Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2015 12:20 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari í Héraðsdómi Reykjvaíkur í morgun. vísir/gva Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðjón var dómsformaður í fjölskipuðum dómi í málinu en aðrir dómarar voru Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, og Sverrir Ólafsson, sérfróður meðdómandi. Eins og kunnugt er ómerkti Hæstiréttur í apríl síðastliðnum sýknudóm héraðdóms frá því í júní í fyrra vegna vanhæfis Sverris til að dæma í málinu. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, eins stærsta eiganda Kaupþings fyrir hrun, en Ólafur hlaut fangelsisdóm í Al Thani-málinu.Sagði sérstakan hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flytur málið. Telur hann að efast megi um óhlutdrægni dómsformanns vegna orða hans, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem hann hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfðu voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Meðal annars var haft eftir Ólafi Þór að honum hafi verið ókunnugt um ættartengsl Sverris og Ólafs en dómsformaðurinn hefur haldið öðru fram og sagt saksóknara hafa verið meðvitaðan um tengslin. Í umræddum tölvupósti frá Guðjóni til ríkissaksóknara segir hann að sérstakur saksóknari hafi með ummælum sínum verið með ómaklegar aðdróttanir í hans garð og garð sérfróðs meðdómanda. Þá sagði Guðjón í blaðagreinininn sem hann ætlaði að birta að Ólafur Þór hefði vegið gróflega að starfsheiðri sínum.Telur að í skrifunum birtist neikvæð viðhorf í garð saksóknara Blaðagreinin var aldrei birt en hins vegar lögð fram sem gagn af hálfu verjenda í Hæstarétti þegar ómerkingakrafa ríkissaksóknara var tekin þar fyrir. Telur sérstakur saksóknari það ljóst, bæði af tímasetningu tölvupósts Guðjóns til ríkissaksóknara og að hann lét verjendum sakborninga í té umrædda blaðagrein máli sakborninga til stuðnings, að dómsformaður sé hliðhollur þeirra málstað. Þá gerði saksóknari jafnframt að umtalsefni að Guðjón ætlaði að birta umrædda grein í Fréttablaðinu en einn sakborninga í Aurum-málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson, er giftur eiganda blaðsins, Ingibjörgu Pálmadóttur. Að mati Ólafs Þórs birtast í skrifum dómsformanns neikvæð viðhorf í garð sérstaks saksóknara og megi því draga óhlutdrægni hans í efa. Ekki sé hægt að bera traust til dómsins í ljósi þess sem Guðjón hefur áður látið frá sér og því beri honum að víkja sæti að mati saksóknara. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðjón var dómsformaður í fjölskipuðum dómi í málinu en aðrir dómarar voru Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, og Sverrir Ólafsson, sérfróður meðdómandi. Eins og kunnugt er ómerkti Hæstiréttur í apríl síðastliðnum sýknudóm héraðdóms frá því í júní í fyrra vegna vanhæfis Sverris til að dæma í málinu. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, eins stærsta eiganda Kaupþings fyrir hrun, en Ólafur hlaut fangelsisdóm í Al Thani-málinu.Sagði sérstakan hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flytur málið. Telur hann að efast megi um óhlutdrægni dómsformanns vegna orða hans, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem hann hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfðu voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Meðal annars var haft eftir Ólafi Þór að honum hafi verið ókunnugt um ættartengsl Sverris og Ólafs en dómsformaðurinn hefur haldið öðru fram og sagt saksóknara hafa verið meðvitaðan um tengslin. Í umræddum tölvupósti frá Guðjóni til ríkissaksóknara segir hann að sérstakur saksóknari hafi með ummælum sínum verið með ómaklegar aðdróttanir í hans garð og garð sérfróðs meðdómanda. Þá sagði Guðjón í blaðagreinininn sem hann ætlaði að birta að Ólafur Þór hefði vegið gróflega að starfsheiðri sínum.Telur að í skrifunum birtist neikvæð viðhorf í garð saksóknara Blaðagreinin var aldrei birt en hins vegar lögð fram sem gagn af hálfu verjenda í Hæstarétti þegar ómerkingakrafa ríkissaksóknara var tekin þar fyrir. Telur sérstakur saksóknari það ljóst, bæði af tímasetningu tölvupósts Guðjóns til ríkissaksóknara og að hann lét verjendum sakborninga í té umrædda blaðagrein máli sakborninga til stuðnings, að dómsformaður sé hliðhollur þeirra málstað. Þá gerði saksóknari jafnframt að umtalsefni að Guðjón ætlaði að birta umrædda grein í Fréttablaðinu en einn sakborninga í Aurum-málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson, er giftur eiganda blaðsins, Ingibjörgu Pálmadóttur. Að mati Ólafs Þórs birtast í skrifum dómsformanns neikvæð viðhorf í garð sérstaks saksóknara og megi því draga óhlutdrægni hans í efa. Ekki sé hægt að bera traust til dómsins í ljósi þess sem Guðjón hefur áður látið frá sér og því beri honum að víkja sæti að mati saksóknara.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08
Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15