Auschwitz til sölu Sabine Leskopf skrifar 26. september 2015 07:00 Árið 1976 kom þýskur rannsóknarlögreglumaður að nafni Karl Schütz til Íslands vegna Geirfinnsmálsins. Skömmu seinna birtist skopmynd af honum með hakakrossi í Morgunblaðinu. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál vegna þess að þetta þykir hin mesta móðgun við Þjóðverja sem hægt er að hugsa sér. Hæstiréttur dæmdi svo ritstjórnina til að greiða honum bætur þó að teiknarinn sjálfur hafi verið sýknaður. Ég er Þjóðverji og hef búið á Íslandi í 15 ár. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasistabröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nasistasamlíkingum. Stundum var vísað til meints húmorsleysis Þjóðverja þegar ég hló ekki að slíkum bröndurum. Svona eins og svart fólk – eða blámaður? – hlær ekki að niggarabröndurum þegar þeir eru sagðir af hvítu fólki. Þetta er flókið og vandmeðfarið mál. Langoftast hef ég þó tamið mér með árunum að hugsa í hljóði um vanþekkingu, ónærgætni og áhugaleysi um sögu og framþróun Þýskalands. Fyrir utan Suður-Afríku hefur nefnilega ekkert land unnið eins mikið í því að læra af sögu sinni og Þýskaland, svo mikið, að ég ólst upp með því hugarfari að það mætti ekki vera gaman að vera Þjóðverji, að saklaus þjóðernisvitund eins og við upplifum hér 17. júní eða eftir sigur í handboltanum var ekki í boði þá, þó miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum.Ímyndaðir nasistar Sl. þriðjudag vísaði borgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir til ímyndaðra nasista í borgarstjórn í umræðunni um tillögu meirihluta borgarinnar um sniðgöngusamþykktina. Næsta dag kom víst hálf afsökunarbeiðni á Facebook-síðu hennar þar sem hún segist sjá eftir að hafa sagt þetta, en segir samt að í rauninni ætti hún ekki að þurfa að biðjast afsökunar af því að hún gerði eiginlega ekkert rangt. Það sem hún virðist ekki gera sér grein fyrir er að hún, og aðrir sem nota slíka orðræðu svona léttvægt í engu samræmi við tilefnið, er að hún sýnir ekki bara mér persónulega og félögum mínum vanvirðingu, heldur líka öllum þeim 6 milljónum gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Ég sat þennan fund og undir þessum lítt dulbúna samanburði minna starfa við nasista. Fundurinn snerist í huga minnihlutans aðallega um það hvaða verðmiða mætti setja á mannréttindi. Af málflutningi Áslaugar hefði mátt halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri til í að selja jafnvel Auschwitz ef einungis væri nóg að græða á því. Ég er ekki þeirrar skoðunar, einmitt af því að ég er í dag stoltur Íslendingur af þýskum uppruna. Góða fólkið sem sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1976 kom þýskur rannsóknarlögreglumaður að nafni Karl Schütz til Íslands vegna Geirfinnsmálsins. Skömmu seinna birtist skopmynd af honum með hakakrossi í Morgunblaðinu. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál vegna þess að þetta þykir hin mesta móðgun við Þjóðverja sem hægt er að hugsa sér. Hæstiréttur dæmdi svo ritstjórnina til að greiða honum bætur þó að teiknarinn sjálfur hafi verið sýknaður. Ég er Þjóðverji og hef búið á Íslandi í 15 ár. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasistabröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nasistasamlíkingum. Stundum var vísað til meints húmorsleysis Þjóðverja þegar ég hló ekki að slíkum bröndurum. Svona eins og svart fólk – eða blámaður? – hlær ekki að niggarabröndurum þegar þeir eru sagðir af hvítu fólki. Þetta er flókið og vandmeðfarið mál. Langoftast hef ég þó tamið mér með árunum að hugsa í hljóði um vanþekkingu, ónærgætni og áhugaleysi um sögu og framþróun Þýskalands. Fyrir utan Suður-Afríku hefur nefnilega ekkert land unnið eins mikið í því að læra af sögu sinni og Þýskaland, svo mikið, að ég ólst upp með því hugarfari að það mætti ekki vera gaman að vera Þjóðverji, að saklaus þjóðernisvitund eins og við upplifum hér 17. júní eða eftir sigur í handboltanum var ekki í boði þá, þó miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum.Ímyndaðir nasistar Sl. þriðjudag vísaði borgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir til ímyndaðra nasista í borgarstjórn í umræðunni um tillögu meirihluta borgarinnar um sniðgöngusamþykktina. Næsta dag kom víst hálf afsökunarbeiðni á Facebook-síðu hennar þar sem hún segist sjá eftir að hafa sagt þetta, en segir samt að í rauninni ætti hún ekki að þurfa að biðjast afsökunar af því að hún gerði eiginlega ekkert rangt. Það sem hún virðist ekki gera sér grein fyrir er að hún, og aðrir sem nota slíka orðræðu svona léttvægt í engu samræmi við tilefnið, er að hún sýnir ekki bara mér persónulega og félögum mínum vanvirðingu, heldur líka öllum þeim 6 milljónum gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Ég sat þennan fund og undir þessum lítt dulbúna samanburði minna starfa við nasista. Fundurinn snerist í huga minnihlutans aðallega um það hvaða verðmiða mætti setja á mannréttindi. Af málflutningi Áslaugar hefði mátt halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri til í að selja jafnvel Auschwitz ef einungis væri nóg að græða á því. Ég er ekki þeirrar skoðunar, einmitt af því að ég er í dag stoltur Íslendingur af þýskum uppruna. Góða fólkið sem sagt.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun