Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2015 14:02 Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL við Karphúsið. Samningar aðildarfélaga BRSR voru lausir í apríllok á þessu ári, en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í byrjun júní. Þá höfðu viðræður staðið frá því í mars. Mynd/BSRB Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút.Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir síðan í vor og var deilu þeirra vísað til ríkissáttasemjara í lok júní. Viðræðurnar hafa skilað litlum árangri og var sjöunda fundi hjá ríkissáttasemjara slitið í síðustu viku án þess að nokkuð miðaði í samkomulagsátt. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, segir deiluna í algjörum hnút. „Þessar, hvað eigum við að segja, sanngjörnu kröfur sem við lögðum fram á síðasta fundi að það var alls ekki brugðist við þeim. Það var bara sem sagt þvert nei og okkur boðið eitthvað annað en það sem er búið að semja við og gerðardómurinn gerir ráð fyrir,“ segir Gunnar Örn. Hann segir að eins og staðan er núna sjái hann ekki hvernig deiluaðilar geti náð saman. „Það virðist bara vera þannig að það sé allt fast og eins og kannski allir vita þá var verið að bíða eftir gerðardómi, fyrst eftir samningum, síðan eftir gerðardómi. Þegar hann lá fyrir, svo sæmilegur sem hann var, þá virtist hann ekki eiga að vera viðmið þegar upp var staðið,“ segir Gunnar Örn og að félagsmenn vilji að launahækkanir þeirra verði að lágmarki það sem úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM felur í sér. Hann segir sitt fólk tilbúið í verkfallsaðgerðir og telur allar líkur á því að boðað verði til verkfalls í október. „Boðum alveg örugglega til verkfalls,“ segir Gunnar. „Okkur allavega sýnist það að það þurfi allt að taka út með töngum sem þarf að fá, svona til þess að hafa mannsæmandi laun,“ segir Gunnar Örn. Baráttufundur sjúkraliða, SFR-félaga og lögreglumanna verður haldinn í Háskólabíói klukkan fimm í dag og segir Gunnar Örn að tekin verði formleg ákvörðun um að boða til verkfalls fljótlega eftir það. Hann telur verkfall sinna félagsmanna komi til með að hafa mikil áhrif. „Það eru sem sagt 1.100 félagsmenn hjá okkur sem að starfa hjá ríkinu og það er, auðvitað eru öryggislistar, við sem sagt gerum ráð fyrir að það sé einn á vakt þegar að til verkfalls kemur og nema á líknardeildum, þar höfum við bara opið, við höfum ekki áhuga á því að fækka þar. Þannig að, og svo auðvitað komum við til móts ef einhverjar sérstakar kröfur og óskir eru,“ segir Gunnar Örn. Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút.Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir síðan í vor og var deilu þeirra vísað til ríkissáttasemjara í lok júní. Viðræðurnar hafa skilað litlum árangri og var sjöunda fundi hjá ríkissáttasemjara slitið í síðustu viku án þess að nokkuð miðaði í samkomulagsátt. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, segir deiluna í algjörum hnút. „Þessar, hvað eigum við að segja, sanngjörnu kröfur sem við lögðum fram á síðasta fundi að það var alls ekki brugðist við þeim. Það var bara sem sagt þvert nei og okkur boðið eitthvað annað en það sem er búið að semja við og gerðardómurinn gerir ráð fyrir,“ segir Gunnar Örn. Hann segir að eins og staðan er núna sjái hann ekki hvernig deiluaðilar geti náð saman. „Það virðist bara vera þannig að það sé allt fast og eins og kannski allir vita þá var verið að bíða eftir gerðardómi, fyrst eftir samningum, síðan eftir gerðardómi. Þegar hann lá fyrir, svo sæmilegur sem hann var, þá virtist hann ekki eiga að vera viðmið þegar upp var staðið,“ segir Gunnar Örn og að félagsmenn vilji að launahækkanir þeirra verði að lágmarki það sem úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM felur í sér. Hann segir sitt fólk tilbúið í verkfallsaðgerðir og telur allar líkur á því að boðað verði til verkfalls í október. „Boðum alveg örugglega til verkfalls,“ segir Gunnar. „Okkur allavega sýnist það að það þurfi allt að taka út með töngum sem þarf að fá, svona til þess að hafa mannsæmandi laun,“ segir Gunnar Örn. Baráttufundur sjúkraliða, SFR-félaga og lögreglumanna verður haldinn í Háskólabíói klukkan fimm í dag og segir Gunnar Örn að tekin verði formleg ákvörðun um að boða til verkfalls fljótlega eftir það. Hann telur verkfall sinna félagsmanna komi til með að hafa mikil áhrif. „Það eru sem sagt 1.100 félagsmenn hjá okkur sem að starfa hjá ríkinu og það er, auðvitað eru öryggislistar, við sem sagt gerum ráð fyrir að það sé einn á vakt þegar að til verkfalls kemur og nema á líknardeildum, þar höfum við bara opið, við höfum ekki áhuga á því að fækka þar. Þannig að, og svo auðvitað komum við til móts ef einhverjar sérstakar kröfur og óskir eru,“ segir Gunnar Örn.
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira