Auschwitz til sölu Sabine Leskopf skrifar 26. september 2015 07:00 Árið 1976 kom þýskur rannsóknarlögreglumaður að nafni Karl Schütz til Íslands vegna Geirfinnsmálsins. Skömmu seinna birtist skopmynd af honum með hakakrossi í Morgunblaðinu. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál vegna þess að þetta þykir hin mesta móðgun við Þjóðverja sem hægt er að hugsa sér. Hæstiréttur dæmdi svo ritstjórnina til að greiða honum bætur þó að teiknarinn sjálfur hafi verið sýknaður. Ég er Þjóðverji og hef búið á Íslandi í 15 ár. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasistabröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nasistasamlíkingum. Stundum var vísað til meints húmorsleysis Þjóðverja þegar ég hló ekki að slíkum bröndurum. Svona eins og svart fólk – eða blámaður? – hlær ekki að niggarabröndurum þegar þeir eru sagðir af hvítu fólki. Þetta er flókið og vandmeðfarið mál. Langoftast hef ég þó tamið mér með árunum að hugsa í hljóði um vanþekkingu, ónærgætni og áhugaleysi um sögu og framþróun Þýskalands. Fyrir utan Suður-Afríku hefur nefnilega ekkert land unnið eins mikið í því að læra af sögu sinni og Þýskaland, svo mikið, að ég ólst upp með því hugarfari að það mætti ekki vera gaman að vera Þjóðverji, að saklaus þjóðernisvitund eins og við upplifum hér 17. júní eða eftir sigur í handboltanum var ekki í boði þá, þó miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum.Ímyndaðir nasistar Sl. þriðjudag vísaði borgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir til ímyndaðra nasista í borgarstjórn í umræðunni um tillögu meirihluta borgarinnar um sniðgöngusamþykktina. Næsta dag kom víst hálf afsökunarbeiðni á Facebook-síðu hennar þar sem hún segist sjá eftir að hafa sagt þetta, en segir samt að í rauninni ætti hún ekki að þurfa að biðjast afsökunar af því að hún gerði eiginlega ekkert rangt. Það sem hún virðist ekki gera sér grein fyrir er að hún, og aðrir sem nota slíka orðræðu svona léttvægt í engu samræmi við tilefnið, er að hún sýnir ekki bara mér persónulega og félögum mínum vanvirðingu, heldur líka öllum þeim 6 milljónum gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Ég sat þennan fund og undir þessum lítt dulbúna samanburði minna starfa við nasista. Fundurinn snerist í huga minnihlutans aðallega um það hvaða verðmiða mætti setja á mannréttindi. Af málflutningi Áslaugar hefði mátt halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri til í að selja jafnvel Auschwitz ef einungis væri nóg að græða á því. Ég er ekki þeirrar skoðunar, einmitt af því að ég er í dag stoltur Íslendingur af þýskum uppruna. Góða fólkið sem sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Árið 1976 kom þýskur rannsóknarlögreglumaður að nafni Karl Schütz til Íslands vegna Geirfinnsmálsins. Skömmu seinna birtist skopmynd af honum með hakakrossi í Morgunblaðinu. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál vegna þess að þetta þykir hin mesta móðgun við Þjóðverja sem hægt er að hugsa sér. Hæstiréttur dæmdi svo ritstjórnina til að greiða honum bætur þó að teiknarinn sjálfur hafi verið sýknaður. Ég er Þjóðverji og hef búið á Íslandi í 15 ár. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasistabröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nasistasamlíkingum. Stundum var vísað til meints húmorsleysis Þjóðverja þegar ég hló ekki að slíkum bröndurum. Svona eins og svart fólk – eða blámaður? – hlær ekki að niggarabröndurum þegar þeir eru sagðir af hvítu fólki. Þetta er flókið og vandmeðfarið mál. Langoftast hef ég þó tamið mér með árunum að hugsa í hljóði um vanþekkingu, ónærgætni og áhugaleysi um sögu og framþróun Þýskalands. Fyrir utan Suður-Afríku hefur nefnilega ekkert land unnið eins mikið í því að læra af sögu sinni og Þýskaland, svo mikið, að ég ólst upp með því hugarfari að það mætti ekki vera gaman að vera Þjóðverji, að saklaus þjóðernisvitund eins og við upplifum hér 17. júní eða eftir sigur í handboltanum var ekki í boði þá, þó miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum.Ímyndaðir nasistar Sl. þriðjudag vísaði borgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir til ímyndaðra nasista í borgarstjórn í umræðunni um tillögu meirihluta borgarinnar um sniðgöngusamþykktina. Næsta dag kom víst hálf afsökunarbeiðni á Facebook-síðu hennar þar sem hún segist sjá eftir að hafa sagt þetta, en segir samt að í rauninni ætti hún ekki að þurfa að biðjast afsökunar af því að hún gerði eiginlega ekkert rangt. Það sem hún virðist ekki gera sér grein fyrir er að hún, og aðrir sem nota slíka orðræðu svona léttvægt í engu samræmi við tilefnið, er að hún sýnir ekki bara mér persónulega og félögum mínum vanvirðingu, heldur líka öllum þeim 6 milljónum gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Ég sat þennan fund og undir þessum lítt dulbúna samanburði minna starfa við nasista. Fundurinn snerist í huga minnihlutans aðallega um það hvaða verðmiða mætti setja á mannréttindi. Af málflutningi Áslaugar hefði mátt halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri til í að selja jafnvel Auschwitz ef einungis væri nóg að græða á því. Ég er ekki þeirrar skoðunar, einmitt af því að ég er í dag stoltur Íslendingur af þýskum uppruna. Góða fólkið sem sagt.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun