Óska aftur eftir skýrslu ráðherra um kvikmyndaiðnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2015 20:33 Game of Thrones var tekið upp á Íslandi eins og frægt er. Vísir/VG Ellefu þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks- og framsóknarflokk hafa aftur óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Sömu þingmenn lögðu fram sömu beiðni á Alþingi þann 8. desember sl. og var hún samþykkt í það skiptið. Skýrslan á að skoða sérstaklega bein og afleidd hagræn áhrif sem kvikmyndagerð hefur á þau svæði og héruð þar sem upptökur fara fram. Segir einnig að sóknartækifærin í þessum málaflokki séu umtalsverð. Guðlaugur Þór Þórðarsson er fyrsti flutningsmaður beiðninnar og segir að tilefni sé til þess að ferðamannaiðnaðurinn njóti góðs af þeirri öflugu kvikmyndagerð sem eigi sér stað á Íslandi og nýta þurfi tækifærin sem sannarlega séu til staðar. „Mér finnst að við ættum að nýta þetta mun betur. Þetta snýst um að nýta tækifærin sem eru í fanginu á okkur. Ég nefni sem dæmi minn gamla heimabæ, Borgarnes. Þar væri hægt að nýta Geirabakarí betur enda var það áberandi í The Secret Life of Walter Mitty.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vill að fetað sé í fótspor Nýja-Sjálands Guðlaugur segir að Íslandi eigi til að mynda að horfa til Nýja-Sjálands sem hafi farið í mikið átak til þess að kynna landið sem ferðamannastað og þar hafi kvikmyndagerð spilað lykilhlutverk í kjölfar þess að myndirnar um Hringadróttinssögu voru teknar þar upp. Hægt væri að nýta kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi til þess að dreifa ferðamannastraumnum víðar en á Suðvesturhorninu með því að hvetja framleiðendur til þess að taka upp á stöðum úti á landi sem síðar gætu orðið að vinsælum ferðamannastöðum en í greinargerðinni sem fylgir skýrslubeiðninni segir að erlendar rannsóknir sýni að gera megi ráð fyrir 4-10% aukningu á ferðamannastraumi fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra átti að skila skýrslu í síðasta lagi í mars sl. en Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir því að skýrslan sé í vinnslu og að að iðnaðar og viðskiptaráðherra muni skila skýrslunni á yfirstandandi tímabili. Alþingi Game of Thrones Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Ellefu þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks- og framsóknarflokk hafa aftur óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Sömu þingmenn lögðu fram sömu beiðni á Alþingi þann 8. desember sl. og var hún samþykkt í það skiptið. Skýrslan á að skoða sérstaklega bein og afleidd hagræn áhrif sem kvikmyndagerð hefur á þau svæði og héruð þar sem upptökur fara fram. Segir einnig að sóknartækifærin í þessum málaflokki séu umtalsverð. Guðlaugur Þór Þórðarsson er fyrsti flutningsmaður beiðninnar og segir að tilefni sé til þess að ferðamannaiðnaðurinn njóti góðs af þeirri öflugu kvikmyndagerð sem eigi sér stað á Íslandi og nýta þurfi tækifærin sem sannarlega séu til staðar. „Mér finnst að við ættum að nýta þetta mun betur. Þetta snýst um að nýta tækifærin sem eru í fanginu á okkur. Ég nefni sem dæmi minn gamla heimabæ, Borgarnes. Þar væri hægt að nýta Geirabakarí betur enda var það áberandi í The Secret Life of Walter Mitty.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vill að fetað sé í fótspor Nýja-Sjálands Guðlaugur segir að Íslandi eigi til að mynda að horfa til Nýja-Sjálands sem hafi farið í mikið átak til þess að kynna landið sem ferðamannastað og þar hafi kvikmyndagerð spilað lykilhlutverk í kjölfar þess að myndirnar um Hringadróttinssögu voru teknar þar upp. Hægt væri að nýta kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi til þess að dreifa ferðamannastraumnum víðar en á Suðvesturhorninu með því að hvetja framleiðendur til þess að taka upp á stöðum úti á landi sem síðar gætu orðið að vinsælum ferðamannastöðum en í greinargerðinni sem fylgir skýrslubeiðninni segir að erlendar rannsóknir sýni að gera megi ráð fyrir 4-10% aukningu á ferðamannastraumi fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra átti að skila skýrslu í síðasta lagi í mars sl. en Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir því að skýrslan sé í vinnslu og að að iðnaðar og viðskiptaráðherra muni skila skýrslunni á yfirstandandi tímabili.
Alþingi Game of Thrones Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira