Framsóknarmaður fjarri fjárlagaumræðu til að elta fé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2015 16:30 Höskuldur Þórhallsson vísir/vilhelm Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ekki á þingfundi sem stendur þar sem hann er staddur í leitum í Grýtubakkahreppi. Höskuldur birtir mynd af sér á Facebook-síðu sinni þess efnis. Á sama tíma standa yfir umræður í þinginu um fjárlög. Þeir þingmenn sem skráðir eru á fjarvistarlista þingsins eru Róbert Marshall og Ögmundur Jónasson. Á fjarvistarskrána eru þeir þingmenn skráðir sem munu engan þátt taka í þingfundum sem fram fara þann daginn. „Ég vissi af því gær að hann væri á leið í leitir en ég þekki ekki ástæður þess að hann er ekki á fjarvistarskránni,“ segir Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins „Menn skrá sig á fjarvistarskrána ef það er fyrirséð að þeir muni ekki mæta á þingfundinn þann daginn,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í samtali við Vísi. Hann segir að það sé ekki síst til þess að aðrir þingmenn geti séð hvort viðkomandi verður á fundinum þann daginn. „Það er í eðli starfsins, þingmennskunnar, að það fer ekki eingöngu fram inn í þingsalnum. Menn geta verið á þingfundi eða nefndafundi fyrir hádegi en þurft að mæta á annan fund annars staðar eftir hádegi. Síðan verða þingmenn að meta sjálfir hvaða fundir ganga fyrir.“ Aðspurður segir Helgi að það séu engin viðurlög við því að skrá ekki fjarvist. „Þingmenn verða að eiga það við sína samvisku. Við fylgjumst ekki sérstaklega með því en komum oft á framfæri ábendingum þegar við vitum um fyrirhugða fjarvist, til að mynda utanlandsför.“ Ekki náðist í Höskuld við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Fjárlagaumræðan: Forsætisráðherra í útlöndum að halda upp á afmæli konunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er ekki viðstaddur 2. umræðu fjárlaga sem fram hefur farið á Alþingi í dag og í kvöld. 10. desember 2014 21:20 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ekki á þingfundi sem stendur þar sem hann er staddur í leitum í Grýtubakkahreppi. Höskuldur birtir mynd af sér á Facebook-síðu sinni þess efnis. Á sama tíma standa yfir umræður í þinginu um fjárlög. Þeir þingmenn sem skráðir eru á fjarvistarlista þingsins eru Róbert Marshall og Ögmundur Jónasson. Á fjarvistarskrána eru þeir þingmenn skráðir sem munu engan þátt taka í þingfundum sem fram fara þann daginn. „Ég vissi af því gær að hann væri á leið í leitir en ég þekki ekki ástæður þess að hann er ekki á fjarvistarskránni,“ segir Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins „Menn skrá sig á fjarvistarskrána ef það er fyrirséð að þeir muni ekki mæta á þingfundinn þann daginn,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í samtali við Vísi. Hann segir að það sé ekki síst til þess að aðrir þingmenn geti séð hvort viðkomandi verður á fundinum þann daginn. „Það er í eðli starfsins, þingmennskunnar, að það fer ekki eingöngu fram inn í þingsalnum. Menn geta verið á þingfundi eða nefndafundi fyrir hádegi en þurft að mæta á annan fund annars staðar eftir hádegi. Síðan verða þingmenn að meta sjálfir hvaða fundir ganga fyrir.“ Aðspurður segir Helgi að það séu engin viðurlög við því að skrá ekki fjarvist. „Þingmenn verða að eiga það við sína samvisku. Við fylgjumst ekki sérstaklega með því en komum oft á framfæri ábendingum þegar við vitum um fyrirhugða fjarvist, til að mynda utanlandsför.“ Ekki náðist í Höskuld við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Fjárlagaumræðan: Forsætisráðherra í útlöndum að halda upp á afmæli konunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er ekki viðstaddur 2. umræðu fjárlaga sem fram hefur farið á Alþingi í dag og í kvöld. 10. desember 2014 21:20 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Fjárlagaumræðan: Forsætisráðherra í útlöndum að halda upp á afmæli konunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er ekki viðstaddur 2. umræðu fjárlaga sem fram hefur farið á Alþingi í dag og í kvöld. 10. desember 2014 21:20