Aukin harka hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2015 19:59 Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Vísir/Anton Aukin harka er hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins. Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Félögin þrjú hafa staðið saman í kjaraviðræðum við ríkið og í lok júní var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara. Síðan þá hefur lítið þokast í samkomulagsátt og er deilan í algjörum hnút. Félögin eru því farin að undirbúa verkfallsaðgerðir. Eftir helgina hefst atkvæðagreiðsla sjúkraliða um boðun verkfalls. „Við stefnum á verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir það eina úrræðið sem sjúkraliðar hafi til þess að knýja á um að gerður verði við sjúkraliða sambærilegur kjarasamningur og hefur verið gerður við aðra. Kristín telur allar líkur á að félagsmenn samþykki að hefja verkfallsaðgerðir sínar um miðjan október. Um miðjan nóvember hefst svo allsherjarverkfall ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfallið nær til ellefu hundruð sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. „Það er bara þannig að það er búið að semja hérna við suma. Það hefur aftur á móti dómur gengið varðandi aðra og að bjóða okkur svo eitthvað mun lægra myndi gera það að verkum að það myndi dragast verulega í sundur með þessum fagstéttum sem starfa saman,“ segir Kristín. Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti í vikunni að hefja á næstunni atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hátt í þrjú þúsund félagsmanna sinna sem starfa hjá ríkinu. Það gæti einnig orðið að veruleika um miðjan október. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt líkt og hin tvö félögin. Klukkan fimm í nótt hittist hópur lögreglumann sem eru í Lögreglufélagi Reykjavíkur á Umerðarmiðstöðinni til að ræða kjaramál sín. Margir lögreglumenn hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna og hafa undanfarið reynt að vekja athygli á því. Samninganefndir sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins hafa ekkert fundað síðan 9. september og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Aukin harka er hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins. Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Félögin þrjú hafa staðið saman í kjaraviðræðum við ríkið og í lok júní var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara. Síðan þá hefur lítið þokast í samkomulagsátt og er deilan í algjörum hnút. Félögin eru því farin að undirbúa verkfallsaðgerðir. Eftir helgina hefst atkvæðagreiðsla sjúkraliða um boðun verkfalls. „Við stefnum á verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir það eina úrræðið sem sjúkraliðar hafi til þess að knýja á um að gerður verði við sjúkraliða sambærilegur kjarasamningur og hefur verið gerður við aðra. Kristín telur allar líkur á að félagsmenn samþykki að hefja verkfallsaðgerðir sínar um miðjan október. Um miðjan nóvember hefst svo allsherjarverkfall ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfallið nær til ellefu hundruð sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. „Það er bara þannig að það er búið að semja hérna við suma. Það hefur aftur á móti dómur gengið varðandi aðra og að bjóða okkur svo eitthvað mun lægra myndi gera það að verkum að það myndi dragast verulega í sundur með þessum fagstéttum sem starfa saman,“ segir Kristín. Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti í vikunni að hefja á næstunni atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hátt í þrjú þúsund félagsmanna sinna sem starfa hjá ríkinu. Það gæti einnig orðið að veruleika um miðjan október. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt líkt og hin tvö félögin. Klukkan fimm í nótt hittist hópur lögreglumann sem eru í Lögreglufélagi Reykjavíkur á Umerðarmiðstöðinni til að ræða kjaramál sín. Margir lögreglumenn hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna og hafa undanfarið reynt að vekja athygli á því. Samninganefndir sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins hafa ekkert fundað síðan 9. september og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12
Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02