30 milljónir í dagpeningagreiðslur Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2015 07:00 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar. Það kostar mikla dvöl erlendis. vísir/stefán Þingmenn hafa farið til útlanda í 409 skipti á vegum þingsins það sem af er þessu kjörtímabili og hafa verið erlendis samtals í um 1.280 daga. Það jafngildir því að hver og einn þingmaður hafi verið erlendis í rúma 20 daga á kjörtímabilinu. Fimmtíu þingmenn alls hafa farið í ferðir á vegum þingsins það sem af er kjörtímabilinu. Kostnaður við dagpeningagreiðslur þingmanna nemur um 28,5 milljónum króna. Formenn nefnda í flestar ferðirBirgir Ármannsson, fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar þingsins, hefur farið utan í 30 skipti á þessu kjörtímabili og verið á fundum erlendis í samtals 86 daga. Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, kemur næstur með 29 ferðir og samtals 84 daga. Ögmundur Jónasson, sem einnig situr í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins hefur farið til útlanda 24 sinnum í samtals 70 daga. Ögmundur og Össur Skarphéðinsson eru einu stjórnarandstöðuþingmennirnir á topp tíu lista þeirra sem hafa verið lengst í útlöndum á þessu kjörtímabili. Mismunandi háar greiðslurÞingmenn fá greidda dagpeninga eftir reglum fjármálaráðuneytisins um dagpeninga opinberra starfsmanna. Mismunandi er eftir stöðum hversu háar dagpeningagreiðslurnar eru. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri þingsins, segir þingmenn venjulega fá greiddar hálfar dagpeningagreiðslur vegna ferða til útlanda og endurgreiddan kostnað vegna gistingar. Ef allar ferðir þingmanna utan eru greiddar á þá leið að þeir fái endurgreiddan kostnað vegna gistingar og hálfa dagpeninga ofan á það hafa verið lagðar út 28,5 milljónir króna í dagpeninga á þessu kjörtímabili til þingmanna. Þá er ferðakostnaður og gisting ótalin í þeirri upphæð. Í langflestum þessara ferða er einnig í för ritari þótt einnig séu dæmi um að enginn ritari fari með eða þá að þeir séu tveir talsins. Þessir starfsmenn þingsins fá einnig greidda dagpeninga eins og aðrir starfsmenn ríkisins. Frádráttur vanrækturSamkvæmt bréfi ferðakostnaðarnefndar frá því 2004 eiga styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði, sem starfsmenn njóta meðan á dvöl stendur, að koma til frádráttar dagpeningagreiðslum. Ef þingmenn njóta þess í heimsóknum sínum að vera í fríu fæði meðan á dvöl stendur, eða fá boð í veislur, er skylt samkvæmt þessu að draga það frá greiðslum dagpeninga. Samkvæmt Helga hefur þessari reglu hins vegar ekki verið fylgt og því fá þingmenn fulla dagpeninga hvort sem þeir þurfa að greiða fyrir eigið uppihald eða ekki. Greiðslurnar líklega hærriUpplýsingar um dagpeningagreiðslur til handa þingmönnum á þessu kjörtímabili fengust ekki frá skrifstofu Alþingis. Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt. þingmenn | Create infographics Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þingmenn hafa farið til útlanda í 409 skipti á vegum þingsins það sem af er þessu kjörtímabili og hafa verið erlendis samtals í um 1.280 daga. Það jafngildir því að hver og einn þingmaður hafi verið erlendis í rúma 20 daga á kjörtímabilinu. Fimmtíu þingmenn alls hafa farið í ferðir á vegum þingsins það sem af er kjörtímabilinu. Kostnaður við dagpeningagreiðslur þingmanna nemur um 28,5 milljónum króna. Formenn nefnda í flestar ferðirBirgir Ármannsson, fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar þingsins, hefur farið utan í 30 skipti á þessu kjörtímabili og verið á fundum erlendis í samtals 86 daga. Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, kemur næstur með 29 ferðir og samtals 84 daga. Ögmundur Jónasson, sem einnig situr í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins hefur farið til útlanda 24 sinnum í samtals 70 daga. Ögmundur og Össur Skarphéðinsson eru einu stjórnarandstöðuþingmennirnir á topp tíu lista þeirra sem hafa verið lengst í útlöndum á þessu kjörtímabili. Mismunandi háar greiðslurÞingmenn fá greidda dagpeninga eftir reglum fjármálaráðuneytisins um dagpeninga opinberra starfsmanna. Mismunandi er eftir stöðum hversu háar dagpeningagreiðslurnar eru. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri þingsins, segir þingmenn venjulega fá greiddar hálfar dagpeningagreiðslur vegna ferða til útlanda og endurgreiddan kostnað vegna gistingar. Ef allar ferðir þingmanna utan eru greiddar á þá leið að þeir fái endurgreiddan kostnað vegna gistingar og hálfa dagpeninga ofan á það hafa verið lagðar út 28,5 milljónir króna í dagpeninga á þessu kjörtímabili til þingmanna. Þá er ferðakostnaður og gisting ótalin í þeirri upphæð. Í langflestum þessara ferða er einnig í för ritari þótt einnig séu dæmi um að enginn ritari fari með eða þá að þeir séu tveir talsins. Þessir starfsmenn þingsins fá einnig greidda dagpeninga eins og aðrir starfsmenn ríkisins. Frádráttur vanrækturSamkvæmt bréfi ferðakostnaðarnefndar frá því 2004 eiga styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði, sem starfsmenn njóta meðan á dvöl stendur, að koma til frádráttar dagpeningagreiðslum. Ef þingmenn njóta þess í heimsóknum sínum að vera í fríu fæði meðan á dvöl stendur, eða fá boð í veislur, er skylt samkvæmt þessu að draga það frá greiðslum dagpeninga. Samkvæmt Helga hefur þessari reglu hins vegar ekki verið fylgt og því fá þingmenn fulla dagpeninga hvort sem þeir þurfa að greiða fyrir eigið uppihald eða ekki. Greiðslurnar líklega hærriUpplýsingar um dagpeningagreiðslur til handa þingmönnum á þessu kjörtímabili fengust ekki frá skrifstofu Alþingis. Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt. þingmenn | Create infographics
Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira