Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. september 2015 07:00 Fundur samninganefnda þriggja stærstu félaga BSRB (SFR, SLFÍ, og LL) og samninganefndar ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær var árangurslaus. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Vísir/Gva Samninganefnd ríkisins heldur sig við að gerðardómur um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga komi ekki kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB og ríkisins við. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formaður SRF – stéttarfélags í almannaþjónustu. Auk SFR eiga í viðræðunum Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Landssamband lögreglumanna (LL). Í gær lauk sjöunda fundinum í deilunni eftir að henni var vísað til ríkissáttasemjara. „Fundurinn fór illa, það var enginn árangur af fundinum þannig að ríkissáttasemjari sleit honum bara og annar hefur ekki verið boðaður,“ segir Árni Stefán. Samninganefndir beggja segir hann að haldi sig við sínar kröfur og þeim beri enn mikið í milli. „Það munar eitthvað um ellefu prósentum á okkar kröfum og því tilboði sem ríkið bauð okkur.“ Samninganefnd ríkisins haldi sig jafnframt við að gerðardómurinn í ágúst komi þessari kjaradeilu ekkert við. „Það teljum við mjög einkennilega nálgun, að ríkið ætli að semja við hluta sinna starfsmanna á miklu betri nótum en aðra, sem sannarlega eru þó lægst launaðir.“ Árni segir samninganefnd félaganna hafa verið vongóða fyrir fundinn, sér í lagi í ljósi nýafstaðinna eldhúsdagsumræðna þar sem peningar hafi virst fljóta út úr ríkissjóði. Fyrirstaðan virðist hins vegar ótti við að raska samningum á almenna markaðnum. „En það er náttúrlega bara vitleysa. Við erum að semja við ríkið og höfum bent á það oftar en einu sinni að við erum með 16 prósentum lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna markaðnum.“ Þá hafi gerðardómur rökstutt mjög vel að niðurstaða hans hefði engin teljandi áhrif á stöðugleika eða verðbólgu. Árni segir komið að þeirri stund að samninganefndir félaganna leiti í baklandið eftir því hvernig bregðast eigi við þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi sé í viðræðunum. Því hafi nefndin hafnað því að hefja viðræður um sérkröfur og hvíla viðræður um launaliðinn. „Við töldum hvorki stund né stað til þess.“ Næsta þriðjudag, 15. september, klukkan fimm segir Árni Stefán gert ráð fyrir stórum fundi í Háskólabíó þar sem félögin þrjú kalli til sína félagsmenn. „Og spurningin sem við berum undir okkar félagsmenn er um næstu skref. Og við sjáum ekki annað en að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða.“ Einhver tími líður þó áður en til aðgerða getur komið, segir Árni Stefán, því fyrst þurfi að greiða um þær atkvæði og síðan verði að líða hálfur mánuður áður en verkfall taki gildi. „Við náum þessu í fyrsta lagi eitthvað um 5. október.“ Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Samninganefnd ríkisins heldur sig við að gerðardómur um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga komi ekki kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB og ríkisins við. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formaður SRF – stéttarfélags í almannaþjónustu. Auk SFR eiga í viðræðunum Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Landssamband lögreglumanna (LL). Í gær lauk sjöunda fundinum í deilunni eftir að henni var vísað til ríkissáttasemjara. „Fundurinn fór illa, það var enginn árangur af fundinum þannig að ríkissáttasemjari sleit honum bara og annar hefur ekki verið boðaður,“ segir Árni Stefán. Samninganefndir beggja segir hann að haldi sig við sínar kröfur og þeim beri enn mikið í milli. „Það munar eitthvað um ellefu prósentum á okkar kröfum og því tilboði sem ríkið bauð okkur.“ Samninganefnd ríkisins haldi sig jafnframt við að gerðardómurinn í ágúst komi þessari kjaradeilu ekkert við. „Það teljum við mjög einkennilega nálgun, að ríkið ætli að semja við hluta sinna starfsmanna á miklu betri nótum en aðra, sem sannarlega eru þó lægst launaðir.“ Árni segir samninganefnd félaganna hafa verið vongóða fyrir fundinn, sér í lagi í ljósi nýafstaðinna eldhúsdagsumræðna þar sem peningar hafi virst fljóta út úr ríkissjóði. Fyrirstaðan virðist hins vegar ótti við að raska samningum á almenna markaðnum. „En það er náttúrlega bara vitleysa. Við erum að semja við ríkið og höfum bent á það oftar en einu sinni að við erum með 16 prósentum lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna markaðnum.“ Þá hafi gerðardómur rökstutt mjög vel að niðurstaða hans hefði engin teljandi áhrif á stöðugleika eða verðbólgu. Árni segir komið að þeirri stund að samninganefndir félaganna leiti í baklandið eftir því hvernig bregðast eigi við þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi sé í viðræðunum. Því hafi nefndin hafnað því að hefja viðræður um sérkröfur og hvíla viðræður um launaliðinn. „Við töldum hvorki stund né stað til þess.“ Næsta þriðjudag, 15. september, klukkan fimm segir Árni Stefán gert ráð fyrir stórum fundi í Háskólabíó þar sem félögin þrjú kalli til sína félagsmenn. „Og spurningin sem við berum undir okkar félagsmenn er um næstu skref. Og við sjáum ekki annað en að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða.“ Einhver tími líður þó áður en til aðgerða getur komið, segir Árni Stefán, því fyrst þurfi að greiða um þær atkvæði og síðan verði að líða hálfur mánuður áður en verkfall taki gildi. „Við náum þessu í fyrsta lagi eitthvað um 5. október.“
Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira