Allt frá hefndarklámi til banns við pyntingum á forgangslista þingflokka Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sveinn Arnarsson skrifa 12. september 2015 07:00 Í upphafi þings gefst þingmönnum kostur á að setja ákveðin þingmannamál í forgang á dagskrá Alþingis í vetur. Þó er ekki fullvíst að málin hljóti endanlega afgreiðslu. vísir/pjetur Alþingi er komið saman að nýju eftir sumarfrí og þingmenn keppast við að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Fjöldinn allur af málum, bæði frá þingmönnum og ríkisstjórn, mun koma til með að líta dagsins ljós en þeir þingflokkar sem eiga sæti á Alþingi eiga þess kost að setja áherslu á ákveðin mál sem sett eru í forgang og komast á dagskrá þingsins. „Það er samkomulag um það að allir þingflokkar geti sett þrjú mál í forgang,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Fréttablaðið hafði samband við þingflokksformenn stjórnmálaflokkanna til að kanna hvaða mál hefðu verið sett í forgang. Flokkarnir fá að mæla fyrir málunum í ákveðinni goggunarröð þar sem Samfylkingin er fyrst, síðan Vinstri græn, þá Björt framtíð, Píratar, Framsóknarflokkur og loks Sjálfstæðisflokkur. Til að mynda mun Árni Páll Árnason mæla fyrir fyrsta máli þingsins á eftir fjárlagafrumvarpinu sem er tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingakerfinu. „Þetta er til að tryggja það að þessi mál komist á dagskrá og til nefndar,“ segir Svandís. Hún segir að eftir að þessi mál séu komin á dagskrá og komist til nefnda þurfi þó að halda þeim á lofti til að þau hljóti endanlega afgreiðslu. „Það er ekkert í þessu sem tryggir það að málin komist á leiðarenda.“ Mörg þeirra mála sem þingflokkarnir hafa sett í forgang eru mál sem hlutu ekki endanlega afgreiðslu á þingi og eru því endurflutt. Þau mál hafa gjarnan fengið meðferð í nefnd frá fyrra þingi og hafa því hlotið umsagnir sem tryggja málunum auðveldara brautargengi ef þau eru endurflutt. „Stóru málin hjá okkur eru yfirleitt unnin á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þannig að þingmenn stjórnarflokkanna leggja kannski frekar áherslu á svona minni og lókal mál,“ segir hann og bendir á að til dæmis séu stærstu forgangsmál Framsóknarflokksins á borð við húsnæðismálin unnin innan ríkisstjórnarinnar. Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Alþingi er komið saman að nýju eftir sumarfrí og þingmenn keppast við að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Fjöldinn allur af málum, bæði frá þingmönnum og ríkisstjórn, mun koma til með að líta dagsins ljós en þeir þingflokkar sem eiga sæti á Alþingi eiga þess kost að setja áherslu á ákveðin mál sem sett eru í forgang og komast á dagskrá þingsins. „Það er samkomulag um það að allir þingflokkar geti sett þrjú mál í forgang,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Fréttablaðið hafði samband við þingflokksformenn stjórnmálaflokkanna til að kanna hvaða mál hefðu verið sett í forgang. Flokkarnir fá að mæla fyrir málunum í ákveðinni goggunarröð þar sem Samfylkingin er fyrst, síðan Vinstri græn, þá Björt framtíð, Píratar, Framsóknarflokkur og loks Sjálfstæðisflokkur. Til að mynda mun Árni Páll Árnason mæla fyrir fyrsta máli þingsins á eftir fjárlagafrumvarpinu sem er tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingakerfinu. „Þetta er til að tryggja það að þessi mál komist á dagskrá og til nefndar,“ segir Svandís. Hún segir að eftir að þessi mál séu komin á dagskrá og komist til nefnda þurfi þó að halda þeim á lofti til að þau hljóti endanlega afgreiðslu. „Það er ekkert í þessu sem tryggir það að málin komist á leiðarenda.“ Mörg þeirra mála sem þingflokkarnir hafa sett í forgang eru mál sem hlutu ekki endanlega afgreiðslu á þingi og eru því endurflutt. Þau mál hafa gjarnan fengið meðferð í nefnd frá fyrra þingi og hafa því hlotið umsagnir sem tryggja málunum auðveldara brautargengi ef þau eru endurflutt. „Stóru málin hjá okkur eru yfirleitt unnin á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þannig að þingmenn stjórnarflokkanna leggja kannski frekar áherslu á svona minni og lókal mál,“ segir hann og bendir á að til dæmis séu stærstu forgangsmál Framsóknarflokksins á borð við húsnæðismálin unnin innan ríkisstjórnarinnar.
Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira