Sigmundur leggur til að gamla landspítalahúsinu verði breytt í hótel SUNNA karen sigurþórsdóttir skrifar 21. september 2015 18:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ráðast þurfi í verulegar úrbætur á húsnæði Landspítalans við Hringbraut. Hann verði þar í einhvern tíma í viðbót og að byggja gæti þurft við spítalann þannig að hann geti sinnt hlutverki sínu. Þá segir hann að gamla landspítalahúsið gæti hentað prýðilega undir hótel. Þannig væri til dæmis hægt að fjármagna nýjan spítala. Þetta kom fram í máli Sigmundar við fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún spurði meðal annars hverjar skoðanir Sigmundar væru á uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hvort hann liti svo á að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin í málinu. „Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel og þá má fara að leika sér að því hvað hægt væri að fá fyrir allar þessar byggingar og hugsanlega byggingar rétt þar í kring og hvort jafnvel væri hægt að fjármagna nýjan spítala annars staðar með þeim peningum,“ sagði Sigmundur.„Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel.“vísir/pjetur„Menn hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að velta því fyrir sér og þá hef ég lýst því yfir að þegar meira að segja borgin segir að hún muni stoppa verkefnið ef menn leyfi sér að skoða slíka hluti muni ég að sjálfsögðu ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar framkvæmdir og úrbætur á Landspítalanum. Yfirleitt er þó betra að menn leyfi sér að minnsta kosti að velta hlutunum fyrir sér og ræða þá,“ bætti hann við.Að minnsta kosti 21 milljarður fyrir húsin Heiða Kristín nefndi tölur úr skýrslu KPMG þar sem fram kom að byggingarkostnaður myndi reiknast 21 milljarði hærri ef spítalinn yrði hafður á nýjum stað, í stað þess að ráðast í uppbyggingu við Hringbraut. Fasteignir verði því að seljast á um það bil 21 milljarð ef það ætti að koma út á sléttu. Sigmundur sagðist ósammála skýrslunni en fullyrti að það fengjust meira en 21 milljarður fyrir byggingarnar. „Held ég að það sé hægt að slá því föstu að það fengist 21 milljarður og raunar miklu meira en það fyrir allar þessar fasteignir og byggingarrétt á lóðunum þar í kring. Vandamálið hefur verið það að borgin hefur ekki viljað kanna þann möguleika og þá hótað því að taka bara lóðirnar og þetta allt saman í eitthvað annað. Það mundi náttúrlega setja allt í uppnám og ekki viljum við valda því,“ sagði hann. Þá sagðist Sigmundur ekki telja staðsetningu spítalans við Hringbraut hentuga. „ Ég hef lýst því yfir áður og nokkrum sinnum, ég man reyndar ekki hversu mörg ár eru síðan ég ræddi þetta fyrst, að ég teldi ýmislegt benda til þess að til lengri tíma litið, ef menn ætla raunverulega að byggja nýjan landspítala, sé skynsamlegra að gera það annars staðar en við Hringbraut, þá einhvers staðar þar sem hægt sé að byrja frá grunni með glæsilegan, nútímalegan, nýjan spítala á stað sem liggur til dæmis betur við samgönguæðum.“ Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ráðast þurfi í verulegar úrbætur á húsnæði Landspítalans við Hringbraut. Hann verði þar í einhvern tíma í viðbót og að byggja gæti þurft við spítalann þannig að hann geti sinnt hlutverki sínu. Þá segir hann að gamla landspítalahúsið gæti hentað prýðilega undir hótel. Þannig væri til dæmis hægt að fjármagna nýjan spítala. Þetta kom fram í máli Sigmundar við fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún spurði meðal annars hverjar skoðanir Sigmundar væru á uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hvort hann liti svo á að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin í málinu. „Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel og þá má fara að leika sér að því hvað hægt væri að fá fyrir allar þessar byggingar og hugsanlega byggingar rétt þar í kring og hvort jafnvel væri hægt að fjármagna nýjan spítala annars staðar með þeim peningum,“ sagði Sigmundur.„Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel.“vísir/pjetur„Menn hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að velta því fyrir sér og þá hef ég lýst því yfir að þegar meira að segja borgin segir að hún muni stoppa verkefnið ef menn leyfi sér að skoða slíka hluti muni ég að sjálfsögðu ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar framkvæmdir og úrbætur á Landspítalanum. Yfirleitt er þó betra að menn leyfi sér að minnsta kosti að velta hlutunum fyrir sér og ræða þá,“ bætti hann við.Að minnsta kosti 21 milljarður fyrir húsin Heiða Kristín nefndi tölur úr skýrslu KPMG þar sem fram kom að byggingarkostnaður myndi reiknast 21 milljarði hærri ef spítalinn yrði hafður á nýjum stað, í stað þess að ráðast í uppbyggingu við Hringbraut. Fasteignir verði því að seljast á um það bil 21 milljarð ef það ætti að koma út á sléttu. Sigmundur sagðist ósammála skýrslunni en fullyrti að það fengjust meira en 21 milljarður fyrir byggingarnar. „Held ég að það sé hægt að slá því föstu að það fengist 21 milljarður og raunar miklu meira en það fyrir allar þessar fasteignir og byggingarrétt á lóðunum þar í kring. Vandamálið hefur verið það að borgin hefur ekki viljað kanna þann möguleika og þá hótað því að taka bara lóðirnar og þetta allt saman í eitthvað annað. Það mundi náttúrlega setja allt í uppnám og ekki viljum við valda því,“ sagði hann. Þá sagðist Sigmundur ekki telja staðsetningu spítalans við Hringbraut hentuga. „ Ég hef lýst því yfir áður og nokkrum sinnum, ég man reyndar ekki hversu mörg ár eru síðan ég ræddi þetta fyrst, að ég teldi ýmislegt benda til þess að til lengri tíma litið, ef menn ætla raunverulega að byggja nýjan landspítala, sé skynsamlegra að gera það annars staðar en við Hringbraut, þá einhvers staðar þar sem hægt sé að byrja frá grunni með glæsilegan, nútímalegan, nýjan spítala á stað sem liggur til dæmis betur við samgönguæðum.“
Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira