Bonneau sleit hásin og ekki með Njarðvík í vetur

Bonneau sleit hásin á þriðjudaginn á æfingu, en slík meiðsli geta haldið mönnum frá körfuboltavellinum í þrjá til níu mánuði. Karfan.is greinir frá þessu.
Hann var magnaður á síðustu leiktíð fyrir Njarðvík og náðu þeir grænklæddu að klófesta hann aftur í sumar. Hann gerði að meðaltali 34 stig í fyrra, tók rúmlega sjá fraköst og gaf fimm stoðsendingar.
„Tilhlökkunin var mikil hjá honum að spila í Njarðvík sem og hjá Njarðvíkingum yfir höfuð að fá að sjá hann spila, enda er hann leikmaður sem stimplaði sig rækilega inn í hjörtu allra Njarðvíkinga og körfuboltaáhugamanna á landsvísu eftir frammistöðu sína á síðastliðnu tímabili," sagði Bjarki Már Viðarsson, varaformaður Njarðvíkur, í samtali við Karfan.is.
Njarðvíkingar, bæði þjálfarar og stjórn, liggja nú yfir málunum og er væntanlega leit hafinn að nýjum manni.
Tengdar fréttir

Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni
Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is.

Bonneau óstöðvandi í Ásgarði
Njarðvíkingurinn Stefan Bonneau átti enn einn stórleikinn fyrir Njarðvík gegn Stjörnunni í gær.

Sjáðu allt það helsta frá Bonneau í gær
Stefan Bonneu fór á kostum í sigri Njarðvík gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Leikurinn fór fram í Njarðvík, en heimamenn tryggðu sér með sigrinum sæti í undanúrslitunum.

Sá dýrasti í sögu Njarðvíkur
Stefan Bonneau mun gleðja íslenskt körfuboltaáhugafólk áfram í Dominos-deildinni í körfubolta næsta vetur.

Sjáðu Súpermantroðslu Bonneau
Stefan Bonneau sýndi mögnuð tilþrif í 52 stiga leik sínum gegn KR í kvöld.

Svona var stemningin í Ljónagryfjunni þegar Bonneau negldi þristinn | Myndband
Allt ætlaði um koll að keyra í stúkunni þegar Stefan Bonneau tryggði Njarðvík sigur á KR í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar.

Sjáðu allar galdrakörfur Bonneau í lýsingu Svala: „Hann er bara skyr og massi“
Svali Björgvinsson átti nóg af lýsingarorðum yfir hæfileika Stefans Bonneau sem hann segir vera með samning við körfuboltaguðina.

Bonneau: Þetta verður góð sería
Stefan Bonneau, leikstjórnandi Njarðvíkinga, var valinn besti leikmaður seinni hluta Domionos-deildar karla og í kvöld spilar hann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni á Íslandi.