Af þeim fimm sem voru í bílnum var einungis einn með bílbelti. Þrátt fyrir að í bílnum væru áberandi merkingar um að beltaskylda væri á Íslandi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar og var það einnig birt á Facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi.
Þegar lögregluþjónarnir voru á leið frá slysstaðnum urðu þeir varir við gáleysislegan akstur jeppa á Sólheimasandi.
Þar tók ökumaður framúr við „vafasamar aðstæður“ og segir í dagbókinni að litlu hafi mátt muna að hann lenti framan á bíl sem var ekið á móti. Jeppinn var stöðvaður og í honum voru sex erlendir ferðamenn og enginn þeirra var í belti.
Þá var tilkynnt um innbrot í sumarbústaði í Úthlíð og voru skemmdir unnar á húsunum við innbrotin. Talsvert blóð var í öðrum sumarbústaðnum, og er talið að innbrotsþjófurinn hafi skaðað sig við að brjótast inn. Hann rændi hins vegar engu.
Maður kærði til lögreglunnar á Selfossi annan mann fyrir að falsa nafn sitt á afsal fyrir sölu á bíl og er málið í rannsókn.
Helstu verkefni lögreglunnar á Suðurlandi vikuna 15. til 21. September 2015.Mjög mikið álag hefur verið á lögreglumö...
Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, September 21, 2015