Fordæmalaust klúður meirihlutans Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Undanfarna daga höfum við horft upp á ógurlegt klúður í borgarstjórn. Meirihlutinn hefur viðurkennt að hafa ekki haft hugmynd um hvað hann var að samþykkja þegar ákveðið var að sniðganga vörur frá Ísrael eða hverjar afleiðingarnar yrðu. Þær hafa reynst margvíslegar, bæði fyrir viðskiptahagsmuni og orðspor Íslands. Sumir spyrja: Var ekki verið að standa á prinsippum um mannréttindi? Er ekki sjálfsagt að taka afleiðingunum? Það væri það ef til þess bærir aðilar hefðu tekið ákvörðunina, í samstarfi við bandalagsríki okkar. En samþykkt borgarstjórnar gekk þvert á utanríkisstefnu Íslands og utanríkisviðskiptastefnuna eins og hún hefur verið praktíseruð; að eiga sem frjálsust viðskipti við öll ríki þótt við höfum mögulega enga velþóknun á stjórnarfari þeirra. Þessar heimatilbúnu refsiaðgerðir ganga líka gegn landslögum. Þess vegna eru neikvæðu afleiðingarnar ólíðandi; þær koma til af því að ákvörðunin var illa ígrunduð og undirbúin. Klúðrið vindur upp á sig nánast daglega. Borgarstjóri er duglegur að vitna í að innkaupastefna borgarinnar heimili ákvarðanir um innkaup á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Í gær upplýstist á fundi mannréttindaráðs að framkvæmd þeirra ákvæða stefnunnar hefur aldrei verið útfærð og borgarkerfið telur það taka þrjú ár, enda vandasamt og hugsanlega illframkvæmanlegt innan ramma landslaga. Meirihlutinn hefur með öðrum orðum heldur ekki hugmynd um hvernig á að fylgja reglunum, sem hann vitnar stöðugt í. Ég stóð í þeirri trú að það ætti að reyna að vinda ofan af þessu máli á borgarstjórnarfundi í gær. Því miður virtist meirihlutinn ekki bera nógu mikla virðingu fyrir alvarleika þess til að svara skýrt hvort ætti að draga samþykktina til baka og setja afgerandi punkt eða finna nýja útfærslu á að sniðganga ísraelskar vörur. Í annarri atrennu reyndist meirihlutinn aftur illa undirbúinn og ræður ekki við málið. Það er þá ágætt að það er ekki hlutverk hans að beita ríki viðskiptaþvingunum. Nú ættu flokkarnir fjórir að leggja af sína vel meinandi en vanhugsuðu utanríkisstefnu og láta réttum stjórnvöldum eftir að styðja Palestínuríki og gagnrýna mannréttindabrot í Mið-Austurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga höfum við horft upp á ógurlegt klúður í borgarstjórn. Meirihlutinn hefur viðurkennt að hafa ekki haft hugmynd um hvað hann var að samþykkja þegar ákveðið var að sniðganga vörur frá Ísrael eða hverjar afleiðingarnar yrðu. Þær hafa reynst margvíslegar, bæði fyrir viðskiptahagsmuni og orðspor Íslands. Sumir spyrja: Var ekki verið að standa á prinsippum um mannréttindi? Er ekki sjálfsagt að taka afleiðingunum? Það væri það ef til þess bærir aðilar hefðu tekið ákvörðunina, í samstarfi við bandalagsríki okkar. En samþykkt borgarstjórnar gekk þvert á utanríkisstefnu Íslands og utanríkisviðskiptastefnuna eins og hún hefur verið praktíseruð; að eiga sem frjálsust viðskipti við öll ríki þótt við höfum mögulega enga velþóknun á stjórnarfari þeirra. Þessar heimatilbúnu refsiaðgerðir ganga líka gegn landslögum. Þess vegna eru neikvæðu afleiðingarnar ólíðandi; þær koma til af því að ákvörðunin var illa ígrunduð og undirbúin. Klúðrið vindur upp á sig nánast daglega. Borgarstjóri er duglegur að vitna í að innkaupastefna borgarinnar heimili ákvarðanir um innkaup á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Í gær upplýstist á fundi mannréttindaráðs að framkvæmd þeirra ákvæða stefnunnar hefur aldrei verið útfærð og borgarkerfið telur það taka þrjú ár, enda vandasamt og hugsanlega illframkvæmanlegt innan ramma landslaga. Meirihlutinn hefur með öðrum orðum heldur ekki hugmynd um hvernig á að fylgja reglunum, sem hann vitnar stöðugt í. Ég stóð í þeirri trú að það ætti að reyna að vinda ofan af þessu máli á borgarstjórnarfundi í gær. Því miður virtist meirihlutinn ekki bera nógu mikla virðingu fyrir alvarleika þess til að svara skýrt hvort ætti að draga samþykktina til baka og setja afgerandi punkt eða finna nýja útfærslu á að sniðganga ísraelskar vörur. Í annarri atrennu reyndist meirihlutinn aftur illa undirbúinn og ræður ekki við málið. Það er þá ágætt að það er ekki hlutverk hans að beita ríki viðskiptaþvingunum. Nú ættu flokkarnir fjórir að leggja af sína vel meinandi en vanhugsuðu utanríkisstefnu og láta réttum stjórnvöldum eftir að styðja Palestínuríki og gagnrýna mannréttindabrot í Mið-Austurlöndum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun