Umboðsvandi Landsbankans Þorsteinn Sæmundsson skrifar 24. september 2015 08:00 Landsbanki Íslands er að níutíu og sjö hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Þrátt fyrir það er aðkoma og áhrif kjörinna fulltrúa illa skilgreind og í lágmarki. Svo virðist sem 3% hluthafa, en meirihluti þeirra fékk hlut sinn á silfurfati í tíð síðustu ríkisstjórnar, fari sínu fram um stjórnun bankans án nokkurs tillits til vilja meirihlutaeiganda bankans, almennings. Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um starfsemi og starfshætti Landsbankans af ærnum tilefnum. Þar má nefna sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor sem fram fóru án útboðs og að því er virðist án gaumgæfilegs verðmats á hlutunum. Einnig kynnti stjórn bankans nú nýlega áform sín um að byggja hátimbraðar höfuðstöðvar á verðmætustu byggingarlóð landsins. Til að skýra þá framkvæmd steig almannatengill bankans fram og kvað bankann skilgreina sig sem ,,miðborgarfyrirtæki“!? Banki allra landsmanna með starfsstöðvar víða um land er sem sagt orðinn að „miðborgarfyrirtæki“! Ganga fram af þjóðinniFramangreind atriði eru góð dæmi um hvernig stjórnendur bankans ganga fram af aðaleiganda hans, þjóðinni. Nú þegar landið rís að nýju eftir ófarirnar árin 2005-2008 kærir fólk sig ekki um hegðun eins og þá sem skóp hrunið og eftirköst þess. Almenningur gerir réttilega kröfu um að ríkið og fyrirtæki þess séu rekin af ráðdeild og heiðarleika. Beiðnum um hluthafafund vegna byggingar nýrra höfuðstöðva hefur verið tekið með þögninni. Bankasýsla ríkisins sem fara á með 97% hlut ríkisins hefur ítrekað verið hunsuð af hálfu stjórnenda bankans eins og raunin var þegar sala á Borgun og Valitor var ákveðin. Bankasýslan hefur greinilega ekki treyst sér til að fylgja fram beiðni um hluthafafund vegna fyrirhugaðrar byggingaframkvæmdar. Fulltrúar almennings í landinu, kjörnir fulltrúar, eiga ekki sjálfkrafa seturétt á aðalfundi Landsbanka Íslands. Í svari við fyrirspurn á vegum undirritaðs í vor upplýsti bankinn reyndar að þingmönnum væri heimill aðgangur að fundinum ef þeir gæfu sig fram við þjónustuborð bankans og gerðu þar grein fyrir sér. Jafnframt kom fram að þingmönnum væri ekki gert kleift að tjá sig á aðalfundi. Síðastliðinn vetur sendi sá sem hér ritar formlegt erindi til Bankasýslu ríkisins um að Bankasýslan framkvæmdi mat á söluverði á hlut bankans. Svar Bankasýslunnar var í stuttu máli að ekki væri hægt að verða við beiðnum einstakra þingmanna en fjármálaráðherra gæti farið fram á upplýsingar um efnið. Ljóst er af því sem fram kemur hér að framan að Landsbankinn glímir við alvarlegan umboðsvanda þegar kjörnir fulltrúar almennings eiga þess ekki kost að fylgjast með og hafa áhrif á stórar ákvarðanir í rekstri bankans. Rétt er að taka fram að undirritaður er ekki þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn eigi að horfa yfir axlir stjórnenda við dagleg störf eða hafa áhrif á lánveitingar til viðskiptavina. Brýnt er þó að bankinn ræki samfélagslegt hlutverk sitt og axli samfélagslega ábyrgð. Til þess að svo verði þarf verulega hugarfarsbreytingu í stjórn bankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Landsbanki Íslands er að níutíu og sjö hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Þrátt fyrir það er aðkoma og áhrif kjörinna fulltrúa illa skilgreind og í lágmarki. Svo virðist sem 3% hluthafa, en meirihluti þeirra fékk hlut sinn á silfurfati í tíð síðustu ríkisstjórnar, fari sínu fram um stjórnun bankans án nokkurs tillits til vilja meirihlutaeiganda bankans, almennings. Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um starfsemi og starfshætti Landsbankans af ærnum tilefnum. Þar má nefna sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor sem fram fóru án útboðs og að því er virðist án gaumgæfilegs verðmats á hlutunum. Einnig kynnti stjórn bankans nú nýlega áform sín um að byggja hátimbraðar höfuðstöðvar á verðmætustu byggingarlóð landsins. Til að skýra þá framkvæmd steig almannatengill bankans fram og kvað bankann skilgreina sig sem ,,miðborgarfyrirtæki“!? Banki allra landsmanna með starfsstöðvar víða um land er sem sagt orðinn að „miðborgarfyrirtæki“! Ganga fram af þjóðinniFramangreind atriði eru góð dæmi um hvernig stjórnendur bankans ganga fram af aðaleiganda hans, þjóðinni. Nú þegar landið rís að nýju eftir ófarirnar árin 2005-2008 kærir fólk sig ekki um hegðun eins og þá sem skóp hrunið og eftirköst þess. Almenningur gerir réttilega kröfu um að ríkið og fyrirtæki þess séu rekin af ráðdeild og heiðarleika. Beiðnum um hluthafafund vegna byggingar nýrra höfuðstöðva hefur verið tekið með þögninni. Bankasýsla ríkisins sem fara á með 97% hlut ríkisins hefur ítrekað verið hunsuð af hálfu stjórnenda bankans eins og raunin var þegar sala á Borgun og Valitor var ákveðin. Bankasýslan hefur greinilega ekki treyst sér til að fylgja fram beiðni um hluthafafund vegna fyrirhugaðrar byggingaframkvæmdar. Fulltrúar almennings í landinu, kjörnir fulltrúar, eiga ekki sjálfkrafa seturétt á aðalfundi Landsbanka Íslands. Í svari við fyrirspurn á vegum undirritaðs í vor upplýsti bankinn reyndar að þingmönnum væri heimill aðgangur að fundinum ef þeir gæfu sig fram við þjónustuborð bankans og gerðu þar grein fyrir sér. Jafnframt kom fram að þingmönnum væri ekki gert kleift að tjá sig á aðalfundi. Síðastliðinn vetur sendi sá sem hér ritar formlegt erindi til Bankasýslu ríkisins um að Bankasýslan framkvæmdi mat á söluverði á hlut bankans. Svar Bankasýslunnar var í stuttu máli að ekki væri hægt að verða við beiðnum einstakra þingmanna en fjármálaráðherra gæti farið fram á upplýsingar um efnið. Ljóst er af því sem fram kemur hér að framan að Landsbankinn glímir við alvarlegan umboðsvanda þegar kjörnir fulltrúar almennings eiga þess ekki kost að fylgjast með og hafa áhrif á stórar ákvarðanir í rekstri bankans. Rétt er að taka fram að undirritaður er ekki þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn eigi að horfa yfir axlir stjórnenda við dagleg störf eða hafa áhrif á lánveitingar til viðskiptavina. Brýnt er þó að bankinn ræki samfélagslegt hlutverk sitt og axli samfélagslega ábyrgð. Til þess að svo verði þarf verulega hugarfarsbreytingu í stjórn bankans.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun