Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2015 12:20 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari í Héraðsdómi Reykjvaíkur í morgun. vísir/gva Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðjón var dómsformaður í fjölskipuðum dómi í málinu en aðrir dómarar voru Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, og Sverrir Ólafsson, sérfróður meðdómandi. Eins og kunnugt er ómerkti Hæstiréttur í apríl síðastliðnum sýknudóm héraðdóms frá því í júní í fyrra vegna vanhæfis Sverris til að dæma í málinu. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, eins stærsta eiganda Kaupþings fyrir hrun, en Ólafur hlaut fangelsisdóm í Al Thani-málinu.Sagði sérstakan hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flytur málið. Telur hann að efast megi um óhlutdrægni dómsformanns vegna orða hans, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem hann hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfðu voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Meðal annars var haft eftir Ólafi Þór að honum hafi verið ókunnugt um ættartengsl Sverris og Ólafs en dómsformaðurinn hefur haldið öðru fram og sagt saksóknara hafa verið meðvitaðan um tengslin. Í umræddum tölvupósti frá Guðjóni til ríkissaksóknara segir hann að sérstakur saksóknari hafi með ummælum sínum verið með ómaklegar aðdróttanir í hans garð og garð sérfróðs meðdómanda. Þá sagði Guðjón í blaðagreinininn sem hann ætlaði að birta að Ólafur Þór hefði vegið gróflega að starfsheiðri sínum.Telur að í skrifunum birtist neikvæð viðhorf í garð saksóknara Blaðagreinin var aldrei birt en hins vegar lögð fram sem gagn af hálfu verjenda í Hæstarétti þegar ómerkingakrafa ríkissaksóknara var tekin þar fyrir. Telur sérstakur saksóknari það ljóst, bæði af tímasetningu tölvupósts Guðjóns til ríkissaksóknara og að hann lét verjendum sakborninga í té umrædda blaðagrein máli sakborninga til stuðnings, að dómsformaður sé hliðhollur þeirra málstað. Þá gerði saksóknari jafnframt að umtalsefni að Guðjón ætlaði að birta umrædda grein í Fréttablaðinu en einn sakborninga í Aurum-málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson, er giftur eiganda blaðsins, Ingibjörgu Pálmadóttur. Að mati Ólafs Þórs birtast í skrifum dómsformanns neikvæð viðhorf í garð sérstaks saksóknara og megi því draga óhlutdrægni hans í efa. Ekki sé hægt að bera traust til dómsins í ljósi þess sem Guðjón hefur áður látið frá sér og því beri honum að víkja sæti að mati saksóknara. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðjón var dómsformaður í fjölskipuðum dómi í málinu en aðrir dómarar voru Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, og Sverrir Ólafsson, sérfróður meðdómandi. Eins og kunnugt er ómerkti Hæstiréttur í apríl síðastliðnum sýknudóm héraðdóms frá því í júní í fyrra vegna vanhæfis Sverris til að dæma í málinu. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, eins stærsta eiganda Kaupþings fyrir hrun, en Ólafur hlaut fangelsisdóm í Al Thani-málinu.Sagði sérstakan hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flytur málið. Telur hann að efast megi um óhlutdrægni dómsformanns vegna orða hans, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem hann hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfðu voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Meðal annars var haft eftir Ólafi Þór að honum hafi verið ókunnugt um ættartengsl Sverris og Ólafs en dómsformaðurinn hefur haldið öðru fram og sagt saksóknara hafa verið meðvitaðan um tengslin. Í umræddum tölvupósti frá Guðjóni til ríkissaksóknara segir hann að sérstakur saksóknari hafi með ummælum sínum verið með ómaklegar aðdróttanir í hans garð og garð sérfróðs meðdómanda. Þá sagði Guðjón í blaðagreinininn sem hann ætlaði að birta að Ólafur Þór hefði vegið gróflega að starfsheiðri sínum.Telur að í skrifunum birtist neikvæð viðhorf í garð saksóknara Blaðagreinin var aldrei birt en hins vegar lögð fram sem gagn af hálfu verjenda í Hæstarétti þegar ómerkingakrafa ríkissaksóknara var tekin þar fyrir. Telur sérstakur saksóknari það ljóst, bæði af tímasetningu tölvupósts Guðjóns til ríkissaksóknara og að hann lét verjendum sakborninga í té umrædda blaðagrein máli sakborninga til stuðnings, að dómsformaður sé hliðhollur þeirra málstað. Þá gerði saksóknari jafnframt að umtalsefni að Guðjón ætlaði að birta umrædda grein í Fréttablaðinu en einn sakborninga í Aurum-málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson, er giftur eiganda blaðsins, Ingibjörgu Pálmadóttur. Að mati Ólafs Þórs birtast í skrifum dómsformanns neikvæð viðhorf í garð sérstaks saksóknara og megi því draga óhlutdrægni hans í efa. Ekki sé hægt að bera traust til dómsins í ljósi þess sem Guðjón hefur áður látið frá sér og því beri honum að víkja sæti að mati saksóknara.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08
Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15