Gagnrýndi harðlega viðskiptabann Rússa á fundi ÖSE-þingsins Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2015 11:22 Frá þinginu í Úlan Bator. Mynd/Alþingi Sigríður A. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega viðskiptabann Rússa gegn Vesturlöndum á haustfundi þings Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu í Úlan Bator, höfuðborg Mongólíu, fyrr í dag. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis segir að í umræðum um efnahagslegar áskoranir ríkja á ÖSE-svæðinu hafi Sigríður vakið athygli á mikilvægi frjálsa viðskipta þegar kemur að fæðuöryggi. „Nefndi hún að fá ef nokkur ríki gætu tryggt borgurum sínum fæðuöryggi til langs tíma án frjálsra viðskipta við önnur lönd. Því væri miður að land eins og Rússland legði bann á innflutning á matvælum frá Evrópu og Bandaríkjunum, vegna aðgerða ríkjanna í tengslum við ástandið í Úkraínu. Sigríður sagði augljóst að viðskiptaþvinganir Rússlands brytu gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Það væri þó ekki aðalatriðið heldur áhrif bannsins á þegna landsins. Hún hvatti ÖSE-þingið til að berjast fyrir frjálsum viðskiptum og mótmæla viðskiptabanninu. Nikolay Kovalev, þingmaður sendinefndar Rússland og neðri deildar rússneska þingsins, sagði Rússland á móti hvers kyns refsiaðgerðum á milli ríkja, bæði pólitískum og efnahagslegum. Rússland hefði hins vegar verið neytt til þess að bregðast við refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Vesturlönd bæru þannig ábyrgð á minnkandi fæðuöryggi og óánægju með innflutningsbann Rússa, t.d. meðal bænda á Íslandi og í Frakklandi. Á sama tíma hefði innflutningsbannið í raun verið Rússlandi til hagsbóta og aukið fæðuöryggi í landinu, sem væri nú farið að framleiða nýjar tegundir af matvælum. Rússland væri reiðubúið til að gera allt sem hægt væri til að koma á eðlilegum samskiptum á ný og að um leið og Vesturlönd drægu til baka refsiaðgerðir sínar mundi Rússland gera slíkt hið sama,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Sigríður A. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega viðskiptabann Rússa gegn Vesturlöndum á haustfundi þings Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu í Úlan Bator, höfuðborg Mongólíu, fyrr í dag. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis segir að í umræðum um efnahagslegar áskoranir ríkja á ÖSE-svæðinu hafi Sigríður vakið athygli á mikilvægi frjálsa viðskipta þegar kemur að fæðuöryggi. „Nefndi hún að fá ef nokkur ríki gætu tryggt borgurum sínum fæðuöryggi til langs tíma án frjálsra viðskipta við önnur lönd. Því væri miður að land eins og Rússland legði bann á innflutning á matvælum frá Evrópu og Bandaríkjunum, vegna aðgerða ríkjanna í tengslum við ástandið í Úkraínu. Sigríður sagði augljóst að viðskiptaþvinganir Rússlands brytu gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Það væri þó ekki aðalatriðið heldur áhrif bannsins á þegna landsins. Hún hvatti ÖSE-þingið til að berjast fyrir frjálsum viðskiptum og mótmæla viðskiptabanninu. Nikolay Kovalev, þingmaður sendinefndar Rússland og neðri deildar rússneska þingsins, sagði Rússland á móti hvers kyns refsiaðgerðum á milli ríkja, bæði pólitískum og efnahagslegum. Rússland hefði hins vegar verið neytt til þess að bregðast við refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Vesturlönd bæru þannig ábyrgð á minnkandi fæðuöryggi og óánægju með innflutningsbann Rússa, t.d. meðal bænda á Íslandi og í Frakklandi. Á sama tíma hefði innflutningsbannið í raun verið Rússlandi til hagsbóta og aukið fæðuöryggi í landinu, sem væri nú farið að framleiða nýjar tegundir af matvælum. Rússland væri reiðubúið til að gera allt sem hægt væri til að koma á eðlilegum samskiptum á ný og að um leið og Vesturlönd drægu til baka refsiaðgerðir sínar mundi Rússland gera slíkt hið sama,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent