„Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Una Sighvatsdóttir skrifar 14. september 2015 20:30 Frá og með miðnætti í kvöld eiga flóttamenn sem fara yfir landamæri Serbíu og Ungverjalands á hættu að verða handteknir og dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. Fjöldi Íslendinga stundar læknanám í Debrecen í Ungverjalandi og hefur þar aðstoðað flóttafólk að undanförnum, meðal annars veitt þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu eftir langt ferðalag. „Fólkið sem við sáum þarna það eru fjölskyldur, einstæðar mæður eru að koma líka. ´Það eru um 300 manns sem koma í gegn á sólarhring, stundum meira og stundum minna og í raun er ástandið á þeim ekki sérlega gott,“ segir Ragnheiður Anna Þórsdóttir, læknanemi í Debrecen sem slóst í lið með þarlendum sjálfboðaliðahópi læknanema.Sár og sýkt eftir flóttamannabúðirAð sögn Ragnheiðar Önnu er einungis unnt að veita fólkinu grundvallarþjónustu, svo það komist áfram leiðar sinnar, en flest hafa þau stefnt til Þýskalands. „Við sjáum mikið af sárum á fótum, sem hafa þá komið sýkingar í, líka öndunarvegssýkingar, vírussýkingar og bakteríusýkingar.“ Einungis er hægt að gefa fólkinu sýklalyf í ítrustu neyð þar sem magnið er mjög takmarkað. Sárin hlaut fólk bæði á langri og erfiðri göngu en einnig í lokuðum flóttamannabúðum við landamærin, þar sem aðbúnaður er greinilega skelfilegur að sögn Ragnheiðar Önnu. Ekki síður mikilvæg er hinsvegar túlkaþjónusta sem þeir stúdentar hafa boðið fram sem tala tungumál flóttafólksins, arabísku, farsí eða úrdú. „Það fólk hefur verið að hjálpa þeim að kaupa miða og reyna að segja þeim hvernig þau komast áfram. Því þau fá engar upplýsingar þegar þau koma inn til Ungverjalands, þau eru bara send eitthvað áfram með lest, koma til Debrecen og vita ekkert hvar þau eru, skilja jafnvel ekki stafrófið okkar.“Safna fötum og skóm í pokaAðrir íslenskir læknanemar hafa lagt sitt að mörkum með því að gefa flóttafólki helstu nauðþurftar. Einn þeirra er Ragnar Árni Ágústsson. „Ég er búinn að setja í poka og er að fara niður á lestarstöð,“ segir Ragnar og bætir við að stúdentar af öllum þjóðernum láti málið sig varða með þessum hætti. Hann gefur lítið fyrir þótt stúdentar eigi kannski lítið milli handanna sjálfir. „Við sem stúdentar eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt. Það er bara þannig. Það eru margir íslenskir nemar veit ég sem hafa farið í gegnum fataskápinn sinn og taka kannski gömul föt, notuð föt og skó og kannski teppi. Það þarf ekki að vera meira. Og svo kannski fara út í búð og kaupa einhvern mat.“ Landamærunum við Serbíu verður sem fyrr segir lokað endanlega á miðnætti. Ragnheiður segir þá sem standa fyrir hjálparstarfinu í raun ekki geta skipulagt sig lengra en klukkustund fram í tímann í einu. „Vegna þess að landamærunum verður lokað á miðnætti í kvöld þá vita þau ekki hvort að fólk sé að koma núna. Hvort að Serbarnir muni reyna að ýta þeim yfir landamærin, af því að það eru þúsundir manna sem bíða hinum megin við landamærin, en ekkert Ungverjalandsmegin.“ Flóttamenn Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Frá og með miðnætti í kvöld eiga flóttamenn sem fara yfir landamæri Serbíu og Ungverjalands á hættu að verða handteknir og dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. Fjöldi Íslendinga stundar læknanám í Debrecen í Ungverjalandi og hefur þar aðstoðað flóttafólk að undanförnum, meðal annars veitt þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu eftir langt ferðalag. „Fólkið sem við sáum þarna það eru fjölskyldur, einstæðar mæður eru að koma líka. ´Það eru um 300 manns sem koma í gegn á sólarhring, stundum meira og stundum minna og í raun er ástandið á þeim ekki sérlega gott,“ segir Ragnheiður Anna Þórsdóttir, læknanemi í Debrecen sem slóst í lið með þarlendum sjálfboðaliðahópi læknanema.Sár og sýkt eftir flóttamannabúðirAð sögn Ragnheiðar Önnu er einungis unnt að veita fólkinu grundvallarþjónustu, svo það komist áfram leiðar sinnar, en flest hafa þau stefnt til Þýskalands. „Við sjáum mikið af sárum á fótum, sem hafa þá komið sýkingar í, líka öndunarvegssýkingar, vírussýkingar og bakteríusýkingar.“ Einungis er hægt að gefa fólkinu sýklalyf í ítrustu neyð þar sem magnið er mjög takmarkað. Sárin hlaut fólk bæði á langri og erfiðri göngu en einnig í lokuðum flóttamannabúðum við landamærin, þar sem aðbúnaður er greinilega skelfilegur að sögn Ragnheiðar Önnu. Ekki síður mikilvæg er hinsvegar túlkaþjónusta sem þeir stúdentar hafa boðið fram sem tala tungumál flóttafólksins, arabísku, farsí eða úrdú. „Það fólk hefur verið að hjálpa þeim að kaupa miða og reyna að segja þeim hvernig þau komast áfram. Því þau fá engar upplýsingar þegar þau koma inn til Ungverjalands, þau eru bara send eitthvað áfram með lest, koma til Debrecen og vita ekkert hvar þau eru, skilja jafnvel ekki stafrófið okkar.“Safna fötum og skóm í pokaAðrir íslenskir læknanemar hafa lagt sitt að mörkum með því að gefa flóttafólki helstu nauðþurftar. Einn þeirra er Ragnar Árni Ágústsson. „Ég er búinn að setja í poka og er að fara niður á lestarstöð,“ segir Ragnar og bætir við að stúdentar af öllum þjóðernum láti málið sig varða með þessum hætti. Hann gefur lítið fyrir þótt stúdentar eigi kannski lítið milli handanna sjálfir. „Við sem stúdentar eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt. Það er bara þannig. Það eru margir íslenskir nemar veit ég sem hafa farið í gegnum fataskápinn sinn og taka kannski gömul föt, notuð föt og skó og kannski teppi. Það þarf ekki að vera meira. Og svo kannski fara út í búð og kaupa einhvern mat.“ Landamærunum við Serbíu verður sem fyrr segir lokað endanlega á miðnætti. Ragnheiður segir þá sem standa fyrir hjálparstarfinu í raun ekki geta skipulagt sig lengra en klukkustund fram í tímann í einu. „Vegna þess að landamærunum verður lokað á miðnætti í kvöld þá vita þau ekki hvort að fólk sé að koma núna. Hvort að Serbarnir muni reyna að ýta þeim yfir landamærin, af því að það eru þúsundir manna sem bíða hinum megin við landamærin, en ekkert Ungverjalandsmegin.“
Flóttamenn Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira