Svart-hvít umræða um flóttafólk Jónína Sólborg Þórisdóttir skrifar 14. september 2015 23:17 Sem trúleysingi (sumir myndu segja „herskár” trúleysingi) þá skal ég vera fyrst til að gagnrýna íslam sem hugmyndafræði. Það sem kemur mér samt sífellt meira á óvart er hversu margir eiga í erfiðleikum með að aðskilja hugmyndafræði íslam frá einstaklingum sem kallast múslímar. Það er eitt að gagnrýna hugmyndir en allt annað og verra að hatast út í einstaklinga sem aðhyllast þær að hluta eða í heild. Í ljósi umræðu um sýrlenska flóttamenn er einmitt mjög mikilvægt að aðskilja þetta tvennt. Það er eins með þjáningar flóttafólks og allt annað slæmt í þessari veröld - rótin er skipulögð trúarbrögð. Þau eru sökudólgurinn hvað varðar Ísrael-Palestínu, hið sama á við um stríðið í Sýrlandi, nýlendustefnu Vesturlanda (það verður auðvitað að „kristna þessa villimenn“ með hjálp kaþólsku kirkjunnar) og svo mætti lengi telja. Öll eigum við okkur sögu, reynslu og bakgrunn sem samanlagt litar hegðun okkar og heimsmynd. Ætti það ekki að sameina okkur gegn grimmd heimsins frekar en að sundra okkur í „með-og-á-móti” fylkingar? Þegar við föllum í þessa gildru að setja jafnaðarmerki á milli einstaklinga og hugmyndafræði þá sjálfkrafa rýrnar einn fallegasti eiginleiki mannfólksins; að geta sett sig í spor annarra.Glittir í andúð Sýrlendingar eru annálaðir fyrir að vera gestrisin þjóð svona svipað og við. Sögur af gestrisni Íslendinga eru reyndar farnar að minna mig á einhvers konar „urban legend“ undanfarna daga og vikur en það er önnur saga. Manni fallast hendur við að sjá hversu mikið glittir í ótrúlega andúð á erlendum borgurum almennt (meira að segja á túristum) og hræðslu við „þessa múslíma” í kommentakerfum og fésbókarfærslum. Svo er talað um að flóttamenn eigi eftir að mergsjúga kerfið þar til ennþá minna verði til skiptanna fyrir aldraða og öryrkja. Þetta er elsta stjórnunartaktík í heimi; að etja hópum þjóðfélagsins saman þannig að auðveldara sé að stjórna „skrílnum” eins og við erum vafalítið kölluð í reykfylltum bakherbergjum. Þessi aðferð er vinsæl í Bandaríkjunum þar sem andúð milli svartra og hvítra lifir enn góðu lífi. Með þessu móti tökum við síður eftir spillingarfnyknum sem leggur af yfirvöldum. Innflytjendur (flóttamenn verða innflytjendur á einhverjum tímapunkti) enda með því að greiða sig upp og gott betur en það. Með tímanum munu þeir leggja meira til samfélagsins en þeir taka frá því og það á bæði við um menntaða og ómenntaða, hvort sem þeir vinna verkamannastörf eða ekki. Þeir hafa góð áhrif á vinnuaflið og jafnvel yngja það aðeins upp ef eitthvað er og ekki veitir af þar sem heilsufar fer batnandi og fólk lifir lengur en áður.Áhrif jákvæð á endanum Auk þess koma þeir sterkir inn með nýja og ferska fagkunnáttu og færni sem við hin getum mögulega lært af. Einnig er bara þjóðsaga að þeir valdi launalækkunum og að þeir „steli“ störfum af innfæddum. Meiri skatttekjur þýða meiri nýsköpun og þar með fleiri störf. Þess vegna hljótum við að sjá að á endanum mun þetta hafa jákvæð áhrif fyrir þá efnaminni sem þurfa að treysta á félagslega kerfið. Ég geri mér grein fyrir hversu auðvelt er að fordæma útlendingafóbíu hjá þegnum í Austur Evrópu sitjandi hér uppi á frímerki sem er umkringt Atlantshafinu. Við vitum lítið hvernig er að búa á meginlandi Evrópu núna og hvernig er að taka á móti svona fjölda af skelfingu lostnu fólki. Þannig að mér dettur ekki í hug að fordæma einn né neinn fyrir öðruvísi skoðanir. Ég fordæmi hins vegar trúarbrögð fyrir að ýta undir ofsóknir, ofbeldi og kúgun á minnihlutahópum. Það skiptir mig litlu hvað þau eru kölluð. Sem kona, þá hugnast mér ekki að fá í hausinn að ég sé skítug þegar ég er á túr eða eigi að þegja og vera undirgefin ef ég sit inni í einhverri trúarbyggingunni, burtséð frá því hvort það sé stundað í praxís eða ekki. Sumir myndu segja að þessar skoðanir mínar séu svart-hvítar og öfgakenndar. Þetta eru samt skoðanir sem byggjast á því sem ég hef lesið í ýmsum trúarritum. Trúarrit eru dauðir hlutir. Það er ekkert að því að hafa svart-hvítar skoðanir á hugmyndum og dauðum hlutum. Það er ekki í lagi þegar fólk er annars vegar. Fólk er ekki svart-hvítt. Íslendingar eru ekki svart-hvítir og ekki flóttamenn frá Sýrlandi heldur. Það þarf einfaldlega að hjálpa fólkinu og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Skoðun Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Sem trúleysingi (sumir myndu segja „herskár” trúleysingi) þá skal ég vera fyrst til að gagnrýna íslam sem hugmyndafræði. Það sem kemur mér samt sífellt meira á óvart er hversu margir eiga í erfiðleikum með að aðskilja hugmyndafræði íslam frá einstaklingum sem kallast múslímar. Það er eitt að gagnrýna hugmyndir en allt annað og verra að hatast út í einstaklinga sem aðhyllast þær að hluta eða í heild. Í ljósi umræðu um sýrlenska flóttamenn er einmitt mjög mikilvægt að aðskilja þetta tvennt. Það er eins með þjáningar flóttafólks og allt annað slæmt í þessari veröld - rótin er skipulögð trúarbrögð. Þau eru sökudólgurinn hvað varðar Ísrael-Palestínu, hið sama á við um stríðið í Sýrlandi, nýlendustefnu Vesturlanda (það verður auðvitað að „kristna þessa villimenn“ með hjálp kaþólsku kirkjunnar) og svo mætti lengi telja. Öll eigum við okkur sögu, reynslu og bakgrunn sem samanlagt litar hegðun okkar og heimsmynd. Ætti það ekki að sameina okkur gegn grimmd heimsins frekar en að sundra okkur í „með-og-á-móti” fylkingar? Þegar við föllum í þessa gildru að setja jafnaðarmerki á milli einstaklinga og hugmyndafræði þá sjálfkrafa rýrnar einn fallegasti eiginleiki mannfólksins; að geta sett sig í spor annarra.Glittir í andúð Sýrlendingar eru annálaðir fyrir að vera gestrisin þjóð svona svipað og við. Sögur af gestrisni Íslendinga eru reyndar farnar að minna mig á einhvers konar „urban legend“ undanfarna daga og vikur en það er önnur saga. Manni fallast hendur við að sjá hversu mikið glittir í ótrúlega andúð á erlendum borgurum almennt (meira að segja á túristum) og hræðslu við „þessa múslíma” í kommentakerfum og fésbókarfærslum. Svo er talað um að flóttamenn eigi eftir að mergsjúga kerfið þar til ennþá minna verði til skiptanna fyrir aldraða og öryrkja. Þetta er elsta stjórnunartaktík í heimi; að etja hópum þjóðfélagsins saman þannig að auðveldara sé að stjórna „skrílnum” eins og við erum vafalítið kölluð í reykfylltum bakherbergjum. Þessi aðferð er vinsæl í Bandaríkjunum þar sem andúð milli svartra og hvítra lifir enn góðu lífi. Með þessu móti tökum við síður eftir spillingarfnyknum sem leggur af yfirvöldum. Innflytjendur (flóttamenn verða innflytjendur á einhverjum tímapunkti) enda með því að greiða sig upp og gott betur en það. Með tímanum munu þeir leggja meira til samfélagsins en þeir taka frá því og það á bæði við um menntaða og ómenntaða, hvort sem þeir vinna verkamannastörf eða ekki. Þeir hafa góð áhrif á vinnuaflið og jafnvel yngja það aðeins upp ef eitthvað er og ekki veitir af þar sem heilsufar fer batnandi og fólk lifir lengur en áður.Áhrif jákvæð á endanum Auk þess koma þeir sterkir inn með nýja og ferska fagkunnáttu og færni sem við hin getum mögulega lært af. Einnig er bara þjóðsaga að þeir valdi launalækkunum og að þeir „steli“ störfum af innfæddum. Meiri skatttekjur þýða meiri nýsköpun og þar með fleiri störf. Þess vegna hljótum við að sjá að á endanum mun þetta hafa jákvæð áhrif fyrir þá efnaminni sem þurfa að treysta á félagslega kerfið. Ég geri mér grein fyrir hversu auðvelt er að fordæma útlendingafóbíu hjá þegnum í Austur Evrópu sitjandi hér uppi á frímerki sem er umkringt Atlantshafinu. Við vitum lítið hvernig er að búa á meginlandi Evrópu núna og hvernig er að taka á móti svona fjölda af skelfingu lostnu fólki. Þannig að mér dettur ekki í hug að fordæma einn né neinn fyrir öðruvísi skoðanir. Ég fordæmi hins vegar trúarbrögð fyrir að ýta undir ofsóknir, ofbeldi og kúgun á minnihlutahópum. Það skiptir mig litlu hvað þau eru kölluð. Sem kona, þá hugnast mér ekki að fá í hausinn að ég sé skítug þegar ég er á túr eða eigi að þegja og vera undirgefin ef ég sit inni í einhverri trúarbyggingunni, burtséð frá því hvort það sé stundað í praxís eða ekki. Sumir myndu segja að þessar skoðanir mínar séu svart-hvítar og öfgakenndar. Þetta eru samt skoðanir sem byggjast á því sem ég hef lesið í ýmsum trúarritum. Trúarrit eru dauðir hlutir. Það er ekkert að því að hafa svart-hvítar skoðanir á hugmyndum og dauðum hlutum. Það er ekki í lagi þegar fólk er annars vegar. Fólk er ekki svart-hvítt. Íslendingar eru ekki svart-hvítir og ekki flóttamenn frá Sýrlandi heldur. Það þarf einfaldlega að hjálpa fólkinu og það strax.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun