Tilfinningin var öðruvísi enda ekki í fyrsta sinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2015 07:00 Brynju verður sárt saknað hjá HK. vísir/valli „Þetta gerðist í æfingarleik gegn Haukum í ágúst og ég er búin í aðgerð. Ég ætla að taka mér fullt ár til þess að ná mér áður en ég fer af stað á ný,“ sagði Brynja Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, en hún sleit krossband á dögunum. Brynja var að vonum svekkt þegar í ljós kom að krossbandið væri slitið en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem þessi 27 árs landsliðskona lendir í þessum meiðslum. „Þetta var allt öðruvísi en hin, ég var að slíta krossband sem hefur slitnað áður og þetta var öðruvísi. Ég var ekki viss um að það væri slitið, ég vissi það í annað skiptið sem ég lenti í þessu en þetta var öðruvísi. Ég var send í myndatöku vegna sögu minnar og þar kom þetta í ljós, ég var búin að vera með á fullu á æfingum með snertingu áður en þetta kom í ljós.“ Maður fær víst ekki önnur hnéBrynja eftir leik með íslenska landsliðinu.Mynd/AðsendBrynja gekk í sumar til liðs við uppeldisfélag sitt, HK, á ný en hún heldur á næstunni út til Þýskalands í skóla. Hún sagðist hafa eitthvað rætt við þýsk félög um að leika með þeim en að þær viðræður séu komnar á ís í bili. „Ég fékk að vita að ég væri komin í skóla úti stuttu eftir meiðslin, ég var búin að heyra eitthvað í félögum úti en það var í biðstöðu á meðan ég fékk skólavistina staðfesta. Ég var við það á sínum tíma að semja við lið í Svíþjóð og komst ekki í skólann og þurfti að hætta við. Ég vildi ekki lenda í þeim pakka á ný.“ Brynja sagði að það væri svekkjandi að missa af verkefnum íslenska landsliðsins næsta árið en hún hefur verið hluti af liðinu undanfarin ár. „Það er ömurlegt, maður stefnir alltaf að því að vera í landsliðinu og þótt ég sé búinn að missa af síðustu tveimur leikjum þá vill maður alltaf vera í hópnum. Þetta er súr tilfinning en ég stefni bara á það að koma sterk til baka á næsta ári,“ sagði Brynja sem segir huggun í því að hún hafi áður snúið aftur eftir jafn erfið meiðsli. „Ég er búin að ákveða það að ég ætla ekkert að taka þátt á þessu tímabili og taka mér ár í endurhæfingu. Ég gæti reynt að ná þessu á einhverjum 6-7 mánuðum en ég ætla frekar að taka ár í þetta, taka gott undirbúningstímabil og vera klár á næsta tímabili. Ég þarf að gæta upp á hnén og líkamann á mér, maður fær víst ekki önnur hné.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Þetta gerðist í æfingarleik gegn Haukum í ágúst og ég er búin í aðgerð. Ég ætla að taka mér fullt ár til þess að ná mér áður en ég fer af stað á ný,“ sagði Brynja Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, en hún sleit krossband á dögunum. Brynja var að vonum svekkt þegar í ljós kom að krossbandið væri slitið en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem þessi 27 árs landsliðskona lendir í þessum meiðslum. „Þetta var allt öðruvísi en hin, ég var að slíta krossband sem hefur slitnað áður og þetta var öðruvísi. Ég var ekki viss um að það væri slitið, ég vissi það í annað skiptið sem ég lenti í þessu en þetta var öðruvísi. Ég var send í myndatöku vegna sögu minnar og þar kom þetta í ljós, ég var búin að vera með á fullu á æfingum með snertingu áður en þetta kom í ljós.“ Maður fær víst ekki önnur hnéBrynja eftir leik með íslenska landsliðinu.Mynd/AðsendBrynja gekk í sumar til liðs við uppeldisfélag sitt, HK, á ný en hún heldur á næstunni út til Þýskalands í skóla. Hún sagðist hafa eitthvað rætt við þýsk félög um að leika með þeim en að þær viðræður séu komnar á ís í bili. „Ég fékk að vita að ég væri komin í skóla úti stuttu eftir meiðslin, ég var búin að heyra eitthvað í félögum úti en það var í biðstöðu á meðan ég fékk skólavistina staðfesta. Ég var við það á sínum tíma að semja við lið í Svíþjóð og komst ekki í skólann og þurfti að hætta við. Ég vildi ekki lenda í þeim pakka á ný.“ Brynja sagði að það væri svekkjandi að missa af verkefnum íslenska landsliðsins næsta árið en hún hefur verið hluti af liðinu undanfarin ár. „Það er ömurlegt, maður stefnir alltaf að því að vera í landsliðinu og þótt ég sé búinn að missa af síðustu tveimur leikjum þá vill maður alltaf vera í hópnum. Þetta er súr tilfinning en ég stefni bara á það að koma sterk til baka á næsta ári,“ sagði Brynja sem segir huggun í því að hún hafi áður snúið aftur eftir jafn erfið meiðsli. „Ég er búin að ákveða það að ég ætla ekkert að taka þátt á þessu tímabili og taka mér ár í endurhæfingu. Ég gæti reynt að ná þessu á einhverjum 6-7 mánuðum en ég ætla frekar að taka ár í þetta, taka gott undirbúningstímabil og vera klár á næsta tímabili. Ég þarf að gæta upp á hnén og líkamann á mér, maður fær víst ekki önnur hné.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira