Aukin harka hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2015 19:59 Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Vísir/Anton Aukin harka er hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins. Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Félögin þrjú hafa staðið saman í kjaraviðræðum við ríkið og í lok júní var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara. Síðan þá hefur lítið þokast í samkomulagsátt og er deilan í algjörum hnút. Félögin eru því farin að undirbúa verkfallsaðgerðir. Eftir helgina hefst atkvæðagreiðsla sjúkraliða um boðun verkfalls. „Við stefnum á verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir það eina úrræðið sem sjúkraliðar hafi til þess að knýja á um að gerður verði við sjúkraliða sambærilegur kjarasamningur og hefur verið gerður við aðra. Kristín telur allar líkur á að félagsmenn samþykki að hefja verkfallsaðgerðir sínar um miðjan október. Um miðjan nóvember hefst svo allsherjarverkfall ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfallið nær til ellefu hundruð sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. „Það er bara þannig að það er búið að semja hérna við suma. Það hefur aftur á móti dómur gengið varðandi aðra og að bjóða okkur svo eitthvað mun lægra myndi gera það að verkum að það myndi dragast verulega í sundur með þessum fagstéttum sem starfa saman,“ segir Kristín. Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti í vikunni að hefja á næstunni atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hátt í þrjú þúsund félagsmanna sinna sem starfa hjá ríkinu. Það gæti einnig orðið að veruleika um miðjan október. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt líkt og hin tvö félögin. Klukkan fimm í nótt hittist hópur lögreglumann sem eru í Lögreglufélagi Reykjavíkur á Umerðarmiðstöðinni til að ræða kjaramál sín. Margir lögreglumenn hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna og hafa undanfarið reynt að vekja athygli á því. Samninganefndir sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins hafa ekkert fundað síðan 9. september og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sjá meira
Aukin harka er hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins. Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Félögin þrjú hafa staðið saman í kjaraviðræðum við ríkið og í lok júní var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara. Síðan þá hefur lítið þokast í samkomulagsátt og er deilan í algjörum hnút. Félögin eru því farin að undirbúa verkfallsaðgerðir. Eftir helgina hefst atkvæðagreiðsla sjúkraliða um boðun verkfalls. „Við stefnum á verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir það eina úrræðið sem sjúkraliðar hafi til þess að knýja á um að gerður verði við sjúkraliða sambærilegur kjarasamningur og hefur verið gerður við aðra. Kristín telur allar líkur á að félagsmenn samþykki að hefja verkfallsaðgerðir sínar um miðjan október. Um miðjan nóvember hefst svo allsherjarverkfall ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfallið nær til ellefu hundruð sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. „Það er bara þannig að það er búið að semja hérna við suma. Það hefur aftur á móti dómur gengið varðandi aðra og að bjóða okkur svo eitthvað mun lægra myndi gera það að verkum að það myndi dragast verulega í sundur með þessum fagstéttum sem starfa saman,“ segir Kristín. Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti í vikunni að hefja á næstunni atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hátt í þrjú þúsund félagsmanna sinna sem starfa hjá ríkinu. Það gæti einnig orðið að veruleika um miðjan október. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt líkt og hin tvö félögin. Klukkan fimm í nótt hittist hópur lögreglumann sem eru í Lögreglufélagi Reykjavíkur á Umerðarmiðstöðinni til að ræða kjaramál sín. Margir lögreglumenn hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna og hafa undanfarið reynt að vekja athygli á því. Samninganefndir sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins hafa ekkert fundað síðan 9. september og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sjá meira
Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12
Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02