segir Kristín. Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti í vikunni að hefja á næstunni atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hátt í þrjú þúsund félagsmanna sinna sem starfa hjá ríkinu. Það gæti einnig orðið að veruleika um miðjan október. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt líkt og hin tvö félögin. Klukkan fimm í nótt hittist hópur lögreglumann sem eru í Lögreglufélagi Reykjavíkur á Umerðarmiðstöðinni til að ræða kjaramál sín. Margir lögreglumenn hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna og hafa undanfarið reynt að vekja athygli á því. Samninganefndir sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins hafa ekkert fundað síðan 9. september og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Aukin harka er hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins. Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Félögin þrjú hafa staðið saman í kjaraviðræðum við ríkið og í lok júní var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara. Síðan þá hefur lítið þokast í samkomulagsátt og er deilan í algjörum hnút. Félögin eru því farin að undirbúa verkfallsaðgerðir. Eftir helgina hefst atkvæðagreiðsla sjúkraliða um boðun verkfalls. „Við stefnum á verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir það eina úrræðið sem sjúkraliðar hafi til þess að knýja á um að gerður verði við sjúkraliða sambærilegur kjarasamningur og hefur verið gerður við aðra. Kristín telur allar líkur á að félagsmenn samþykki að hefja verkfallsaðgerðir sínar um miðjan október. Um miðjan nóvember hefst svo allsherjarverkfall ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfallið nær til ellefu hundruð sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. „Það er bara þannig að það er búið að semja hérna við suma. Það hefur aftur á móti dómur gengið varðandi aðra og að bjóða okkur svo eitthvað mun lægra myndi gera það að verkum að það myndi dragast verulega í sundur með þessum fagstéttum sem starfa saman,“ segir Kristín. Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti í vikunni að hefja á næstunni atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hátt í þrjú þúsund félagsmanna sinna sem starfa hjá ríkinu. Það gæti einnig orðið að veruleika um miðjan október. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt líkt og hin tvö félögin. Klukkan fimm í nótt hittist hópur lögreglumann sem eru í Lögreglufélagi Reykjavíkur á Umerðarmiðstöðinni til að ræða kjaramál sín. Margir lögreglumenn hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna og hafa undanfarið reynt að vekja athygli á því. Samninganefndir sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins hafa ekkert fundað síðan 9. september og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12
Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02