Notalega nýuppgert í Norðurmýrinni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. september 2015 10:00 Eldhúsið er uppáhaldsstaður húsráðenda. Vísir/Vilhelm „Við vorum fimm mánuði að gera hana upp og gerðum hana alveg fokhelda,“ segir Heba og bætir hlæjandi við að framkvæmdirnar hafi vissulega tekið á, sér í lagi þegar hún dansaði tíu tíma á dag og Dóri var í húsgagnasmíðanámi samhliða því að gera upp eitt stykki íbúð. „Það var samt líka ótrúleg gaman og fyrirhafnarinnar virði.“ Veggir voru brotnir niður, eldhúsinnrétting færð á milli herbergja, flísalagt, málað og gólfið í íbúðinni flotað. „Gólfið er pínu gróft en við fílum það. Það eru smá „skemmdir“ í gólfinu en það er bara karakter.“ Eldhúsið er uppáhaldsstaður Hebu í íbúðinni. Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og var sérsmíðuð inn í annað herbergi í íbúðinni og færð í framkvæmdunum. „Það er ótrúlega gaman að elda hér og við lögðum mikið upp úr eldhúsinu.“ Þegar kemur að hlutum og húsgögnum segir Heba þau vanda valið. Innbúið ber því augljóst vitni og er skemmtileg og litrík blanda af notuðu, nýju, hönnun og hlutum sem húsráðendur hafa sankað að sér á ferðalögum. Halldór lærði húsgagnasmíði og er stóllinn sem stendur í stofunni hannaður og smíðaður af honum. „Okkur þykir svo vænt um hann,“ segir Heba og bætir við að mikil vinna og spekúlasjónir hafi farið í smíði stólsins.Heba er fljót að nefna að kaffivélin og kvörnin séu á meðal uppáhaldshluta hennar. „Þessi eru notuð á hverjum degi. Þetta eru systkini, Rocky og Sylvía,“ segir hún og hlær. Litla hansahillan hangir á vegg í eldhúsinu og geymir marga af uppáhaldshlutum húsráðenda. „Við keyptum íbúðina með búslóðinni, fundum þessa hillu og erum alveg ótrúlega ánægð með hana.“ Línurnar í kjötskurðarbrettinu eru eftirmynd af götunum í hverfinu. „Ég held mjög mikið upp á þetta bretti. Við fengum það í jólagjöf og svo fluttum við í Norðurmýrina tveimur árum seinna.“ Goccia-kaffiborðið var keypt notað í Mílanó á gjafverði og setur svip á stofuna. Borðið var hannað árið 1944 af Isamu Noguchi og hefur svo sannarlega staðist tímans tönn. Hús og heimili Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
„Við vorum fimm mánuði að gera hana upp og gerðum hana alveg fokhelda,“ segir Heba og bætir hlæjandi við að framkvæmdirnar hafi vissulega tekið á, sér í lagi þegar hún dansaði tíu tíma á dag og Dóri var í húsgagnasmíðanámi samhliða því að gera upp eitt stykki íbúð. „Það var samt líka ótrúleg gaman og fyrirhafnarinnar virði.“ Veggir voru brotnir niður, eldhúsinnrétting færð á milli herbergja, flísalagt, málað og gólfið í íbúðinni flotað. „Gólfið er pínu gróft en við fílum það. Það eru smá „skemmdir“ í gólfinu en það er bara karakter.“ Eldhúsið er uppáhaldsstaður Hebu í íbúðinni. Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og var sérsmíðuð inn í annað herbergi í íbúðinni og færð í framkvæmdunum. „Það er ótrúlega gaman að elda hér og við lögðum mikið upp úr eldhúsinu.“ Þegar kemur að hlutum og húsgögnum segir Heba þau vanda valið. Innbúið ber því augljóst vitni og er skemmtileg og litrík blanda af notuðu, nýju, hönnun og hlutum sem húsráðendur hafa sankað að sér á ferðalögum. Halldór lærði húsgagnasmíði og er stóllinn sem stendur í stofunni hannaður og smíðaður af honum. „Okkur þykir svo vænt um hann,“ segir Heba og bætir við að mikil vinna og spekúlasjónir hafi farið í smíði stólsins.Heba er fljót að nefna að kaffivélin og kvörnin séu á meðal uppáhaldshluta hennar. „Þessi eru notuð á hverjum degi. Þetta eru systkini, Rocky og Sylvía,“ segir hún og hlær. Litla hansahillan hangir á vegg í eldhúsinu og geymir marga af uppáhaldshlutum húsráðenda. „Við keyptum íbúðina með búslóðinni, fundum þessa hillu og erum alveg ótrúlega ánægð með hana.“ Línurnar í kjötskurðarbrettinu eru eftirmynd af götunum í hverfinu. „Ég held mjög mikið upp á þetta bretti. Við fengum það í jólagjöf og svo fluttum við í Norðurmýrina tveimur árum seinna.“ Goccia-kaffiborðið var keypt notað í Mílanó á gjafverði og setur svip á stofuna. Borðið var hannað árið 1944 af Isamu Noguchi og hefur svo sannarlega staðist tímans tönn.
Hús og heimili Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira